Vopnin kvödd Friðrik Jónsson skrifar 30. maí 2023 10:32 Fyrir tveimur árum tók ég við embætti formanns BHM og talaði fjálglega um markmið næstu 20 mánaða. Það var ekki allt sem náðist en margt. Hafin var vegferð innri endurbóta og stefnumörkunar, en hvernig til tókst læt öðrum eftir að meta. BHM náði þeim merka árangri að vera nokkuð samstíga inn í kjarasamninga síðasta vetrar. Kynnt voru sameiginleg markmið fyrir kjaraviðræður - Jafnréttissamningurinn sem var gæfuskref sem hafði áhrif langt út fyrir raðir BHM. Prósentuhækkanir spiluðu stærra hlutverk í kjarasamningum á almennum markaði en áður fyrir tilstilli BHM að verulegu leyti. Við þorðum einfaldlega loks að segja upphátt, hátt og snjallt, að nóg væri komið af krónutöluklandri. Rammasamkomulag sem BHM leiddi myndaði svo grunn nýrra kjarasamninga og hafin var vegferð um jöfnun launa á milli markaða eftir sjö ára vinnu. Flestum samningum aðildarfélaga við opinbera launagreiðendur var jafnframt lokið á tilsettum tíma. Af þessum árangri er ég stoltur, en er jafnframt hugsi yfir þeim áskorunum sem bíða. Krefjandi samningar fram undan Fram undan eru langtímasamningar á almennum- og opinberum vinnumarkaði en sagan hefur kennt okkur að opinberi markaðurinn er oft meiri áskorun en hinn almenni. Ástæðan er margþætt en má að miklu leyti rekja til þess virðingarleysis sem opinberu stéttarfélögunum er sýnt í samningum. Afstaða helstu viðsemjenda er oft eins og að stéttarfélögin á opinbera vinnumarkaðnum hafi varla sjálfstæðan samningsrétt. Tönnlast er á niðurstöðu svokallaðra stefnumótandi kjarasamninga á almennum markaði og stéttarfélögum gert að aðlaga svokallað merki markaðar að launatöflum þó jafnan sé erfitt að átta sig á hvert hið meinta merki er í raun og veru. Í þessum kjarasamningum var það meðal annars sameiginlegur skilningur heildarsamtaka og opinberra launagreiðenda að kostnaðarmat samninga á opinbera markaðnum yrði svipað og á almennum markaði. Mestur tími fór í að aðlaga launatöflur að sömu reglum og mörkuðu samninga á almennum markaði. Þetta gengur ekki til framtíðar enda lýtur launasetning öðrum lögmálum á opinbera markaðnum en á hinum almenna. Skýrasta dæmið um þetta var svokallað hámark krónutöluhækkana sem miðað var við 66 þúsund krónur. Þetta er dyggðaskreyting sem er skaðleg fyrir opinbera markaðinn en skaðlaus á hinum almenna þar sem frjáls launasetning ríkir. Hámarkið gerir að verkum að hámenntað fólk á opinbera markaðnum fær allt niður í 5% launahækkun í 10% verðbólgu! Allir nema æðstu embættismenn. Samkvæmt forsætisráðherra stefnir í um 6,3% launahækkun hjá þeim þann 1. júlí næstkomandi. Þar sem það verður án hámarks mun launahækkun ráðherra og ráðuneytisstjóra verða vel á annað hundrað þúsund. Sem dæmi má nefna mun Forseti Alþingis hækka um rúmar 140 þúsund á mánuði. Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að þetta verði niðurstaðan. Ég uni æðstu embættismönnum þessarar hækkunar, en finn óneitanlega fyrir ákveðinni biturð yfir því að hafa þrástaglast á því við samninganefnd ríkisins frá því fyrir jól að þetta hámark væri órökrétt og ósanngjarnt, ekki síst í ljósi þess að ekkert slíkt hámark myndi gilda um æðstu og hæst launuðustu starfsmenn hins opinbera, en hafa ekki haft árangur sem erfiði. En gott og vel. Augljóslega þarf aldrei að ræða þetta hámark aftur og línan er skýr fyrir samninga næsta vetrar: hreinar prósentuhækkanir án krónutöluhámarks. Hámarkið var enda lítið annað en dekur við það forystufólk stéttarfélaga á almennum markaði sem sjá ofsjónum yfir því að menntun á opinbera markaðnum sé metin til launa. Óneitanlega er sérkennilegt að hið opinbera sé að taka undir með þannig pópulískum áherslum. Verkalýðshreyfingin taki virkari þátt í hagrænni umræðu Verkalýðshreyfingin þarf að taka virkari þátt í hagrænni umræðu en verið hefur. Halda áfram að tala um orsakir verðbólgu á breiðum grunni t.d. hagnaðardrifnu verðbólguna. Hreyfingin þarf líka að vera óhrædd við að eiga opinskátt samtal um þá hagrænu þætti sem marka svigrúm til launahækkana og gagnrýna einsleitar skýringar atvinnulífsins. Það verður þá að teljast stórmerkilegt að íslenskar launþegahreyfingar gefi stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu og frekari opnun fyrir alþjóðaviðskiptum ekki meiri og betri gaum. Gleymum því ekki að stóra lífsgæðastökkið á Íslandi hófst þegar við gengum inn í EES fyrir fyrir um 30 árum síðan. Svigrúm til frekari umbóta er til staðar og stórir hagsmunir undir. Gjaldmiðillinn og gengisstöðugleikinn; vaxtastefna og fjármagnskostnaður. Betri kjör og lægra verð í bankastarfsemi, tryggingastarfsemi, heild- og smásölu. Meiri ábati en nokkur kjarasamningur gæti fært launafólki! Verkalýðshreyfingin hefur hér brugðist hlutverki sínu. Verkalýðshreyfingin þarf að horfast í augu við eigin vanda Hreyfingin þarf að vera óhrædd við að taka samtalið við stjórnvöld um framtíð hennar. Staðreyndin er sú að áhugi almennings á stéttarfélögum fer þverrandi og lýðræðislegt umboð stéttarfélaga er sótt til minnihluta félagsfólks. Hreyfingin hefur yfir sér yfirbragð átaka og og deila má um raunverulegt umboð forystufólks til að halda á lofti kröfum, sem sumar orka tvímælis. Margir hafa þá réttmætar áhyggjur af sjóðasöfnun utan verkfallssjóða og sérstaklega á þeim sviðum sem með réttu ættu einfaldlega að vera hluti af almannatryggingum. Það má ekki verða svo að stéttarfélögin telji skylduaðild sjálfgefna til framtíðar og að þarfir kerfisins verði í fyrirrúmi, umfram þarfir félagsfólksins. Opinberi markaðurinn þarf líka að horfast í augu við það að samtalið verður tekið starfs- og lagaumhverfi opinberra starfsmanna með eða á þeirra aðkomu. Það er hinn kaldi veruleiki. Fleira sem sameinar verkalýðshreyfinguna en sundrar Framtíð háskólamenntaðra á Íslandi er mér hugleikin á þessum tímamótum. Staðreyndin er sú að þúsundir háskólamenntaðra eiga aðild að stéttarfélögum sem eru utan BHM. Mörg þessi stéttarfélög tala nær aldrei um hagsmuni háskólamenntaðra og millistéttarinnar. Sum vinna beinlínis gegn hagsmunum þeirra. Það skiptir máli í framtíðinni að verkalýðshreyfingin finni leiðir til að koma í veg fyrir röð kjarasamninga sem draga munu enn frekar úr hvata til náms og hvata fyrir sérfræðinga að gera Ísland að sinni heimahöfn. Röð kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir og hámark eru hafðar í öndvegi mun rýra kaupmátt og draga úr hvata til menntunar. Gleymum ekki að við búum í umhverfi þar prósenturnar ráða för í útgjöldum, skattkerfi, verðbólgu og verðlagsmælingum. Mestu máli skiptir þó að verkalýðshreyfingin finni leiðir til að slíðra sverðin og hafa hagsmuni félagsfólks í öndvegi. Við sem saman leiddum heildarsamtök á opinberum vinnumarkaði í vetur höfum sýnt að samstarf og samstarf stéttarfélaga og heildarsamtaka getur bæði gengið vel og verið gríðarlega dýrmætt. Það er sannarlega fleira sem sameinar verkalýðshreyfinguna en sundrar. Óska ég öllum þeim sem valist hafa til forystu á þeim vettvangi góðs gengis í verkefnunum fram undan. Sérstaklega nýjum formanni BHM, Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem ég hef nú afhent minn atgeir í baráttunni fyrir betri kjörum fyrir umbjóðendur BHM. Höfundur er nú fyrrum formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Friðrik Jónsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók ég við embætti formanns BHM og talaði fjálglega um markmið næstu 20 mánaða. Það var ekki allt sem náðist en margt. Hafin var vegferð innri endurbóta og stefnumörkunar, en hvernig til tókst læt öðrum eftir að meta. BHM náði þeim merka árangri að vera nokkuð samstíga inn í kjarasamninga síðasta vetrar. Kynnt voru sameiginleg markmið fyrir kjaraviðræður - Jafnréttissamningurinn sem var gæfuskref sem hafði áhrif langt út fyrir raðir BHM. Prósentuhækkanir spiluðu stærra hlutverk í kjarasamningum á almennum markaði en áður fyrir tilstilli BHM að verulegu leyti. Við þorðum einfaldlega loks að segja upphátt, hátt og snjallt, að nóg væri komið af krónutöluklandri. Rammasamkomulag sem BHM leiddi myndaði svo grunn nýrra kjarasamninga og hafin var vegferð um jöfnun launa á milli markaða eftir sjö ára vinnu. Flestum samningum aðildarfélaga við opinbera launagreiðendur var jafnframt lokið á tilsettum tíma. Af þessum árangri er ég stoltur, en er jafnframt hugsi yfir þeim áskorunum sem bíða. Krefjandi samningar fram undan Fram undan eru langtímasamningar á almennum- og opinberum vinnumarkaði en sagan hefur kennt okkur að opinberi markaðurinn er oft meiri áskorun en hinn almenni. Ástæðan er margþætt en má að miklu leyti rekja til þess virðingarleysis sem opinberu stéttarfélögunum er sýnt í samningum. Afstaða helstu viðsemjenda er oft eins og að stéttarfélögin á opinbera vinnumarkaðnum hafi varla sjálfstæðan samningsrétt. Tönnlast er á niðurstöðu svokallaðra stefnumótandi kjarasamninga á almennum markaði og stéttarfélögum gert að aðlaga svokallað merki markaðar að launatöflum þó jafnan sé erfitt að átta sig á hvert hið meinta merki er í raun og veru. Í þessum kjarasamningum var það meðal annars sameiginlegur skilningur heildarsamtaka og opinberra launagreiðenda að kostnaðarmat samninga á opinbera markaðnum yrði svipað og á almennum markaði. Mestur tími fór í að aðlaga launatöflur að sömu reglum og mörkuðu samninga á almennum markaði. Þetta gengur ekki til framtíðar enda lýtur launasetning öðrum lögmálum á opinbera markaðnum en á hinum almenna. Skýrasta dæmið um þetta var svokallað hámark krónutöluhækkana sem miðað var við 66 þúsund krónur. Þetta er dyggðaskreyting sem er skaðleg fyrir opinbera markaðinn en skaðlaus á hinum almenna þar sem frjáls launasetning ríkir. Hámarkið gerir að verkum að hámenntað fólk á opinbera markaðnum fær allt niður í 5% launahækkun í 10% verðbólgu! Allir nema æðstu embættismenn. Samkvæmt forsætisráðherra stefnir í um 6,3% launahækkun hjá þeim þann 1. júlí næstkomandi. Þar sem það verður án hámarks mun launahækkun ráðherra og ráðuneytisstjóra verða vel á annað hundrað þúsund. Sem dæmi má nefna mun Forseti Alþingis hækka um rúmar 140 þúsund á mánuði. Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að þetta verði niðurstaðan. Ég uni æðstu embættismönnum þessarar hækkunar, en finn óneitanlega fyrir ákveðinni biturð yfir því að hafa þrástaglast á því við samninganefnd ríkisins frá því fyrir jól að þetta hámark væri órökrétt og ósanngjarnt, ekki síst í ljósi þess að ekkert slíkt hámark myndi gilda um æðstu og hæst launuðustu starfsmenn hins opinbera, en hafa ekki haft árangur sem erfiði. En gott og vel. Augljóslega þarf aldrei að ræða þetta hámark aftur og línan er skýr fyrir samninga næsta vetrar: hreinar prósentuhækkanir án krónutöluhámarks. Hámarkið var enda lítið annað en dekur við það forystufólk stéttarfélaga á almennum markaði sem sjá ofsjónum yfir því að menntun á opinbera markaðnum sé metin til launa. Óneitanlega er sérkennilegt að hið opinbera sé að taka undir með þannig pópulískum áherslum. Verkalýðshreyfingin taki virkari þátt í hagrænni umræðu Verkalýðshreyfingin þarf að taka virkari þátt í hagrænni umræðu en verið hefur. Halda áfram að tala um orsakir verðbólgu á breiðum grunni t.d. hagnaðardrifnu verðbólguna. Hreyfingin þarf líka að vera óhrædd við að eiga opinskátt samtal um þá hagrænu þætti sem marka svigrúm til launahækkana og gagnrýna einsleitar skýringar atvinnulífsins. Það verður þá að teljast stórmerkilegt að íslenskar launþegahreyfingar gefi stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu og frekari opnun fyrir alþjóðaviðskiptum ekki meiri og betri gaum. Gleymum því ekki að stóra lífsgæðastökkið á Íslandi hófst þegar við gengum inn í EES fyrir fyrir um 30 árum síðan. Svigrúm til frekari umbóta er til staðar og stórir hagsmunir undir. Gjaldmiðillinn og gengisstöðugleikinn; vaxtastefna og fjármagnskostnaður. Betri kjör og lægra verð í bankastarfsemi, tryggingastarfsemi, heild- og smásölu. Meiri ábati en nokkur kjarasamningur gæti fært launafólki! Verkalýðshreyfingin hefur hér brugðist hlutverki sínu. Verkalýðshreyfingin þarf að horfast í augu við eigin vanda Hreyfingin þarf að vera óhrædd við að taka samtalið við stjórnvöld um framtíð hennar. Staðreyndin er sú að áhugi almennings á stéttarfélögum fer þverrandi og lýðræðislegt umboð stéttarfélaga er sótt til minnihluta félagsfólks. Hreyfingin hefur yfir sér yfirbragð átaka og og deila má um raunverulegt umboð forystufólks til að halda á lofti kröfum, sem sumar orka tvímælis. Margir hafa þá réttmætar áhyggjur af sjóðasöfnun utan verkfallssjóða og sérstaklega á þeim sviðum sem með réttu ættu einfaldlega að vera hluti af almannatryggingum. Það má ekki verða svo að stéttarfélögin telji skylduaðild sjálfgefna til framtíðar og að þarfir kerfisins verði í fyrirrúmi, umfram þarfir félagsfólksins. Opinberi markaðurinn þarf líka að horfast í augu við það að samtalið verður tekið starfs- og lagaumhverfi opinberra starfsmanna með eða á þeirra aðkomu. Það er hinn kaldi veruleiki. Fleira sem sameinar verkalýðshreyfinguna en sundrar Framtíð háskólamenntaðra á Íslandi er mér hugleikin á þessum tímamótum. Staðreyndin er sú að þúsundir háskólamenntaðra eiga aðild að stéttarfélögum sem eru utan BHM. Mörg þessi stéttarfélög tala nær aldrei um hagsmuni háskólamenntaðra og millistéttarinnar. Sum vinna beinlínis gegn hagsmunum þeirra. Það skiptir máli í framtíðinni að verkalýðshreyfingin finni leiðir til að koma í veg fyrir röð kjarasamninga sem draga munu enn frekar úr hvata til náms og hvata fyrir sérfræðinga að gera Ísland að sinni heimahöfn. Röð kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir og hámark eru hafðar í öndvegi mun rýra kaupmátt og draga úr hvata til menntunar. Gleymum ekki að við búum í umhverfi þar prósenturnar ráða för í útgjöldum, skattkerfi, verðbólgu og verðlagsmælingum. Mestu máli skiptir þó að verkalýðshreyfingin finni leiðir til að slíðra sverðin og hafa hagsmuni félagsfólks í öndvegi. Við sem saman leiddum heildarsamtök á opinberum vinnumarkaði í vetur höfum sýnt að samstarf og samstarf stéttarfélaga og heildarsamtaka getur bæði gengið vel og verið gríðarlega dýrmætt. Það er sannarlega fleira sem sameinar verkalýðshreyfinguna en sundrar. Óska ég öllum þeim sem valist hafa til forystu á þeim vettvangi góðs gengis í verkefnunum fram undan. Sérstaklega nýjum formanni BHM, Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem ég hef nú afhent minn atgeir í baráttunni fyrir betri kjörum fyrir umbjóðendur BHM. Höfundur er nú fyrrum formaður BHM.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun