Ég er óábyrgur! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2023 08:01 …samkvæmt borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík vegna ummæla minna um fyrirhugaða byggð sem mun valda óafturkræfri eyðileggingu á náttúru í Skerjafirði. Skerjafjörður – ósnortin strandlengja í Reykjavík Förum nánar yfir málið. Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. Oft eru það tilbúin svæði en það þykir alveg sérstakt ef um er að ræða ósnortin svæði innan borgarmarka svo ekki sé talað um ef viðkomandi svæði er ríkt af dýralífi eins og er í tilfelli Skerjafjarðar. Formaður Fuglaverndar lýsir þessu með þeim orðum í viðtali á Vísir.is að áform borgarinnar um landfyllingu í Skerjafirði minni á; „Ævintýri H. C. Andersen“ þegar Kínakeisari lét aflífa næturgalann og lét byggja fyrir sig nýjan upptrekktan fugl í staðinn. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur í fréttinni. Umsagnir Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar Meirihlutinn í Reykjavík vill koma fyrir meira byggingarmagni í Skerjafirðinum og í þeim tilgangi er fyrirhugað að gera 4,3 ha. landfyllingu á um 700 metra kafla um 100 metra út í sjó. Landfyllingin mun að mati opinberra fagaðila hafa umtalsverð umhverfisáhrif á leirur, fjörulíf og líffræðilega fjölbreytni. Nýleg úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sýnir að aðgengi þeirra Íslendinga sem búa á þéttbýlissvæðum að grænum svæðum er slæmt í samanburði við önnur OECD ríki. Þannig eru einungis 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis skilgreind sem græn svæði, en meðaltal OECD-landanna er um 17%. Umhverfisstofnun hefur bent á að landfyllingin muni auk þess hafa neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að því leyti að þangbreiður sem binda koldíoxíð munu skerðast. Þá bendir stofnunin á að samkvæmt lögum um náttúruvernd beri að forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra sem falla undir 61. gr. laga nr. 60/2013 nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Enn fremur leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að Skerjafjörður sé eitt þeirra svæða sem verði sett á B- hluta náttúruminjaskrár. Þá segir í áliti Náttúrufræðistofnunar: „Það er því mat Náttúrufræðistofnunar að vel megi þétta byggð þó ekki sé um leið gengið enn frekar á fjörur og lífríki þeirra í Reykjavík. Ef markmið um þéttingu byggðar, Nýja Skerjafjarðar, er eyðilegging núverandi Skerjafjarðar þá þarf að hugsa skipulagmál á svæðinu og annarsstaðar upp á nýtt.“ Ljóst er að áform um landfyllingu er í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans í borgarstjórn um að hlúa eigi að grænum svæðum og vernda eigi líffræðilega fjölbreytni. Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans. Hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
…samkvæmt borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík vegna ummæla minna um fyrirhugaða byggð sem mun valda óafturkræfri eyðileggingu á náttúru í Skerjafirði. Skerjafjörður – ósnortin strandlengja í Reykjavík Förum nánar yfir málið. Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. Oft eru það tilbúin svæði en það þykir alveg sérstakt ef um er að ræða ósnortin svæði innan borgarmarka svo ekki sé talað um ef viðkomandi svæði er ríkt af dýralífi eins og er í tilfelli Skerjafjarðar. Formaður Fuglaverndar lýsir þessu með þeim orðum í viðtali á Vísir.is að áform borgarinnar um landfyllingu í Skerjafirði minni á; „Ævintýri H. C. Andersen“ þegar Kínakeisari lét aflífa næturgalann og lét byggja fyrir sig nýjan upptrekktan fugl í staðinn. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur í fréttinni. Umsagnir Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar Meirihlutinn í Reykjavík vill koma fyrir meira byggingarmagni í Skerjafirðinum og í þeim tilgangi er fyrirhugað að gera 4,3 ha. landfyllingu á um 700 metra kafla um 100 metra út í sjó. Landfyllingin mun að mati opinberra fagaðila hafa umtalsverð umhverfisáhrif á leirur, fjörulíf og líffræðilega fjölbreytni. Nýleg úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sýnir að aðgengi þeirra Íslendinga sem búa á þéttbýlissvæðum að grænum svæðum er slæmt í samanburði við önnur OECD ríki. Þannig eru einungis 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis skilgreind sem græn svæði, en meðaltal OECD-landanna er um 17%. Umhverfisstofnun hefur bent á að landfyllingin muni auk þess hafa neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að því leyti að þangbreiður sem binda koldíoxíð munu skerðast. Þá bendir stofnunin á að samkvæmt lögum um náttúruvernd beri að forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra sem falla undir 61. gr. laga nr. 60/2013 nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Enn fremur leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að Skerjafjörður sé eitt þeirra svæða sem verði sett á B- hluta náttúruminjaskrár. Þá segir í áliti Náttúrufræðistofnunar: „Það er því mat Náttúrufræðistofnunar að vel megi þétta byggð þó ekki sé um leið gengið enn frekar á fjörur og lífríki þeirra í Reykjavík. Ef markmið um þéttingu byggðar, Nýja Skerjafjarðar, er eyðilegging núverandi Skerjafjarðar þá þarf að hugsa skipulagmál á svæðinu og annarsstaðar upp á nýtt.“ Ljóst er að áform um landfyllingu er í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans í borgarstjórn um að hlúa eigi að grænum svæðum og vernda eigi líffræðilega fjölbreytni. Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans. Hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun