Vottun verði valkvæð Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 23. mars 2023 11:30 Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun