Galnir vextir á verðbólgutímum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 22. mars 2023 10:30 Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Fjármagnið heimtar sitt Á sama tíma er því haldið fram að vextir til þeirra sem eiga fjármagnið megi ekki vera neikvæðir að raunvirði. Þetta þýðir á mannamáli að fólkið sem á fjármagnið má alls ekki þurfa að búa við það að fá minni ávöxtun en sem nemur að minnsta kosti verðbólgu síðustu 12 mánaða! Hvaða rök eru fyrir því að á sama tíma og draga þarf úr þenslu í hagkerfinu og mikill fjöldi fólks berst við að ná endum saman séu fjármagnseigendum færðir enn hærri vextir til þess að geta haldið sinni neyslu áfram? Minnumst þess að ójöfnuður jókst í kjölfar COVID-faraldurs og kaupmáttur efstu tíundar jókst lang mest í tekjustiganum. Auðveldlega mætti beita sköttum til að draga úr þenslu og dreifa byrðum á breiðu bökin. Það er ekkert eðlilegt við ástand þar sem verðbólga er 10%. Það er ekkert eðlilegt við að raunvextir séu jákvæðir við 10% verðbólgu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Því síður er það eðlilegt að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum nýti ástandið til að auka álagningu og arðsemi á veðbólgutímum. Augljóst er að beita þarf öðrum verkfærum til þess að bregðast við þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir. Nú er kominn tími til þess að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta gegndarlausar verðhækkanir. Hugsunin að í lagi sé að hækka verð vegna verðbólgunnar er til þess fallin að auka verðbólgu. Þetta forystufólk þarf að grípa inn í og hjálpa til við að tala verðbólguna niður! Seðlabanki á villigötum Seðlabanki Íslands er á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggt lánaumhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þannig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson ASÍ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Fjármagnið heimtar sitt Á sama tíma er því haldið fram að vextir til þeirra sem eiga fjármagnið megi ekki vera neikvæðir að raunvirði. Þetta þýðir á mannamáli að fólkið sem á fjármagnið má alls ekki þurfa að búa við það að fá minni ávöxtun en sem nemur að minnsta kosti verðbólgu síðustu 12 mánaða! Hvaða rök eru fyrir því að á sama tíma og draga þarf úr þenslu í hagkerfinu og mikill fjöldi fólks berst við að ná endum saman séu fjármagnseigendum færðir enn hærri vextir til þess að geta haldið sinni neyslu áfram? Minnumst þess að ójöfnuður jókst í kjölfar COVID-faraldurs og kaupmáttur efstu tíundar jókst lang mest í tekjustiganum. Auðveldlega mætti beita sköttum til að draga úr þenslu og dreifa byrðum á breiðu bökin. Það er ekkert eðlilegt við ástand þar sem verðbólga er 10%. Það er ekkert eðlilegt við að raunvextir séu jákvæðir við 10% verðbólgu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Því síður er það eðlilegt að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum nýti ástandið til að auka álagningu og arðsemi á veðbólgutímum. Augljóst er að beita þarf öðrum verkfærum til þess að bregðast við þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir. Nú er kominn tími til þess að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta gegndarlausar verðhækkanir. Hugsunin að í lagi sé að hækka verð vegna verðbólgunnar er til þess fallin að auka verðbólgu. Þetta forystufólk þarf að grípa inn í og hjálpa til við að tala verðbólguna niður! Seðlabanki á villigötum Seðlabanki Íslands er á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggt lánaumhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þannig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar