Skiptir málið í skólum máli? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 17. apríl 2023 07:31 Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun