Skoðun

RÚV má hita sitt grill og éta sitt eigið snakk

Bergvin Oddsson skrifar

Ég var undrandi í gær þegar ég heyrði auglýsingu Ríkisútvarpsins um kynningu á Eurovisionkeppninni. Hitum upp grillin, græjurnar og tökum upp snakkið. Hér er stofnunin að hlutast til um hvað við Íslendingar eigum að borða og maula yfir Eurovisionkeppninni. 

Ég er sjálfur veitingamaður og sel pizzur og er ósáttur að RÚV sé að ýta undir ákveðna menningu um Eurovision og hafa áhrif á hvað fólk eigi að borða yfir söngvakeppninni. Ég er viss um að aðrir veitingamenn deili óánægju sinni með mér. 

Af hverju þarf RÚV að ákveða að fólk þurfi að grilla eða borða snakk? 

Ég er hér alls ekki að segja að RÚV hefði átt að segja borðum pizzur og grænmeti, það hefði ekkert verið betra. En hvað um það, við vitum öll að margir borða grænmeti, sælgæti, kjúklinga, asískan mat eða jafnvel mat frá því landi sem viðkomandi fjölskylda eða vinahópur heldur með í keppninni það árið.

RÚV á að skammast sín og taka þessa hlutdrægnu auglýsingu tafarlaust úr dagskrá næstu tvo dagana og vanda sig betur í framtíðinni.

Höfundur er veitingamaður í Vestmannaeyjum.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×