Fagmennska Landsvirkjunar við eyðingu Íslenskrar náttúru Jón Árni Vignisson skrifar 13. júní 2023 07:01 Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun