Hugsanavillan við hvalveiðar Sigmar Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 08:00 Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Sjá meira
Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun