Sjálfstæðisflokkurinn er skaðræðisskepna - Fyrst hænuskref, svo netsala áfengis Jón Snorri Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2023 16:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því afar lengi að sala áfengis verði tekin úr höndum hins opinbera og afhent einkaaðilum. Eins og allir sjá hefur áhugi hans og ákefð magnast mikið þótt á undangengnum áratugum hafi sífellt komið betur og betur í ljós hvernig stóraukið framboð sem hlýst af slíkum ráðstöfunum leiðir af sér vaxandi áfengisböl og ýmsan annan óskunda. Flokkurinn hefur verið potturinn og pannan í öllu afléttingarbrambolti í gegnum tíðina (aðrir komast ekki með tærnar o.sv.frv.), á þessari öld fyrst með frumvarpi fimm þingmanna hans og -kvenna árið 2001 (önnur konan situr enn á þingi). Þar var krafist: Sambærilegs aðgangs að vörunni og almennt gildir um matvöru. Óþreyjufullir frumkvöðlar sem ætluðu sér að komast alveg á leiðarenda í einu stóru skrefi. Þeir sem tóku við keflinu sáu að vissara væri að hafa að minnsta kosti fyrstu skrefin fleiri og styttri, samanber Fréttablaðið 11. febrúar 2022: „Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra [nú dómsmálaráðh.] sagði á fundi Félags atvinnurekenda í gær að frumvarp um að leyfa minni brugghúsum að selja gestum áfengi væri aðeins „hænuskref“. Jón sagði að hann hygðist stíga stærri skref.“ Í frumvarpinu frá árinu 2001 er ýmislegt fleira að finna, ekki síður spaklegt, eins og til dæmis þetta: Sjálfsagt mun neysla áfengis eitthvað aukast, en aukningin mun væntanlega koma fram hjá þeim sem neyta áfengis í hófi. Þetta er afar merkilegt svo ekki sé meira sagt. Það væri semsagt alveg í fínasta lagi að herða drykkjuna enn að mun, enda kæmu “væntanlega” aðeins hófdrykkjumenn að því verki. Það gerði þeim að sjálfsögðu ekkert til eins og allir hljóta að sjá. Þeir eru jú hófdrykkjumenn, ekki satt? Óneitanlega dálítið sérkennileg niðurstaða, að öllu gamni slepptu. Hefði mátt treysta því að viðbótarneysla vegna svokallaðrar frelsisvæðingar dreifðist alveg jafnt á umrædda hófdrykkjumenn – og aðeins á þá - og kæmi því, með einhverjum undursamlegum hætti, alls ekki að sök? Og hvernig hefði farið fyrir þeim sem voru þegar við ofdrykkjumörkin? Einmitt í þessu sambandi mætti rifja upp merkilegt lögmál sem greinarhöfundur las um í SÁÁ-pistli endur fyrir löngu. Það er svona, orðrétt: Áfengisvandi mun aukast í hlutfalli við vaxandi heildaráfengisneyslu því að meira en helmingur allrar drykkju er utan hófdrykkjumarka. Semsagt: MEIRA EN HELMINGUR HEILDARNEYSLUNNAR ER ALLTAF OFAN HÆTTUMARKA. Við skulum hafa það hugfast að jafnvel þótt í öðrum löndum kunni að vera tiltölulega fleiri ofan hættumarkanna en hér, eru samt býsna margir ískyggilega nærri mörkunum hér á klakanum eða jafnvel fyrir ofan þau. Þeir eru reyndar svo margir að: ÁFENGIS- OG VÍMUEFNAFÍKN ER ALVARLEGASTI SJÚKDÓMUR ÍSLENDINGA Í UPPHAFI 21. ALDARINNAR. Þetta er fyrirsögn 4. kafla ritsins Upplýsingar um heilbrigðisþjónustu SÁÁ 1977-2018, 1. Hefti. Þórarinn Tyrfingsson tók saman. Merkileg lesning. Aðgengileg á netinu. Hinn 18. nóvember 2018 lásu menn þessa fyrirsögn í visir.is: Sjö prósent Íslendinga hafa verið í meðferð á Vogi. Þegar Þórarinn var spurður um þróun mála frá 2018 svaraði hann strax: Ja, ekki hefur það skánað! Ekki þarf lengi að leita staðfestingar á orðum Þórarins. Í Fréttablaðinu 22. febrúar 2023 er dálítil grein með fyrirsögninni „Mikil fjölgun lifrartengdra sjúkdóma“. Þar lesum við meðal annars þetta: „Starfsfólk á Sjúkrahúsinu á Vogi segist sjá meiri drykkju á þeim sem þangað koma og mun alvarlegri afleiðingar af hennar völdum en áður. Þetta staðfestir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, en hún segir þróunina á þennan veg hafa byrjað í heimsfaraldrinum 2020 og ekkert lát sé þar á. „Þetta er eitthvert nýtt mynstur,“ segir Valgerður. „Þeir sem drekka, drekka oftar og meira,“ bætir hún við.“ Alvarlegar lifrarskemmdir koma í kjölfar samfelldrar ofneyslu áfengis um árabil, og eins og gefur að skilja er netverslun með heimsendingu himnasending þeim sem þjóra nætur og daga. Orðið „himnasending“ er að vísu dálítið vafasamt í þessu sambandi því sendingunum fylgja skorpulifur, vitglöp, og ýmis önnur áföll sem varða neytendunum leiðina inn í eilífðina. Yrði ekki heimsendingarþjónustan fljótlega 24-7 eins og sumsstaðar tíðkast? Ennfremur mætti nefna ótrúlega smágrein í Fréttablaðinu tæpri viku síðar, 28. febrúar 2023, bls. 2, um starfsemi SÁÁ. Inni í greininni standa þessi orð: „Eitt af hverjum fjórum til fimm börnum á Íslandi á foreldra [foreldri?] með fíknisjúkdómsvanda“. Hugum aðeins að neyslumynstri og -tölum. Smellum á nýtt efni frá Embætti landlæknis: Talnabrunnur, 17. árgangur. 2. tölublað. Febrúar 2023. og þá birtist meðal annars þetta: „Árið 2022 féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, 27% karla og 21% kvenna. Árið 2021 var hlutfallið 25% meðal karla og 20% meðal kvenna. Skaðlegt neyslumynstur! Áhættudrykkja! Næstum fjórðungur íslenskra karla og kvenna í vondum málum. Og tölurnar á uppleið. Og í viðbót við öll þessi ósköp kemur svo í ljós að í endurskoðaðri þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar leynist netverslunarfrumvarp dómsmálaráðherra sem telja má alveg víst að efli enn neyslu áfengis verði það að lögum. Það kom á sínum tíma í stað eldra frumvarps af sama tagi. Framsæknir sjálfstæðismenn fylgjast ofurspenntir með vexti netverslunar áfengis í öðrum löndum. Aðilar sem láta sig áfengisvarnir varða hafa hinsvegar af því verulegar áhyggjur, heilbrigðisyfirvöld, stofnanir og samtök. Fjallað var um þessi mál í Morgunblaðinu 27. júlí 2021: „Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, FAGNAR NETVERSLUN MEÐ ÁFENGI OG SEGIR HANA FRÁBÆRA VIÐBÓT (leturbr. JSÁ).“ Einlægum unnendum sjálfstæðisstefnunnar hlýnar ekki lítið um hjartaræturnar við fregnir sem þessar, en samkvæmt þeim gætu þúsundir og aftur þúsundir áfengissjúklinga átt í vændum stórlega útvíkkaðan aðgang að vímugjafanum unaðsljúfa. Þeir samgleðjast innilega bröskurunum sem einungis myndu greiða lágan fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Flottur einkavæðingaráfangi! Einkavæðingarbægslagangurinn hefur beina tengingu við æðstu hugsjón flokksins sem er hið frjálsa framtak (vissra einstaklinga) en það er, eins og allir vita, uppistaðan í frumstæðri heimsmynd hins dæmigerða sjálfstæðismanns. Einkavæðing ÁTVR myndi gefa vel af sér og gagnast alveg sérstaklega hinum ofurríku. Það sem eftir er að slægjast er svo stórt að jafnvel meintir eigendur fiskveiðikvótans myndu ómaka sig og bera sig eftir því. Þess má einnig geta (sem ekki kemur á óvart) að eigendur verslanakeðjanna munu þegar hafa komið sér ágætlega fyrir í startholunum. -------------- Við þetta mætti bæta ýmsum fróðleik sem birtist ef gúggluð eru saman orð er snerta heilsubrest ýmisskonar og áfengisneyslu, til dæmis eitthvað svipað og hér er sýnt. Lesendur eru hvattir til að þreifa sig áfram. Af nógu er að taka: ÁFENGI og VITGLÖP vitglöp dementia alcohol Alzheimer´s alcohol UNGLINGADRYKKJA - VITGLÖP SNEMMA vitglöp unglingadrykkja young-onset dementia YOD teenage alcohol UNGLINGADRYKKJA DREGUR ÚR GREINDARÞROSKA unglingadrykkja greindarvísitala teenage alcohol brain IQ EITT GLAS Á DAG KANN AÐ BREYTA HEILANUM alcohol shrinks the brain glass a day brain HÓFDRYKKJA - SAMT BRJÓSTAKRABBI breast cancer alcohol MARGFALT FLEIRI MÐ SKORPULIFUR NÚNA skorpulifur Ísland cirrhosis Að afloknum athugunum af þessu tagi er alveg upplagt að staldra við og leiða hugann að því hverskonar hvatir og hverra hagsmunir það eru sem liggja að baki áfengislagafrumvörpum Sjálfstæðisflokksins. Stríða þau ekki gegn öllum manneskjulegum viðmiðum? Og er ekki allt venjulegt fólk á þeirri skoðun að ný lög um áfengismál megi alls ekki leiða af sér óreglu og slark? Og að ofurlítil fjölgun drykkjumanna (jafnvel undir einu prósenti) væri of mikið? Og að ekkert megi gera sem eykur unglingadrykkju, jafnvel þótt ekki væri nema eitt prómill? Rímar illa við áherslur formannsins, samanber Morgunblaðsfréttina hér að ofan. Kemur ekki senn hin „frábæra viðbót“? Svo að öðru (og þó ekki): Hafi skrauthvörfin „fjárfestir“ og „fjármagnseigandi“ verið til þegar þeir voru að alast upp sem nú taka verulega að reskjast voru þau að minnsta kosti ekki í almennri notkun. Starfsheitið „braskari“ sem kemur fyrir hér að ofan var það sem þá gilti. Ítrekað Ýmislegt kemur í ljós og ekki allt fallegt ef gúgglað er saman t.d. alcohol online harm eða alcohol deregulation (aflétting áfengishafta). Vonandi ýtir þessi umfjöllun við góðum landsmönnum að senda frá sér skarpa pistla um ýmis vafasöm tiltæki Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega með yfirskriftinni SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER SKAÐRÆÐISSKEPNA og undirfyrirsögn eins og við á hverju sinni. Áfengiskaup gegnum erlendar netsölur sem ekki virðist auðvelt að stöðva - einn af afleitum ókostum ESB-tengingarinnar og greinilega alveg andstyggilegt mál - þarf að skoða vel. Meira um áfengismál eftir JSÁ: ogmundur.is - Frjálsir pennar 15. des. 2022 (Sjálfstæðisflokkurinn er skaðræðisskepna – stórhættulegt áfengislagafrumvarp) 18. nóv. 2015 (Ráðherra heilbrigðismála tekur á áfengisvandanum) 29. nóv. 2015 (m.a. um hörmulegar afleiðingar unglingadrykkju) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því afar lengi að sala áfengis verði tekin úr höndum hins opinbera og afhent einkaaðilum. Eins og allir sjá hefur áhugi hans og ákefð magnast mikið þótt á undangengnum áratugum hafi sífellt komið betur og betur í ljós hvernig stóraukið framboð sem hlýst af slíkum ráðstöfunum leiðir af sér vaxandi áfengisböl og ýmsan annan óskunda. Flokkurinn hefur verið potturinn og pannan í öllu afléttingarbrambolti í gegnum tíðina (aðrir komast ekki með tærnar o.sv.frv.), á þessari öld fyrst með frumvarpi fimm þingmanna hans og -kvenna árið 2001 (önnur konan situr enn á þingi). Þar var krafist: Sambærilegs aðgangs að vörunni og almennt gildir um matvöru. Óþreyjufullir frumkvöðlar sem ætluðu sér að komast alveg á leiðarenda í einu stóru skrefi. Þeir sem tóku við keflinu sáu að vissara væri að hafa að minnsta kosti fyrstu skrefin fleiri og styttri, samanber Fréttablaðið 11. febrúar 2022: „Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra [nú dómsmálaráðh.] sagði á fundi Félags atvinnurekenda í gær að frumvarp um að leyfa minni brugghúsum að selja gestum áfengi væri aðeins „hænuskref“. Jón sagði að hann hygðist stíga stærri skref.“ Í frumvarpinu frá árinu 2001 er ýmislegt fleira að finna, ekki síður spaklegt, eins og til dæmis þetta: Sjálfsagt mun neysla áfengis eitthvað aukast, en aukningin mun væntanlega koma fram hjá þeim sem neyta áfengis í hófi. Þetta er afar merkilegt svo ekki sé meira sagt. Það væri semsagt alveg í fínasta lagi að herða drykkjuna enn að mun, enda kæmu “væntanlega” aðeins hófdrykkjumenn að því verki. Það gerði þeim að sjálfsögðu ekkert til eins og allir hljóta að sjá. Þeir eru jú hófdrykkjumenn, ekki satt? Óneitanlega dálítið sérkennileg niðurstaða, að öllu gamni slepptu. Hefði mátt treysta því að viðbótarneysla vegna svokallaðrar frelsisvæðingar dreifðist alveg jafnt á umrædda hófdrykkjumenn – og aðeins á þá - og kæmi því, með einhverjum undursamlegum hætti, alls ekki að sök? Og hvernig hefði farið fyrir þeim sem voru þegar við ofdrykkjumörkin? Einmitt í þessu sambandi mætti rifja upp merkilegt lögmál sem greinarhöfundur las um í SÁÁ-pistli endur fyrir löngu. Það er svona, orðrétt: Áfengisvandi mun aukast í hlutfalli við vaxandi heildaráfengisneyslu því að meira en helmingur allrar drykkju er utan hófdrykkjumarka. Semsagt: MEIRA EN HELMINGUR HEILDARNEYSLUNNAR ER ALLTAF OFAN HÆTTUMARKA. Við skulum hafa það hugfast að jafnvel þótt í öðrum löndum kunni að vera tiltölulega fleiri ofan hættumarkanna en hér, eru samt býsna margir ískyggilega nærri mörkunum hér á klakanum eða jafnvel fyrir ofan þau. Þeir eru reyndar svo margir að: ÁFENGIS- OG VÍMUEFNAFÍKN ER ALVARLEGASTI SJÚKDÓMUR ÍSLENDINGA Í UPPHAFI 21. ALDARINNAR. Þetta er fyrirsögn 4. kafla ritsins Upplýsingar um heilbrigðisþjónustu SÁÁ 1977-2018, 1. Hefti. Þórarinn Tyrfingsson tók saman. Merkileg lesning. Aðgengileg á netinu. Hinn 18. nóvember 2018 lásu menn þessa fyrirsögn í visir.is: Sjö prósent Íslendinga hafa verið í meðferð á Vogi. Þegar Þórarinn var spurður um þróun mála frá 2018 svaraði hann strax: Ja, ekki hefur það skánað! Ekki þarf lengi að leita staðfestingar á orðum Þórarins. Í Fréttablaðinu 22. febrúar 2023 er dálítil grein með fyrirsögninni „Mikil fjölgun lifrartengdra sjúkdóma“. Þar lesum við meðal annars þetta: „Starfsfólk á Sjúkrahúsinu á Vogi segist sjá meiri drykkju á þeim sem þangað koma og mun alvarlegri afleiðingar af hennar völdum en áður. Þetta staðfestir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, en hún segir þróunina á þennan veg hafa byrjað í heimsfaraldrinum 2020 og ekkert lát sé þar á. „Þetta er eitthvert nýtt mynstur,“ segir Valgerður. „Þeir sem drekka, drekka oftar og meira,“ bætir hún við.“ Alvarlegar lifrarskemmdir koma í kjölfar samfelldrar ofneyslu áfengis um árabil, og eins og gefur að skilja er netverslun með heimsendingu himnasending þeim sem þjóra nætur og daga. Orðið „himnasending“ er að vísu dálítið vafasamt í þessu sambandi því sendingunum fylgja skorpulifur, vitglöp, og ýmis önnur áföll sem varða neytendunum leiðina inn í eilífðina. Yrði ekki heimsendingarþjónustan fljótlega 24-7 eins og sumsstaðar tíðkast? Ennfremur mætti nefna ótrúlega smágrein í Fréttablaðinu tæpri viku síðar, 28. febrúar 2023, bls. 2, um starfsemi SÁÁ. Inni í greininni standa þessi orð: „Eitt af hverjum fjórum til fimm börnum á Íslandi á foreldra [foreldri?] með fíknisjúkdómsvanda“. Hugum aðeins að neyslumynstri og -tölum. Smellum á nýtt efni frá Embætti landlæknis: Talnabrunnur, 17. árgangur. 2. tölublað. Febrúar 2023. og þá birtist meðal annars þetta: „Árið 2022 féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, 27% karla og 21% kvenna. Árið 2021 var hlutfallið 25% meðal karla og 20% meðal kvenna. Skaðlegt neyslumynstur! Áhættudrykkja! Næstum fjórðungur íslenskra karla og kvenna í vondum málum. Og tölurnar á uppleið. Og í viðbót við öll þessi ósköp kemur svo í ljós að í endurskoðaðri þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar leynist netverslunarfrumvarp dómsmálaráðherra sem telja má alveg víst að efli enn neyslu áfengis verði það að lögum. Það kom á sínum tíma í stað eldra frumvarps af sama tagi. Framsæknir sjálfstæðismenn fylgjast ofurspenntir með vexti netverslunar áfengis í öðrum löndum. Aðilar sem láta sig áfengisvarnir varða hafa hinsvegar af því verulegar áhyggjur, heilbrigðisyfirvöld, stofnanir og samtök. Fjallað var um þessi mál í Morgunblaðinu 27. júlí 2021: „Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, FAGNAR NETVERSLUN MEÐ ÁFENGI OG SEGIR HANA FRÁBÆRA VIÐBÓT (leturbr. JSÁ).“ Einlægum unnendum sjálfstæðisstefnunnar hlýnar ekki lítið um hjartaræturnar við fregnir sem þessar, en samkvæmt þeim gætu þúsundir og aftur þúsundir áfengissjúklinga átt í vændum stórlega útvíkkaðan aðgang að vímugjafanum unaðsljúfa. Þeir samgleðjast innilega bröskurunum sem einungis myndu greiða lágan fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Flottur einkavæðingaráfangi! Einkavæðingarbægslagangurinn hefur beina tengingu við æðstu hugsjón flokksins sem er hið frjálsa framtak (vissra einstaklinga) en það er, eins og allir vita, uppistaðan í frumstæðri heimsmynd hins dæmigerða sjálfstæðismanns. Einkavæðing ÁTVR myndi gefa vel af sér og gagnast alveg sérstaklega hinum ofurríku. Það sem eftir er að slægjast er svo stórt að jafnvel meintir eigendur fiskveiðikvótans myndu ómaka sig og bera sig eftir því. Þess má einnig geta (sem ekki kemur á óvart) að eigendur verslanakeðjanna munu þegar hafa komið sér ágætlega fyrir í startholunum. -------------- Við þetta mætti bæta ýmsum fróðleik sem birtist ef gúggluð eru saman orð er snerta heilsubrest ýmisskonar og áfengisneyslu, til dæmis eitthvað svipað og hér er sýnt. Lesendur eru hvattir til að þreifa sig áfram. Af nógu er að taka: ÁFENGI og VITGLÖP vitglöp dementia alcohol Alzheimer´s alcohol UNGLINGADRYKKJA - VITGLÖP SNEMMA vitglöp unglingadrykkja young-onset dementia YOD teenage alcohol UNGLINGADRYKKJA DREGUR ÚR GREINDARÞROSKA unglingadrykkja greindarvísitala teenage alcohol brain IQ EITT GLAS Á DAG KANN AÐ BREYTA HEILANUM alcohol shrinks the brain glass a day brain HÓFDRYKKJA - SAMT BRJÓSTAKRABBI breast cancer alcohol MARGFALT FLEIRI MÐ SKORPULIFUR NÚNA skorpulifur Ísland cirrhosis Að afloknum athugunum af þessu tagi er alveg upplagt að staldra við og leiða hugann að því hverskonar hvatir og hverra hagsmunir það eru sem liggja að baki áfengislagafrumvörpum Sjálfstæðisflokksins. Stríða þau ekki gegn öllum manneskjulegum viðmiðum? Og er ekki allt venjulegt fólk á þeirri skoðun að ný lög um áfengismál megi alls ekki leiða af sér óreglu og slark? Og að ofurlítil fjölgun drykkjumanna (jafnvel undir einu prósenti) væri of mikið? Og að ekkert megi gera sem eykur unglingadrykkju, jafnvel þótt ekki væri nema eitt prómill? Rímar illa við áherslur formannsins, samanber Morgunblaðsfréttina hér að ofan. Kemur ekki senn hin „frábæra viðbót“? Svo að öðru (og þó ekki): Hafi skrauthvörfin „fjárfestir“ og „fjármagnseigandi“ verið til þegar þeir voru að alast upp sem nú taka verulega að reskjast voru þau að minnsta kosti ekki í almennri notkun. Starfsheitið „braskari“ sem kemur fyrir hér að ofan var það sem þá gilti. Ítrekað Ýmislegt kemur í ljós og ekki allt fallegt ef gúgglað er saman t.d. alcohol online harm eða alcohol deregulation (aflétting áfengishafta). Vonandi ýtir þessi umfjöllun við góðum landsmönnum að senda frá sér skarpa pistla um ýmis vafasöm tiltæki Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega með yfirskriftinni SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER SKAÐRÆÐISSKEPNA og undirfyrirsögn eins og við á hverju sinni. Áfengiskaup gegnum erlendar netsölur sem ekki virðist auðvelt að stöðva - einn af afleitum ókostum ESB-tengingarinnar og greinilega alveg andstyggilegt mál - þarf að skoða vel. Meira um áfengismál eftir JSÁ: ogmundur.is - Frjálsir pennar 15. des. 2022 (Sjálfstæðisflokkurinn er skaðræðisskepna – stórhættulegt áfengislagafrumvarp) 18. nóv. 2015 (Ráðherra heilbrigðismála tekur á áfengisvandanum) 29. nóv. 2015 (m.a. um hörmulegar afleiðingar unglingadrykkju)
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar