Verið undirbúin fyrir flugtak Ingibjörg Isaksen skrifar 13. júní 2023 14:00 Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna. Skynsamleg gjaldtaka Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla. Stuðningur við ferðaþjónustu Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt. Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Samgöngur Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna. Skynsamleg gjaldtaka Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla. Stuðningur við ferðaþjónustu Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt. Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun