Liðskiptiaðgerðir og réttindi sjúklinga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. apríl 2023 14:01 Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun