Við gleymum oft því dýrmætasta: Tíma Ásta Möller Sívertsen skrifar 24. apríl 2023 07:01 Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða. Gæði í skólastarfi byggjast fyrst og fremst á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Leikskólakennarar voru rúmur fjórðungur starfsfólks sem starfaði í leikskólum landsins árið 2020 og meðalaldur starfandi leikskólakennara er hár. Lítill greinarmunur er gerður á hlutverkum og ábyrgð leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks, og ber umræða undanfarinna missera þess merki að skerpa þurfi á skilningi þess faglega starfs sem leikskólakennurum ber lögum samkvæmt að inna af hendi. Hlutfall ófaglærðs starfsfólks er hærra en hlutfall leikskólakennara og því ber ófaglært starfsfólk hitann og þungann af daglegu starfi leikskólans. Það er starfsfólk sem skortir oft fagþekkingu eða reynslu til að vinna með þarfir yngstu barnanna að leiðarljósi. Yngstu börnin eru viðkvæmur hópur, þau búa ekki yfir þroska til að geta tjáð sig um hlutskipti sitt. Flest þeirra koma beint úr fangi foreldra sinna í leikskólann. Þar eiga þau rétt á umönnun, virðingu, sem og menntun sem hæfir aldri þeirra, getu og áhugasviði hverju sinni. Foreldrar eru margir hverjir óöruggir og vilja börnum sínum allt það besta. Því er mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli starfsfólks leikskóla og foreldra og að allir vinni að sama markmiði, menntun og vellíðan barnanna. Yngstu börnin verja mestum meirihluta vökutíma síns í leikskólanum. Klukkan stýrir óhjákvæmilega skipulagi dagsins, en áhersla er gjarnan lögð á að daglegt starf taki mið af þörfum og áhugasviði barnanna. Fastir liðir eru frjáls leikur, útivera, matmálstímar og hvíld. Í amstri dagsins er mikilvægt að börnin fái ríkulegan tíma til daglegra athafna og sjálfshjálpar, til að mynda með því að veita þeim tækifæri til að æfa sig að klæða sig í og úr, að matartímar séu nýttir til samræðu og að sett séu orð á allar daglegar athafnir. Að öðrum kosti er hætt við að börnin fari á mis við mikilvæg tækifæri til náms og þroska í leikskólanum. Umræðan um skyndilausnir, til dæmis með því að ráða ófaglært fólk til starfa í leikskóla, byggir á vanþekkingu á þörfum yngstu barnanna, réttindum þeirra, mikilvægi leikskólakennara og lögbundnu hlutverki leikskóla. Hlutverk leikskóla er að mæta þörf barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun, ekki að þjónusta atvinnulífið. Í leikskólanum eflast félagsleg samskipti barna í samskiptum þeirra við önnur börn og hlutverk leikskólakennara er meðal annars að styðja við og efla jákvæð samskipti barna á milli. Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni og án ófaglærðs starfsfólks væru leikskólar ekki starfræktir. Deildarstjórar hafa umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks á deildinni en líkt og fram hefur komið er tíminn oft af skornum skammti og starfsmannavelta undanfarinna ára hefur verið milli 23‒27%. Ég hóf störf í leikskóla sem ófaglærður starfsmaður. En ég heillaðist af starfinu og fór í nám sem veitti mér dýpri innsýn í menntun yngstu barnanna og efldi fagmennsku mína. Að ofansögðu er ljóst að í málefnum leikskólanna eru engar skyndilausnir til. Það þarf að meta menntun til mannsæmandi launa og bæta starfsaðstæður í leikskólum svo að ófaglært starfsfólk sjái hag sinn í að mennta sig til kennara. Auka þarf virðingu fyrir leikskólakennurum, faglegri þekkingu þeirra og reynslu. Fjölga þarf leikskólakennurum verulega, því ljóst er að fjöldi reynslumikilla leikskólakennara mun á komandi árum láta af störfum sökum aldurs. Þá er hætt við að leikskólinn uppfylli ekki skilyrði sem menntastofnun, sem hefur það hlutverk að mennta og hlúa að mikilvægustu einstaklingunum, sem eru yngstu börnin. Höfundur er leikskólakennari í ungbarnaleikskólanum Mánahvoli og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða. Gæði í skólastarfi byggjast fyrst og fremst á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Leikskólakennarar voru rúmur fjórðungur starfsfólks sem starfaði í leikskólum landsins árið 2020 og meðalaldur starfandi leikskólakennara er hár. Lítill greinarmunur er gerður á hlutverkum og ábyrgð leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks, og ber umræða undanfarinna missera þess merki að skerpa þurfi á skilningi þess faglega starfs sem leikskólakennurum ber lögum samkvæmt að inna af hendi. Hlutfall ófaglærðs starfsfólks er hærra en hlutfall leikskólakennara og því ber ófaglært starfsfólk hitann og þungann af daglegu starfi leikskólans. Það er starfsfólk sem skortir oft fagþekkingu eða reynslu til að vinna með þarfir yngstu barnanna að leiðarljósi. Yngstu börnin eru viðkvæmur hópur, þau búa ekki yfir þroska til að geta tjáð sig um hlutskipti sitt. Flest þeirra koma beint úr fangi foreldra sinna í leikskólann. Þar eiga þau rétt á umönnun, virðingu, sem og menntun sem hæfir aldri þeirra, getu og áhugasviði hverju sinni. Foreldrar eru margir hverjir óöruggir og vilja börnum sínum allt það besta. Því er mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli starfsfólks leikskóla og foreldra og að allir vinni að sama markmiði, menntun og vellíðan barnanna. Yngstu börnin verja mestum meirihluta vökutíma síns í leikskólanum. Klukkan stýrir óhjákvæmilega skipulagi dagsins, en áhersla er gjarnan lögð á að daglegt starf taki mið af þörfum og áhugasviði barnanna. Fastir liðir eru frjáls leikur, útivera, matmálstímar og hvíld. Í amstri dagsins er mikilvægt að börnin fái ríkulegan tíma til daglegra athafna og sjálfshjálpar, til að mynda með því að veita þeim tækifæri til að æfa sig að klæða sig í og úr, að matartímar séu nýttir til samræðu og að sett séu orð á allar daglegar athafnir. Að öðrum kosti er hætt við að börnin fari á mis við mikilvæg tækifæri til náms og þroska í leikskólanum. Umræðan um skyndilausnir, til dæmis með því að ráða ófaglært fólk til starfa í leikskóla, byggir á vanþekkingu á þörfum yngstu barnanna, réttindum þeirra, mikilvægi leikskólakennara og lögbundnu hlutverki leikskóla. Hlutverk leikskóla er að mæta þörf barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun, ekki að þjónusta atvinnulífið. Í leikskólanum eflast félagsleg samskipti barna í samskiptum þeirra við önnur börn og hlutverk leikskólakennara er meðal annars að styðja við og efla jákvæð samskipti barna á milli. Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni og án ófaglærðs starfsfólks væru leikskólar ekki starfræktir. Deildarstjórar hafa umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks á deildinni en líkt og fram hefur komið er tíminn oft af skornum skammti og starfsmannavelta undanfarinna ára hefur verið milli 23‒27%. Ég hóf störf í leikskóla sem ófaglærður starfsmaður. En ég heillaðist af starfinu og fór í nám sem veitti mér dýpri innsýn í menntun yngstu barnanna og efldi fagmennsku mína. Að ofansögðu er ljóst að í málefnum leikskólanna eru engar skyndilausnir til. Það þarf að meta menntun til mannsæmandi launa og bæta starfsaðstæður í leikskólum svo að ófaglært starfsfólk sjái hag sinn í að mennta sig til kennara. Auka þarf virðingu fyrir leikskólakennurum, faglegri þekkingu þeirra og reynslu. Fjölga þarf leikskólakennurum verulega, því ljóst er að fjöldi reynslumikilla leikskólakennara mun á komandi árum láta af störfum sökum aldurs. Þá er hætt við að leikskólinn uppfylli ekki skilyrði sem menntastofnun, sem hefur það hlutverk að mennta og hlúa að mikilvægustu einstaklingunum, sem eru yngstu börnin. Höfundur er leikskólakennari í ungbarnaleikskólanum Mánahvoli og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar