Að drepa bandamenn sína Ágústa Þóra Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 07:30 Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hvalveiðar Mest lesið Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
(1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun