Staða lóðamála í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 6. júní 2023 07:31 Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar