Stöndum öll saman Gylfi Þór Gíslason skrifar 1. maí 2023 08:31 Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun