Fagmennska Landsvirkjunar við eyðingu Íslenskrar náttúru Jón Árni Vignisson skrifar 13. júní 2023 07:01 Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun