Hver mun sinna þér? Sandra B. Franks skrifar 5. júní 2023 10:00 Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun