Verið undirbúin fyrir flugtak Ingibjörg Isaksen skrifar 13. júní 2023 14:00 Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna. Skynsamleg gjaldtaka Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla. Stuðningur við ferðaþjónustu Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt. Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Samgöngur Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna. Skynsamleg gjaldtaka Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla. Stuðningur við ferðaþjónustu Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt. Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun