Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. júní 2023 08:01 Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig.“ Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð. Það getur líka verið stórt og erfitt skref að þiggja hjálpina. Flestir segja að það að finna samhug og stuðning frá nærumhverfinu hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra og gefi styrk til að takast á við aðstæðurnar. Að sama skapi getur það verið erfið og íþyngjandi reynsla fyrir viðkomandi að upplifa ekki stuðning frá fólki sem væntingar voru um að yrðu til staðar. Sú upplifun hefur oft áhrif á samskiptin og tengslin til frambúðar. Oft tjáir fólk sig um að það hafi komið á óvart hverjir voru til staðar í veikindunum en líka hverjir voru það ekki. Vert er að hafa í huga að krabbamein hefur áhrif á alla fjölskylduna og oftast hafa bæði sá sem hefur greinst, maki og aðrir fjölskyldumeðlimir þörf fyrir samhug og stuðning frá umhverfinu. Ef einhver sem þér er annt um hefur greinst með krabbamein eða er náinn aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein gæti verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Skoðaðu hvernig þér líður. Er eitthvað að valda þér óöryggi eða vanlíðan varðandi samskipti við viðkomandi eftir að krabbameinið greindist? Oft kann fólk vel að meta einlægni á borð við: „Ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Okkur hættir stundum til að reyna að lesa í það hvað einstaklingurinn er að hugsa. Oft er betra að spyrja viðkomandi beint hvers hann þarfnast og hvernig honum finnst best að hafa hlutina. Vert er að hafa í huga að þarfirnar geta breyst frá einum tíma til annars. Á hvaða hátt sérðu fyrir þér að geta orðið að liði eða stutt við viðkomandi? Mikilvægt er að þú finnir þín mörk varðandi hve mikið svigrúm þú telur þig hafa og ætlir þér ekki um of. Yfirleitt er fólk ekki að biðja um að þú segir eitthvað til að því líði betur. Oft er besta gjöfin að hlusta og sýna skilning án þess að reyna að breyta líðan viðkomandi með of mikið af lausnum og ráðum. Forðastu að gefa ráðleggingar eða að bera reynslu viðkomandi saman við reynslu annarra sem þú þekkir nema að biðja um leyfi fyrir því áður. Við sem störfum sem faglegir ráðgjafar hjá Krabbameinsfélaginu heyrum oft fallegar sögur af því á hvaða hátt vinir og ættingjar eru til staðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hér koma nokkrar hugmyndir og ef til vill getur þú nýtt einhverja þeirra. Bara það að senda reglulega hugulsöm skilaboð, til dæmis í gegnum messenger, tölvupóst, eða með því að hringja, getur gert meira en þig grunar. Gott er að taka fram að þú skiljir ef viðkomandi hefur ekki orku til að svara þér. Að bjóðast til að sækja barn/börn í skólann eða að gera eitthvað skemmtilegt með þeim getur verið mikil aðstoð. Stundum taka vinahópar sig til um ákveðið tímabil og skiptast á að færa fjölskyldunni mat einhvern dag eða daga í vikunni. Oft er orkan og einbeitingin til að framkvæma verk sem eru hluti af daglegu lífi af skornum skammti og á það bæði við þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans. Það getur því, til dæmis, verið mikil hjálp í að bjóðast til að versla í matinn, þrífa bílinn eða fara með hann í skoðun. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan og ekki síst þegar henni fylgir góður félagsskapur. Kannski gætir þú boðist til að fara reglulega með viðkomandi í göngutúr. Það er mikils virði fyrir þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans að næra gleðina og að hafa eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt. Bara það að skipuleggja bíóferð eða að fara á kaffihús getur gefið tilbreytingu í lífið og hjálpað viðkomandi að dreifa huganum. Fyrir vinnufélaga og vinahópa er hægt að skrifa uppbyggileg orð eða skilaboð á miða til viðkomandi sem allir setja í eina krukku til dæmis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig.“ Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð. Það getur líka verið stórt og erfitt skref að þiggja hjálpina. Flestir segja að það að finna samhug og stuðning frá nærumhverfinu hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra og gefi styrk til að takast á við aðstæðurnar. Að sama skapi getur það verið erfið og íþyngjandi reynsla fyrir viðkomandi að upplifa ekki stuðning frá fólki sem væntingar voru um að yrðu til staðar. Sú upplifun hefur oft áhrif á samskiptin og tengslin til frambúðar. Oft tjáir fólk sig um að það hafi komið á óvart hverjir voru til staðar í veikindunum en líka hverjir voru það ekki. Vert er að hafa í huga að krabbamein hefur áhrif á alla fjölskylduna og oftast hafa bæði sá sem hefur greinst, maki og aðrir fjölskyldumeðlimir þörf fyrir samhug og stuðning frá umhverfinu. Ef einhver sem þér er annt um hefur greinst með krabbamein eða er náinn aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein gæti verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Skoðaðu hvernig þér líður. Er eitthvað að valda þér óöryggi eða vanlíðan varðandi samskipti við viðkomandi eftir að krabbameinið greindist? Oft kann fólk vel að meta einlægni á borð við: „Ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Okkur hættir stundum til að reyna að lesa í það hvað einstaklingurinn er að hugsa. Oft er betra að spyrja viðkomandi beint hvers hann þarfnast og hvernig honum finnst best að hafa hlutina. Vert er að hafa í huga að þarfirnar geta breyst frá einum tíma til annars. Á hvaða hátt sérðu fyrir þér að geta orðið að liði eða stutt við viðkomandi? Mikilvægt er að þú finnir þín mörk varðandi hve mikið svigrúm þú telur þig hafa og ætlir þér ekki um of. Yfirleitt er fólk ekki að biðja um að þú segir eitthvað til að því líði betur. Oft er besta gjöfin að hlusta og sýna skilning án þess að reyna að breyta líðan viðkomandi með of mikið af lausnum og ráðum. Forðastu að gefa ráðleggingar eða að bera reynslu viðkomandi saman við reynslu annarra sem þú þekkir nema að biðja um leyfi fyrir því áður. Við sem störfum sem faglegir ráðgjafar hjá Krabbameinsfélaginu heyrum oft fallegar sögur af því á hvaða hátt vinir og ættingjar eru til staðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hér koma nokkrar hugmyndir og ef til vill getur þú nýtt einhverja þeirra. Bara það að senda reglulega hugulsöm skilaboð, til dæmis í gegnum messenger, tölvupóst, eða með því að hringja, getur gert meira en þig grunar. Gott er að taka fram að þú skiljir ef viðkomandi hefur ekki orku til að svara þér. Að bjóðast til að sækja barn/börn í skólann eða að gera eitthvað skemmtilegt með þeim getur verið mikil aðstoð. Stundum taka vinahópar sig til um ákveðið tímabil og skiptast á að færa fjölskyldunni mat einhvern dag eða daga í vikunni. Oft er orkan og einbeitingin til að framkvæma verk sem eru hluti af daglegu lífi af skornum skammti og á það bæði við þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans. Það getur því, til dæmis, verið mikil hjálp í að bjóðast til að versla í matinn, þrífa bílinn eða fara með hann í skoðun. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan og ekki síst þegar henni fylgir góður félagsskapur. Kannski gætir þú boðist til að fara reglulega með viðkomandi í göngutúr. Það er mikils virði fyrir þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans að næra gleðina og að hafa eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt. Bara það að skipuleggja bíóferð eða að fara á kaffihús getur gefið tilbreytingu í lífið og hjálpað viðkomandi að dreifa huganum. Fyrir vinnufélaga og vinahópa er hægt að skrifa uppbyggileg orð eða skilaboð á miða til viðkomandi sem allir setja í eina krukku til dæmis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun