Sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:30 Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins?
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar