Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Bragi Þór Thoroddsen skrifar 19. apríl 2023 07:31 Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. Starfshópurinn var skipaður nokkrum valinkunnum sveitarstjórnarfulltrúum, bæði pólitískt og ópólitískt eftir því sem það nær. Og svo hluta til starfsmönnum viðkomandi ráðuneytis - Innviðaráðuneyti. Yfirskrift verkefnis er einföldun og gagnsæi regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélga. Það hefur verið það sama og á 10. áratug sl. aldar í þann tíð þegar sveitarfélög landsins töldu á þriðja hundrað. Margt hefur breyst síðan, en málefni grunnskóla landsins hafa flust til sveitarfélaga auk þess sem málaflokkur fatlaðra sömu leiðis er nú meðal lögboðinna verkefna sveitarfélaga. Sveitarfélög telja nú (enn) 64. Tíðin er önnur og … breyttir tímar. En veruleikinn hefur samt sem áður ekki breyst meira en það að fjárþörf sveitarfélaga til að sinna lögboðnum verkefnum (sem liggja nærri 80) er með því móti að sífellt erfiðara verður að fjármagna og sinna málunum með því rekstrarfé sem sveitarfélög hafa úr að spila gegnum útsvar og fasteignaskatt – helstu tekjustofna sveitarfélaga. Aðrir tekjustofnar þeirra eru þjónustugjöld og má það útvíkkast með rekstri B-hluta þar sem liggja ýmis fyrirtæki og þjónustustofnanir sem sinna öðrum verkefnum. Það er misjafnt hvernig afkoma þeirra er enda eru þar alls konar hlutir í bland. Það er allt frá því að reka tjaldstæði yfir í fráveitur og aðveitur, samgöngustofnanir o.fl. Staða sveitarfélaga í þessari flóru, nú 64 sveitarfélaga, er misjöfn eins og þau eru mörg. Sveitarfélög eru allt frá nokkrum tugum manna á afskekktu landssvæði yfir í Reykjavíkurborg með 135.688 íbúa þann 1. janúar 2022. Stærstur hluti mannfjölda Íslands er samankominn með lögheimili á SV-horni landsins og þar er þjónusta mest burtséð frá lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga. Eðli málsins samkvæmt er þar að finna Alþingi, öll ráðuneytin, helstu ríkisstofnanir og nánast alla umsýslu “hins opinbera” og nýtur SV-hornið þess í tekjum og aðstöðu umfram aðra landshluta. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur frá öndverðu gert ráð fyrir Reykjavík sem núll punkti þegar kemur að “jöfnun” og er það til áratuga. Í fyrstu var þetta lítil skrifstofa eða nokkrar skúffur á einni skrifstofu þar sem einhver ölmusa var send út á land eftir heimsókn fulltrúa í flugi eða bíl með skjalatösku. Síðan breytast tímarnir og verkefnin verða flóknari og miðlægt kerfi með nokkuð öflugan her manna heldur utan um reiknilíkan sem geymir breytur sem eru ekki nema á færi skörpustu manna að skilja. Og sveitarfélögin bíða misspent að sjá útkomuna í spá og svo endanlegri úthultun í árslok. Það er um sama leyti og verið er að berja saman fjárhagsáætlun sveitarfélaga saman lögum samkvæmt. Á einhverjum tímapunkti var það ákveðið að ákveðið hlutfall af efnahag landsins í prósentum talið auk afkomu sveitarfélaga rynni til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til úthlutunar til jaðarsettari byggða og þeirra byggða sem ekki nutu þess háttar aðstöðu sem stiklað var á stóru hér framar í texta, höfðu ekki Alþingi og umsvif ríkis eða alla þá þjónustu sem leiðir til þess að afkoma fæst með aðstöðugjöldum. Með nokkrum breytum í áranna rás hefur þetta tekið á sig þá mynd að taka mið af útgjöldum, fjarlægðum innan sveitarfélags, tekjuöflunarmöguleikum og raunvirði fasteigna (eða fasteignastofni) og auk þessa samsetningu nemenda og barna í þeim dreifðu byggðum sem þiggja áttu jöfnunina. Fyrirgefið mér Akurreyrarbær, en þið eruð líka landsbyggð og aðeins jaðarsett frá SV-horni landsins. Þannig var þetta hugsað og framkvæmt til margra áratuga með einni eða annari helgun og var þetta, kannski ekki í fullkominni sátt, en nokkuð skilvirkt kerfi sem hélt sveitarfélögum misvel gangandi. Alls konar ytri aðstæður hafa haft áhrif á úthlunir sjóðsins og þær hafa ekki verið í tómarúmi – þ.e. regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þetta kerfi á systurstofnanir á Norðurlöndunum og víðar, jöfnun með einum eða öðrum hætti – með samningum og áætlunum eða öðru formi. Þetta á þó sammerkt að taka mið af því að ekki sitja allir við sama borð þegar kemur að möguleikum til tekjuöflunar og þjónustu sem þykir þó sjálfsögð í flestum þeim samfélögum sem við miðum okkur við. Það á við grunnþjónustu og samgöngur, innviði á borð við fjarskipti og orkuöflun og deilingu. Svona kerfi hlýtur að vera einhvers konar öfugur pýramídi þar sem SV-horn landsins trónir yfir og jafnað niður á við eftir því hversu byggðin er dreifðari og fjarlægari björgum og þjónustu og innviðum. Auðvitað koma þarna inn annars konar breytur sem fyrr er getið og fjöldi vinnandi handa gagnvart kerfinu hefur áhrif og fjöldi barna og uppeldi frá leikskóla fram á sjálfræðisaldur og þjónustuþörf þeirra. Og fleira kemur til. Það er hins vegar nýtt eða nýlegt að setja inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þá pólitísku sýn að sveitarfélög eigi að vera svo og svo stór hvað varðar mannfjölda og keppa að því öllum árum að halda fjölda þeirra í lágmarki. Það er pólitísk sýn og hefur ekkert með jöfnun tekna og tekjumöguleika að gera. Það hefur hins vegar verið reynt í nokkrum atrennum að breyta þessu öllu, þ.e. regluverki og úthlutunum sjóðsins, en það mætt andstöðu eða liðið fyrir samstöðuleysi á Alþingi og skiptar skoðanir. En nú í seinni tíð hafa einnig ratað inn raddir sem hafa haft áhrif um það að tekjunum sé “ofjafnað” í garð einhverra og kenna afkomu þeirra sem ekki fá eða ráða illa við þá gerð sveitarfélaga sem pólitísk sýn öðru fremur hafði áhrif á að móta. Það hefur nefnilega verið allt frá 8. áratug sl. aldar verið keppt að fækkun sveitarfélaga og gerð nokkuð öflug atlaga að fjölda þeirra nokkuð óreglulega síðan. Jóhönnunnefnd, 100 daga nefnd og svo títtnefnd Grænbókarvinna frá síðustu ríkisstjórn árin 2018 og 2019 með brotlendingu í lagasetningu á sveitarfélög þar sem þvinga átti fram sameiningu með lagaboði. Eftir sitjum við með ákvæði um æskilega stærð sveitarfélga yfir 1000 manns en óljóst hvað gildir ef það er ekki, samkvæmt sveitarstjórnarlögum. En af hverju „mistókst“ að setja lög á sveitarfélög og gerð þeirra með Grænbók og framhaldinu? Líkast til vegna þess að þau sveitarfélög sem vegferðin beindist að tóku sig saman og mótmæltu og bentu á það a lagaumgjörðin, stjórnarskráin og Evrópuráðssáttmáli um sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga var þannig að þetta var bundið á ákveðinn klafa. Það má ekki gera þetta hvernig sem er. Og við fengum stuðning stærri sveitarfélaga og stuðningur innan Sambands íslenskra sveitarfélaga riðlaðist þegar ljóst var að kakan var ekki að stækka í Jöfnunarsjóðinum. Vegferðin sameining sveitarfélaga – grænbókarvinnan og sú sem fór fremur „sub“ en átti sér stað, hnaut um það að sveitarfélögin sjálf voru að fara að greiða fyrir þvingaðar sameiningar en framlag ríkisins varð alltaf meira og meira óljóst og fjarrænt. En það var fleira sem kom til. Lögmætisreglan kemur í veg fyrir það auk þess sem gildandi sveitarstjórnalög eru löðrandi í sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga til þess að ráða málefnum sínum sjálf. Inngangsorð sveitarstjórnarlaga boða ekkert annað en sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga fram og til baka, Evrópuráðssáttmálinn um sjálfsstjórnarréttinn og svo stjórnarskrá lýðveldisins Íslands – þessi gamla, góða. Það eru skorður og auðvelt að fótbrjóta sig í leggjabrjótinum settum lögum með markmiðsákvæðum, lögmætisreglu, jafnræðisreglu og öllum þeim leikreglum sem gilda um stjórnvöld og samskipti þeirra. Sveitarfélög eru nefnilega hliðsett stjórnvald við önnur innan stjórnskipan landsins og burtséð frá því að ráðherra sé yfir málaflokki sveitarfélaga. Áfram gilda um öll samskipti leikreglur sem varða alla stjórnsýslu og ákvarðanatöku, um rétt íbúa til þess að hafa síðasta orðið um sameiningu sveitarfélaga og þannig má áfram telja. En þá kveður við annan tón. Það er að fara þá leið, þó einhver reyni að bera í bætifláka við það, að ná til þessara sömu sveitarfélaga með Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við þessu varaði greinarhöfundur strax árið 2019, að það ætti að ná þessu fram sama hvað. Það er nefnilega þannig eftir áratugalöng samskipti og samspil þessara stjórnvalda, að stór hluti tekna margra sveitarfélaga er samofinn þessu regluverki – jöfnun tekna gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þetta er ekkert kristaltær lína, en margar af þeim breytum sem nú lenda inn í þessu nýja líkani fela þetta samt í sér. Það er of langt mál að telja það allt upp en það felur í sér meðal annars íbúasamsetningu sveitarfélaga enda hefur þarna ratað inn eitthvað sem vegur að sveitarfélögum þar sem íbúar eru eldri en ella og fámenni í skóla sem dæmi. Þetta kann að orka tvímælis að mótmæla því að það sé réttlátt, en þjónusta við eldri íbúa er ekkert alltaf ódýrari eða einfaldari í sniðum. Og auðvitað má um það deila hver þarf hvað og af hverju. Mantran núna er „ofjöfnun“ til ákveðinna sveitarfélaga sem atlagan er gerð að. Það er líka vegið að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga með þeim hætti að þau verði að botnnýta allar álögur til þess að koma til álita um að fá eitthvað úr sjóðnum. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga eigi ekki að “borga úr samtryggingarkerfi” niðurgreiðslu til þeirra sem ekki nota allar álögur sínar. Nú skal það sagt að sá sem þetta ritar hefur blendnar tilfinningar, enda ginnkeyptur fyrir góðum rökum. En það er nú einu sinni svo að þetta eru eitt af þeim tækjum sem sveitarfélög hafa val um hvernig álögum er stillt í botn eða hóf til þess að laða að sér íbúa. Sem dæmi erum við með ókeypis leikskóla hjá Súðavíkurhreppi fyrir alla undir ákveðnum formerkjum, enda erum við að reyna að vera fleiri og laða til okkar fólk sem vill búa hér af því að það sé gott. Þetta fengum við ýmist hrós fyrir af æðstu stöðum (viðurkenningu) sem sveitarfélag sem styður viðkvæman hóp fólks á kostnaðarsamasta og mest þroskandi skeiði ævi þeirra. En þetta er um leið hættulegt fordæmi, að mati sumra, að við séum að bjóða upp á slíkt ókeypis. En staðan er samt sú að við erum fá og þetta eru ekki stórir peningar fyrir frábæra þjónustu og eftir sem áður er rekstur þess leikskóla ekki dýrastur fyrir sveitarfélagið í samanburði við aðra sem rukka inn leikskólagjöld. En þetta er tvíeggjað sverð, það er okkur vel ljóst í Súðavíkurhreppi. En hvað með andmælin í umsagnarferlinu í samráðsgátt stjórnvalda. Auðvitað var það líka, þrátt fyrir að um 40 athugasemdir kæmu fram um frumvarp til breytinga á regluverki Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, að strax á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga (og jafnvel fyrr) var búið að afgreiða þær allar. Og það á þann hátt að auðvitað myndu þeir sem fá skerðinguna mótmæla og hinir fagna sem fengju aukningu. Það var auðvitað fyrirsjáanlegt, að þau sveitarfélög sem fyrir skerðingu verða eða fá verulega aukningu hafa mestan áhuga á málinu, eiga mest undir og höfðu að sjálfsögðu skoðun á. Hvar eru athugsemdir þeirra hinna, við erum jú 64 sveitarfélög og þetta stafar ekki allt frá þeim? Þetta er bara ekki svona einfalt, enda er það bara hluti þeirrar gagnrýni sem fram kom í athugasemdum en afgreiðir ekki allt hitt, það að fá skerðingu upp á tugi prósentna. Margt annað var bent á í innsendum athugasemdum (umsögnum). M.a. sú gagnrýni þess sem þetta ritar í umsögn – Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á ekki að beita til þess að ná fram pólitískum markmiðum – hann er Jöfnunarsjóður með sínum reglugerðum, samþykktum og lagaumgjörð. Beiting í annað en honum er ætlað til er brot á lögmætisreglu sem er samofin öllu okkar stjórnkerfi. Framkvæmd pólitískrar sýnar í dulbúningi ásamt því að ná til þeirra sem ekki botnnýta sínar álögur. Og að jafna betur til þeirra sem eru fjölkjarna sveitarfélög og standa höllum fæti fjárhagslega. Ergo – að bæta þeim það flókna verk sem fór alla vega að verða eitt sveitarfélag úr mörgum. Við erum ekkert undanskilin þessu hér í Súðavíkurhreppi, enda sameinað sveitarfélag úr þremur öðrum síns tíma. Okkur fækkaði bara umtalsvert á löngu tímabili. En af hverju er ég þá að fara ofan í allt þetta með þeirri nálgun sem ég geri? Jú, fyrst og fremst, það fer ekki alveg saman hljóð og mynd í þessu verki – yfirlýst markmið og sú fágæta en ágæta hliðarafurð að nokkuð mörg sveitarfélaga undir 1000 íbúa munu búa við erfiðan fjárhag eða einfaldlega ekki geta haldið úti starfsemi á eftir þar sem tekjur þeirra úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dragast mjög saman eða þurrkast út. Leyfi mér að vitna í texta sem rekur sig aftur til 125. löggjafarþings 1999-2000 – þskj. 375 – 275. mál, skýrslu forsætisráðherra um starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu – tilvinað um umfjöllun lögmætisreglu: […] Í lögmætisreglunni, sem minnst var á hér að framan, felast í raun tvenns konar undirreglur, annars vegar formregla og hins vegar heimildarregla (lagaáskilnaðarreglan).Samkvæmt formreglu lögmætisreglunnar mega ákvarðanir stjórnvalda ekki ganga í berhögg við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir svo dæmi séu tekin, en þessar réttarheimildir eru allar rétthærri ákvörðunum stjórnvalda. Ákvarðanir stjórnvalda mega því ekki að efni til vera andstæðar þeim almennu réttarreglum sem gilda um þau málefni er ákvörðun varðar. Brjóti ákvörðun í bága við lög er hún ólögmæt að efni til. Er almennt viðurkennt að slík ákvörðun sé ógildanleg.Samkvæmt heimildarreglu lögmætisreglunnar skulu ákvarðanir stjórnvalda almennt eiga sér heimild í lögum, þ.e. Alþingi verður að hafa veitt stjórnvöldum heimild með lögum til þess að taka ákvarðanir. Í kjarna þessarar reglu felst að stjórnvöld geta almennt ekki íþyngt borgurunum með ákvörðunum sínum nema hafa til þess viðhlítandi heimild í lögum. Þetta gildir raunar bæði um stjórnvaldsákvarðanir og almenn stjórnvaldsfyrirmæli, svo sem reglugerðir. Það er einkenni lýðræðisríkja og meginregla að íslenskum rétti að einstaklingar búi við athafnafrelsi. Að megistefnu til eru það einvörðungu hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi sem öðlast með kjöri sínu vald til þess að setja athafnafrelsi borgaranna skorður með lögum, þó innan þess ramma er stjórnarskrá setur. Stjórnvöld verða á hinn bóginn almennt að sækja valdheimildir sínar í þau lög sem þingið setur og geta almennt ekki upp á sitt eindæmi íþyngt borgurunum án atbeina Alþingis. Til einföldunar má því orða áhrif þessarar meginreglu svo að borgararnir megi gera hvaðeina sem ekki er bannað í lögum, en stjórnvöld geti einvörðungu íþyngt borgurunum með ákvörðunum sínum ef þau hafa til þess sérstaka heimild í lögum.[...] Hér skal því til haga haldið að greinarhöfundi er það ljóst að þetta er auðvitað um athafnir stjórnvalda, aðal áhyggjurnar voru að þau sem lægra eru á prikinu væru að fara á svig – en ráðherra og ráðuneyti er líka stjórnvald og athafnir í hans nafni lúta þessari reglu. Lögmætisregla er líka, samkvæmt skilningi undirritaðs, relga sem nær til lagasetningar í anda sínum, þ.e. að við setningu laga sé þess gætt að markmið laga endurspegli virkni þeirra og þau séu ekki sett um annað en þau raunverulega eiga að ná fram. Hér, pólitísk stefnumörkun um önnur stjórnvöld – hér sveitarfélög. Lagasetningunni er ætlað að ná utan um gerð sveitarfélaga og mannfjölda að baki og vannýtingu tekjustofna. Markmið laganna er ekki bara jöfnun á tekjumódeli og því sem sagt er að þau eigi að efni sínu að endurspegla – gagnsæi og einföldun regluverks Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Það er ekki hlutverkið þegar breytingar ganga í gegn á regluverki til jöfnunar tekna að keyra í gegn stefnumörkun um að hafa áhrif á mannfjölda að baki hverju sveitarfélagi. En það er gert fjárhagslega. Það var nefnilega aldrei samþykkt á Alþingi inn í sveitarstjórnarlög að sveitarfélög mættu ekki vera fámennari en 1000. Það er ákvörðun ráðherra og þeim öflum sem hvöttu hann í verkið að fara í þá pólitísku vegferð að reyna að fækka sveitarfélögum og einkum fámennum sveitarfélögum. Nú þegar opinberast að Samband íslenskra sveitarfélaga þvær hendur sínar af því að mestu er fróðlegt að fá upp hvaðan þetta stafar. Skýrsla Viðskiptaráðs nefndi þetta og víða hefur verið vitnað til skýrslna og rannsókna á sparnaði við stjórnsýslu með því að fækka þeim einingum. Eitthvað af þeim var opinberað í grænbókarvinnunni og greinargerð með frumvarpinu þegar ná átti fram sameiningum með lagaboði. Það er augljóst – færri stjórnsýslueiningar og lægri kostnaður af þeim. En það nær ekki lengra þar sem engar langtímarannsóknir liggja til grundvallar um þau sameinuðu sveitarfélög sem við höfum í dag og hvernig þeim hefur reitt af. Né sparnaðinum á leiðinni. Við erum nefnilega aðeins um fjórðungur í fjölda þess sem var á 10. áratug síðustu aldar. Ekki hefur minnkað það sem þarf umleikis í sjóðinn til þess að mæta þessum sveitarfélögum til að inna af hendi lögboðin verkefni, enda ljóst að ekki fækkaði verkefnunum. Ekki hefur sést í þessu öllu að sveitarfélögin standi betur fjárhagslega á eftir. Hvati minn að þessum skrifum er hættuleg þróun á sviði lagasetningar og samskipti stjórnvalda, ráðuneytis annars vegar og sveitarfélgs sem sjálfstæðs stjórnvalds. Brot á framangreindum leikreglum – starfsskilyrðum stjórnvalda eða samskiptum stjórnvalda – það gildiri einu. Með því að hafa áhrif á tekjur sveitarfélaga aka stjórnvalda í jöfnunarkerfi mun það á endanum koma niður á íbúum viðkomandi sveitarfélaga með íþyngjandi hætti þó að baki séu önnur yfirlýst markmið með lagasetnigunni. Og í opinberri umræðu hefur það komið fram að þetta er hluti af vegferðinni þó enginn gangist við því rétt í augnablikinu þegar frumvarpið fer í ferli á Alþingi. Og sjónarmiðin að baki þurfa líka að vera málefnaleg. Tilvitnan í Starfsskilyrði stjórnvalda – Skýrsla nefndar um starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Forsætisráðuneytið, Reykjavík 1999. Í tilvitnuðu riti segir að þau sjónarmið séu almennt talin málefnaleg sem til þess eru fallin að ná fram markmiði þeirra laga sem ákvörðun er byggð á. Þetta gengur í báðar áttir. Þau lög sem sett eru eiga að ná fram markmiði sem felast í lagasetningunni en ekki vera dulbúin til þess að ná fram öðru markmiði. Bein tilvitnun: Það þarf ekki að koma á óvart þar sem hún er jafnframt í samræmi við þá grundvallarskyldu stjórnvalda að framkvæma lög í samræmi við þau markmið sem löggjafinn hyggst ná fram með setningu þeirra. Þetta hefur starfshópurinn að baki tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í öðru viðurkennt og jafnvel ráðherra málaflokksins – Innviðaráðherra. Og þið getið lesið þetta áfram í tilvitnuðu riti um hvaða sjónarmið teljast vera málefnaleg þó þessu sé stillt upp varðandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem sækja heimildir sínar í lög og önnur æðri, hvort heldur er stjórnarskrá eða fjölþjóðasamþykktir eða sáttmála. Með framferðinu um að höggva að sjálfsstjórn sveitarfélaga samkvæmt 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrár, sem ekki er bara sveitarfélögum heimil, heldur um leið skyld, þá er ljóst að geta sumra sem verða fyrir skerðingu af framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verður verulega skert til þessarar sjálfsstjórnar. Sjá umfjöllun um þetta í kafla 2.12. í tilvitnuðu riti. Þetta gengur sem fyrr í báðar áttir – sveitarfélög geta ekki hagað stjórnsýslu sinni að vild þrátt fyrir ákveðið frelsi – löggjafinn og önnur stjórnarvöld geta ekki að vild hagað sínum gerðum í þessu samspili og þar með talinn ráðherra. Sveitarfélögunum er ætlað frelsi til þess hvernig þjónustan er veitt, hún er skylda, en vegna einföldunar regluverks er þeim hinum sama gert ókleyft að inna hana af hendi, mörgum hverjum ef fram fer sem horfir. Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps hefur ekki í hendi sér endanlegt réttlæti um hvernig á að jafna tekjum til sveitarfélaga svo vel sé og öllum líki. Enda var ekki til hans leitað með tilvitnaðs starfshóps ráðherra. En að fara þá leið að taka af neðstu lögunum – fámennustu sveitarfélögum landsins í dulbúnum umbúðum er ekki nægjanlegt til þess að koma fram með kerfi sem felur í sér endanlegt réttlæti um jöfnun gæða. Það er hins vegar verulega vafasamt að setja lög um eitt svið með markmiðum til þess að ná öðru fram. Meðan enn er gert ráð fyrir tilvist sveitarfélaga undir 1000 manns samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga þau sama rétt til tilvistar án frekari afsökunar og þau sem geyma fleiri kennitölur. Líkt og kom fram í samtali greinarhöfundar við þingmann NV-kjördæmis úr flokki ráðherra er illt að leggja ást á þann sem enga kann á móti. Ég sakna ráðherra sem vinnur með sveitarfélaginu sem ég starfa fyrir en heggur ekki að því. Bragi Þór Thoroddsen – sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. Starfshópurinn var skipaður nokkrum valinkunnum sveitarstjórnarfulltrúum, bæði pólitískt og ópólitískt eftir því sem það nær. Og svo hluta til starfsmönnum viðkomandi ráðuneytis - Innviðaráðuneyti. Yfirskrift verkefnis er einföldun og gagnsæi regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélga. Það hefur verið það sama og á 10. áratug sl. aldar í þann tíð þegar sveitarfélög landsins töldu á þriðja hundrað. Margt hefur breyst síðan, en málefni grunnskóla landsins hafa flust til sveitarfélaga auk þess sem málaflokkur fatlaðra sömu leiðis er nú meðal lögboðinna verkefna sveitarfélaga. Sveitarfélög telja nú (enn) 64. Tíðin er önnur og … breyttir tímar. En veruleikinn hefur samt sem áður ekki breyst meira en það að fjárþörf sveitarfélaga til að sinna lögboðnum verkefnum (sem liggja nærri 80) er með því móti að sífellt erfiðara verður að fjármagna og sinna málunum með því rekstrarfé sem sveitarfélög hafa úr að spila gegnum útsvar og fasteignaskatt – helstu tekjustofna sveitarfélaga. Aðrir tekjustofnar þeirra eru þjónustugjöld og má það útvíkkast með rekstri B-hluta þar sem liggja ýmis fyrirtæki og þjónustustofnanir sem sinna öðrum verkefnum. Það er misjafnt hvernig afkoma þeirra er enda eru þar alls konar hlutir í bland. Það er allt frá því að reka tjaldstæði yfir í fráveitur og aðveitur, samgöngustofnanir o.fl. Staða sveitarfélaga í þessari flóru, nú 64 sveitarfélaga, er misjöfn eins og þau eru mörg. Sveitarfélög eru allt frá nokkrum tugum manna á afskekktu landssvæði yfir í Reykjavíkurborg með 135.688 íbúa þann 1. janúar 2022. Stærstur hluti mannfjölda Íslands er samankominn með lögheimili á SV-horni landsins og þar er þjónusta mest burtséð frá lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga. Eðli málsins samkvæmt er þar að finna Alþingi, öll ráðuneytin, helstu ríkisstofnanir og nánast alla umsýslu “hins opinbera” og nýtur SV-hornið þess í tekjum og aðstöðu umfram aðra landshluta. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur frá öndverðu gert ráð fyrir Reykjavík sem núll punkti þegar kemur að “jöfnun” og er það til áratuga. Í fyrstu var þetta lítil skrifstofa eða nokkrar skúffur á einni skrifstofu þar sem einhver ölmusa var send út á land eftir heimsókn fulltrúa í flugi eða bíl með skjalatösku. Síðan breytast tímarnir og verkefnin verða flóknari og miðlægt kerfi með nokkuð öflugan her manna heldur utan um reiknilíkan sem geymir breytur sem eru ekki nema á færi skörpustu manna að skilja. Og sveitarfélögin bíða misspent að sjá útkomuna í spá og svo endanlegri úthultun í árslok. Það er um sama leyti og verið er að berja saman fjárhagsáætlun sveitarfélaga saman lögum samkvæmt. Á einhverjum tímapunkti var það ákveðið að ákveðið hlutfall af efnahag landsins í prósentum talið auk afkomu sveitarfélaga rynni til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til úthlutunar til jaðarsettari byggða og þeirra byggða sem ekki nutu þess háttar aðstöðu sem stiklað var á stóru hér framar í texta, höfðu ekki Alþingi og umsvif ríkis eða alla þá þjónustu sem leiðir til þess að afkoma fæst með aðstöðugjöldum. Með nokkrum breytum í áranna rás hefur þetta tekið á sig þá mynd að taka mið af útgjöldum, fjarlægðum innan sveitarfélags, tekjuöflunarmöguleikum og raunvirði fasteigna (eða fasteignastofni) og auk þessa samsetningu nemenda og barna í þeim dreifðu byggðum sem þiggja áttu jöfnunina. Fyrirgefið mér Akurreyrarbær, en þið eruð líka landsbyggð og aðeins jaðarsett frá SV-horni landsins. Þannig var þetta hugsað og framkvæmt til margra áratuga með einni eða annari helgun og var þetta, kannski ekki í fullkominni sátt, en nokkuð skilvirkt kerfi sem hélt sveitarfélögum misvel gangandi. Alls konar ytri aðstæður hafa haft áhrif á úthlunir sjóðsins og þær hafa ekki verið í tómarúmi – þ.e. regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þetta kerfi á systurstofnanir á Norðurlöndunum og víðar, jöfnun með einum eða öðrum hætti – með samningum og áætlunum eða öðru formi. Þetta á þó sammerkt að taka mið af því að ekki sitja allir við sama borð þegar kemur að möguleikum til tekjuöflunar og þjónustu sem þykir þó sjálfsögð í flestum þeim samfélögum sem við miðum okkur við. Það á við grunnþjónustu og samgöngur, innviði á borð við fjarskipti og orkuöflun og deilingu. Svona kerfi hlýtur að vera einhvers konar öfugur pýramídi þar sem SV-horn landsins trónir yfir og jafnað niður á við eftir því hversu byggðin er dreifðari og fjarlægari björgum og þjónustu og innviðum. Auðvitað koma þarna inn annars konar breytur sem fyrr er getið og fjöldi vinnandi handa gagnvart kerfinu hefur áhrif og fjöldi barna og uppeldi frá leikskóla fram á sjálfræðisaldur og þjónustuþörf þeirra. Og fleira kemur til. Það er hins vegar nýtt eða nýlegt að setja inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þá pólitísku sýn að sveitarfélög eigi að vera svo og svo stór hvað varðar mannfjölda og keppa að því öllum árum að halda fjölda þeirra í lágmarki. Það er pólitísk sýn og hefur ekkert með jöfnun tekna og tekjumöguleika að gera. Það hefur hins vegar verið reynt í nokkrum atrennum að breyta þessu öllu, þ.e. regluverki og úthlutunum sjóðsins, en það mætt andstöðu eða liðið fyrir samstöðuleysi á Alþingi og skiptar skoðanir. En nú í seinni tíð hafa einnig ratað inn raddir sem hafa haft áhrif um það að tekjunum sé “ofjafnað” í garð einhverra og kenna afkomu þeirra sem ekki fá eða ráða illa við þá gerð sveitarfélaga sem pólitísk sýn öðru fremur hafði áhrif á að móta. Það hefur nefnilega verið allt frá 8. áratug sl. aldar verið keppt að fækkun sveitarfélaga og gerð nokkuð öflug atlaga að fjölda þeirra nokkuð óreglulega síðan. Jóhönnunnefnd, 100 daga nefnd og svo títtnefnd Grænbókarvinna frá síðustu ríkisstjórn árin 2018 og 2019 með brotlendingu í lagasetningu á sveitarfélög þar sem þvinga átti fram sameiningu með lagaboði. Eftir sitjum við með ákvæði um æskilega stærð sveitarfélga yfir 1000 manns en óljóst hvað gildir ef það er ekki, samkvæmt sveitarstjórnarlögum. En af hverju „mistókst“ að setja lög á sveitarfélög og gerð þeirra með Grænbók og framhaldinu? Líkast til vegna þess að þau sveitarfélög sem vegferðin beindist að tóku sig saman og mótmæltu og bentu á það a lagaumgjörðin, stjórnarskráin og Evrópuráðssáttmáli um sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga var þannig að þetta var bundið á ákveðinn klafa. Það má ekki gera þetta hvernig sem er. Og við fengum stuðning stærri sveitarfélaga og stuðningur innan Sambands íslenskra sveitarfélaga riðlaðist þegar ljóst var að kakan var ekki að stækka í Jöfnunarsjóðinum. Vegferðin sameining sveitarfélaga – grænbókarvinnan og sú sem fór fremur „sub“ en átti sér stað, hnaut um það að sveitarfélögin sjálf voru að fara að greiða fyrir þvingaðar sameiningar en framlag ríkisins varð alltaf meira og meira óljóst og fjarrænt. En það var fleira sem kom til. Lögmætisreglan kemur í veg fyrir það auk þess sem gildandi sveitarstjórnalög eru löðrandi í sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga til þess að ráða málefnum sínum sjálf. Inngangsorð sveitarstjórnarlaga boða ekkert annað en sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga fram og til baka, Evrópuráðssáttmálinn um sjálfsstjórnarréttinn og svo stjórnarskrá lýðveldisins Íslands – þessi gamla, góða. Það eru skorður og auðvelt að fótbrjóta sig í leggjabrjótinum settum lögum með markmiðsákvæðum, lögmætisreglu, jafnræðisreglu og öllum þeim leikreglum sem gilda um stjórnvöld og samskipti þeirra. Sveitarfélög eru nefnilega hliðsett stjórnvald við önnur innan stjórnskipan landsins og burtséð frá því að ráðherra sé yfir málaflokki sveitarfélaga. Áfram gilda um öll samskipti leikreglur sem varða alla stjórnsýslu og ákvarðanatöku, um rétt íbúa til þess að hafa síðasta orðið um sameiningu sveitarfélaga og þannig má áfram telja. En þá kveður við annan tón. Það er að fara þá leið, þó einhver reyni að bera í bætifláka við það, að ná til þessara sömu sveitarfélaga með Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við þessu varaði greinarhöfundur strax árið 2019, að það ætti að ná þessu fram sama hvað. Það er nefnilega þannig eftir áratugalöng samskipti og samspil þessara stjórnvalda, að stór hluti tekna margra sveitarfélaga er samofinn þessu regluverki – jöfnun tekna gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þetta er ekkert kristaltær lína, en margar af þeim breytum sem nú lenda inn í þessu nýja líkani fela þetta samt í sér. Það er of langt mál að telja það allt upp en það felur í sér meðal annars íbúasamsetningu sveitarfélaga enda hefur þarna ratað inn eitthvað sem vegur að sveitarfélögum þar sem íbúar eru eldri en ella og fámenni í skóla sem dæmi. Þetta kann að orka tvímælis að mótmæla því að það sé réttlátt, en þjónusta við eldri íbúa er ekkert alltaf ódýrari eða einfaldari í sniðum. Og auðvitað má um það deila hver þarf hvað og af hverju. Mantran núna er „ofjöfnun“ til ákveðinna sveitarfélaga sem atlagan er gerð að. Það er líka vegið að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga með þeim hætti að þau verði að botnnýta allar álögur til þess að koma til álita um að fá eitthvað úr sjóðnum. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga eigi ekki að “borga úr samtryggingarkerfi” niðurgreiðslu til þeirra sem ekki nota allar álögur sínar. Nú skal það sagt að sá sem þetta ritar hefur blendnar tilfinningar, enda ginnkeyptur fyrir góðum rökum. En það er nú einu sinni svo að þetta eru eitt af þeim tækjum sem sveitarfélög hafa val um hvernig álögum er stillt í botn eða hóf til þess að laða að sér íbúa. Sem dæmi erum við með ókeypis leikskóla hjá Súðavíkurhreppi fyrir alla undir ákveðnum formerkjum, enda erum við að reyna að vera fleiri og laða til okkar fólk sem vill búa hér af því að það sé gott. Þetta fengum við ýmist hrós fyrir af æðstu stöðum (viðurkenningu) sem sveitarfélag sem styður viðkvæman hóp fólks á kostnaðarsamasta og mest þroskandi skeiði ævi þeirra. En þetta er um leið hættulegt fordæmi, að mati sumra, að við séum að bjóða upp á slíkt ókeypis. En staðan er samt sú að við erum fá og þetta eru ekki stórir peningar fyrir frábæra þjónustu og eftir sem áður er rekstur þess leikskóla ekki dýrastur fyrir sveitarfélagið í samanburði við aðra sem rukka inn leikskólagjöld. En þetta er tvíeggjað sverð, það er okkur vel ljóst í Súðavíkurhreppi. En hvað með andmælin í umsagnarferlinu í samráðsgátt stjórnvalda. Auðvitað var það líka, þrátt fyrir að um 40 athugasemdir kæmu fram um frumvarp til breytinga á regluverki Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, að strax á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga (og jafnvel fyrr) var búið að afgreiða þær allar. Og það á þann hátt að auðvitað myndu þeir sem fá skerðinguna mótmæla og hinir fagna sem fengju aukningu. Það var auðvitað fyrirsjáanlegt, að þau sveitarfélög sem fyrir skerðingu verða eða fá verulega aukningu hafa mestan áhuga á málinu, eiga mest undir og höfðu að sjálfsögðu skoðun á. Hvar eru athugsemdir þeirra hinna, við erum jú 64 sveitarfélög og þetta stafar ekki allt frá þeim? Þetta er bara ekki svona einfalt, enda er það bara hluti þeirrar gagnrýni sem fram kom í athugasemdum en afgreiðir ekki allt hitt, það að fá skerðingu upp á tugi prósentna. Margt annað var bent á í innsendum athugasemdum (umsögnum). M.a. sú gagnrýni þess sem þetta ritar í umsögn – Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á ekki að beita til þess að ná fram pólitískum markmiðum – hann er Jöfnunarsjóður með sínum reglugerðum, samþykktum og lagaumgjörð. Beiting í annað en honum er ætlað til er brot á lögmætisreglu sem er samofin öllu okkar stjórnkerfi. Framkvæmd pólitískrar sýnar í dulbúningi ásamt því að ná til þeirra sem ekki botnnýta sínar álögur. Og að jafna betur til þeirra sem eru fjölkjarna sveitarfélög og standa höllum fæti fjárhagslega. Ergo – að bæta þeim það flókna verk sem fór alla vega að verða eitt sveitarfélag úr mörgum. Við erum ekkert undanskilin þessu hér í Súðavíkurhreppi, enda sameinað sveitarfélag úr þremur öðrum síns tíma. Okkur fækkaði bara umtalsvert á löngu tímabili. En af hverju er ég þá að fara ofan í allt þetta með þeirri nálgun sem ég geri? Jú, fyrst og fremst, það fer ekki alveg saman hljóð og mynd í þessu verki – yfirlýst markmið og sú fágæta en ágæta hliðarafurð að nokkuð mörg sveitarfélaga undir 1000 íbúa munu búa við erfiðan fjárhag eða einfaldlega ekki geta haldið úti starfsemi á eftir þar sem tekjur þeirra úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dragast mjög saman eða þurrkast út. Leyfi mér að vitna í texta sem rekur sig aftur til 125. löggjafarþings 1999-2000 – þskj. 375 – 275. mál, skýrslu forsætisráðherra um starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu – tilvinað um umfjöllun lögmætisreglu: […] Í lögmætisreglunni, sem minnst var á hér að framan, felast í raun tvenns konar undirreglur, annars vegar formregla og hins vegar heimildarregla (lagaáskilnaðarreglan).Samkvæmt formreglu lögmætisreglunnar mega ákvarðanir stjórnvalda ekki ganga í berhögg við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir svo dæmi séu tekin, en þessar réttarheimildir eru allar rétthærri ákvörðunum stjórnvalda. Ákvarðanir stjórnvalda mega því ekki að efni til vera andstæðar þeim almennu réttarreglum sem gilda um þau málefni er ákvörðun varðar. Brjóti ákvörðun í bága við lög er hún ólögmæt að efni til. Er almennt viðurkennt að slík ákvörðun sé ógildanleg.Samkvæmt heimildarreglu lögmætisreglunnar skulu ákvarðanir stjórnvalda almennt eiga sér heimild í lögum, þ.e. Alþingi verður að hafa veitt stjórnvöldum heimild með lögum til þess að taka ákvarðanir. Í kjarna þessarar reglu felst að stjórnvöld geta almennt ekki íþyngt borgurunum með ákvörðunum sínum nema hafa til þess viðhlítandi heimild í lögum. Þetta gildir raunar bæði um stjórnvaldsákvarðanir og almenn stjórnvaldsfyrirmæli, svo sem reglugerðir. Það er einkenni lýðræðisríkja og meginregla að íslenskum rétti að einstaklingar búi við athafnafrelsi. Að megistefnu til eru það einvörðungu hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi sem öðlast með kjöri sínu vald til þess að setja athafnafrelsi borgaranna skorður með lögum, þó innan þess ramma er stjórnarskrá setur. Stjórnvöld verða á hinn bóginn almennt að sækja valdheimildir sínar í þau lög sem þingið setur og geta almennt ekki upp á sitt eindæmi íþyngt borgurunum án atbeina Alþingis. Til einföldunar má því orða áhrif þessarar meginreglu svo að borgararnir megi gera hvaðeina sem ekki er bannað í lögum, en stjórnvöld geti einvörðungu íþyngt borgurunum með ákvörðunum sínum ef þau hafa til þess sérstaka heimild í lögum.[...] Hér skal því til haga haldið að greinarhöfundi er það ljóst að þetta er auðvitað um athafnir stjórnvalda, aðal áhyggjurnar voru að þau sem lægra eru á prikinu væru að fara á svig – en ráðherra og ráðuneyti er líka stjórnvald og athafnir í hans nafni lúta þessari reglu. Lögmætisregla er líka, samkvæmt skilningi undirritaðs, relga sem nær til lagasetningar í anda sínum, þ.e. að við setningu laga sé þess gætt að markmið laga endurspegli virkni þeirra og þau séu ekki sett um annað en þau raunverulega eiga að ná fram. Hér, pólitísk stefnumörkun um önnur stjórnvöld – hér sveitarfélög. Lagasetningunni er ætlað að ná utan um gerð sveitarfélaga og mannfjölda að baki og vannýtingu tekjustofna. Markmið laganna er ekki bara jöfnun á tekjumódeli og því sem sagt er að þau eigi að efni sínu að endurspegla – gagnsæi og einföldun regluverks Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Það er ekki hlutverkið þegar breytingar ganga í gegn á regluverki til jöfnunar tekna að keyra í gegn stefnumörkun um að hafa áhrif á mannfjölda að baki hverju sveitarfélagi. En það er gert fjárhagslega. Það var nefnilega aldrei samþykkt á Alþingi inn í sveitarstjórnarlög að sveitarfélög mættu ekki vera fámennari en 1000. Það er ákvörðun ráðherra og þeim öflum sem hvöttu hann í verkið að fara í þá pólitísku vegferð að reyna að fækka sveitarfélögum og einkum fámennum sveitarfélögum. Nú þegar opinberast að Samband íslenskra sveitarfélaga þvær hendur sínar af því að mestu er fróðlegt að fá upp hvaðan þetta stafar. Skýrsla Viðskiptaráðs nefndi þetta og víða hefur verið vitnað til skýrslna og rannsókna á sparnaði við stjórnsýslu með því að fækka þeim einingum. Eitthvað af þeim var opinberað í grænbókarvinnunni og greinargerð með frumvarpinu þegar ná átti fram sameiningum með lagaboði. Það er augljóst – færri stjórnsýslueiningar og lægri kostnaður af þeim. En það nær ekki lengra þar sem engar langtímarannsóknir liggja til grundvallar um þau sameinuðu sveitarfélög sem við höfum í dag og hvernig þeim hefur reitt af. Né sparnaðinum á leiðinni. Við erum nefnilega aðeins um fjórðungur í fjölda þess sem var á 10. áratug síðustu aldar. Ekki hefur minnkað það sem þarf umleikis í sjóðinn til þess að mæta þessum sveitarfélögum til að inna af hendi lögboðin verkefni, enda ljóst að ekki fækkaði verkefnunum. Ekki hefur sést í þessu öllu að sveitarfélögin standi betur fjárhagslega á eftir. Hvati minn að þessum skrifum er hættuleg þróun á sviði lagasetningar og samskipti stjórnvalda, ráðuneytis annars vegar og sveitarfélgs sem sjálfstæðs stjórnvalds. Brot á framangreindum leikreglum – starfsskilyrðum stjórnvalda eða samskiptum stjórnvalda – það gildiri einu. Með því að hafa áhrif á tekjur sveitarfélaga aka stjórnvalda í jöfnunarkerfi mun það á endanum koma niður á íbúum viðkomandi sveitarfélaga með íþyngjandi hætti þó að baki séu önnur yfirlýst markmið með lagasetnigunni. Og í opinberri umræðu hefur það komið fram að þetta er hluti af vegferðinni þó enginn gangist við því rétt í augnablikinu þegar frumvarpið fer í ferli á Alþingi. Og sjónarmiðin að baki þurfa líka að vera málefnaleg. Tilvitnan í Starfsskilyrði stjórnvalda – Skýrsla nefndar um starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Forsætisráðuneytið, Reykjavík 1999. Í tilvitnuðu riti segir að þau sjónarmið séu almennt talin málefnaleg sem til þess eru fallin að ná fram markmiði þeirra laga sem ákvörðun er byggð á. Þetta gengur í báðar áttir. Þau lög sem sett eru eiga að ná fram markmiði sem felast í lagasetningunni en ekki vera dulbúin til þess að ná fram öðru markmiði. Bein tilvitnun: Það þarf ekki að koma á óvart þar sem hún er jafnframt í samræmi við þá grundvallarskyldu stjórnvalda að framkvæma lög í samræmi við þau markmið sem löggjafinn hyggst ná fram með setningu þeirra. Þetta hefur starfshópurinn að baki tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í öðru viðurkennt og jafnvel ráðherra málaflokksins – Innviðaráðherra. Og þið getið lesið þetta áfram í tilvitnuðu riti um hvaða sjónarmið teljast vera málefnaleg þó þessu sé stillt upp varðandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem sækja heimildir sínar í lög og önnur æðri, hvort heldur er stjórnarskrá eða fjölþjóðasamþykktir eða sáttmála. Með framferðinu um að höggva að sjálfsstjórn sveitarfélaga samkvæmt 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrár, sem ekki er bara sveitarfélögum heimil, heldur um leið skyld, þá er ljóst að geta sumra sem verða fyrir skerðingu af framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verður verulega skert til þessarar sjálfsstjórnar. Sjá umfjöllun um þetta í kafla 2.12. í tilvitnuðu riti. Þetta gengur sem fyrr í báðar áttir – sveitarfélög geta ekki hagað stjórnsýslu sinni að vild þrátt fyrir ákveðið frelsi – löggjafinn og önnur stjórnarvöld geta ekki að vild hagað sínum gerðum í þessu samspili og þar með talinn ráðherra. Sveitarfélögunum er ætlað frelsi til þess hvernig þjónustan er veitt, hún er skylda, en vegna einföldunar regluverks er þeim hinum sama gert ókleyft að inna hana af hendi, mörgum hverjum ef fram fer sem horfir. Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps hefur ekki í hendi sér endanlegt réttlæti um hvernig á að jafna tekjum til sveitarfélaga svo vel sé og öllum líki. Enda var ekki til hans leitað með tilvitnaðs starfshóps ráðherra. En að fara þá leið að taka af neðstu lögunum – fámennustu sveitarfélögum landsins í dulbúnum umbúðum er ekki nægjanlegt til þess að koma fram með kerfi sem felur í sér endanlegt réttlæti um jöfnun gæða. Það er hins vegar verulega vafasamt að setja lög um eitt svið með markmiðum til þess að ná öðru fram. Meðan enn er gert ráð fyrir tilvist sveitarfélaga undir 1000 manns samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga þau sama rétt til tilvistar án frekari afsökunar og þau sem geyma fleiri kennitölur. Líkt og kom fram í samtali greinarhöfundar við þingmann NV-kjördæmis úr flokki ráðherra er illt að leggja ást á þann sem enga kann á móti. Ég sakna ráðherra sem vinnur með sveitarfélaginu sem ég starfa fyrir en heggur ekki að því. Bragi Þór Thoroddsen – sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun