Rétt að kjósa um Carbfix Davíð Arnar Stefánsson skrifar 28. apríl 2023 10:30 Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Vinstri græn Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun