Galnir vextir á verðbólgutímum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 22. mars 2023 10:30 Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Fjármagnið heimtar sitt Á sama tíma er því haldið fram að vextir til þeirra sem eiga fjármagnið megi ekki vera neikvæðir að raunvirði. Þetta þýðir á mannamáli að fólkið sem á fjármagnið má alls ekki þurfa að búa við það að fá minni ávöxtun en sem nemur að minnsta kosti verðbólgu síðustu 12 mánaða! Hvaða rök eru fyrir því að á sama tíma og draga þarf úr þenslu í hagkerfinu og mikill fjöldi fólks berst við að ná endum saman séu fjármagnseigendum færðir enn hærri vextir til þess að geta haldið sinni neyslu áfram? Minnumst þess að ójöfnuður jókst í kjölfar COVID-faraldurs og kaupmáttur efstu tíundar jókst lang mest í tekjustiganum. Auðveldlega mætti beita sköttum til að draga úr þenslu og dreifa byrðum á breiðu bökin. Það er ekkert eðlilegt við ástand þar sem verðbólga er 10%. Það er ekkert eðlilegt við að raunvextir séu jákvæðir við 10% verðbólgu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Því síður er það eðlilegt að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum nýti ástandið til að auka álagningu og arðsemi á veðbólgutímum. Augljóst er að beita þarf öðrum verkfærum til þess að bregðast við þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir. Nú er kominn tími til þess að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta gegndarlausar verðhækkanir. Hugsunin að í lagi sé að hækka verð vegna verðbólgunnar er til þess fallin að auka verðbólgu. Þetta forystufólk þarf að grípa inn í og hjálpa til við að tala verðbólguna niður! Seðlabanki á villigötum Seðlabanki Íslands er á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggt lánaumhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þannig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson ASÍ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Fjármagnið heimtar sitt Á sama tíma er því haldið fram að vextir til þeirra sem eiga fjármagnið megi ekki vera neikvæðir að raunvirði. Þetta þýðir á mannamáli að fólkið sem á fjármagnið má alls ekki þurfa að búa við það að fá minni ávöxtun en sem nemur að minnsta kosti verðbólgu síðustu 12 mánaða! Hvaða rök eru fyrir því að á sama tíma og draga þarf úr þenslu í hagkerfinu og mikill fjöldi fólks berst við að ná endum saman séu fjármagnseigendum færðir enn hærri vextir til þess að geta haldið sinni neyslu áfram? Minnumst þess að ójöfnuður jókst í kjölfar COVID-faraldurs og kaupmáttur efstu tíundar jókst lang mest í tekjustiganum. Auðveldlega mætti beita sköttum til að draga úr þenslu og dreifa byrðum á breiðu bökin. Það er ekkert eðlilegt við ástand þar sem verðbólga er 10%. Það er ekkert eðlilegt við að raunvextir séu jákvæðir við 10% verðbólgu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Því síður er það eðlilegt að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum nýti ástandið til að auka álagningu og arðsemi á veðbólgutímum. Augljóst er að beita þarf öðrum verkfærum til þess að bregðast við þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir. Nú er kominn tími til þess að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta gegndarlausar verðhækkanir. Hugsunin að í lagi sé að hækka verð vegna verðbólgunnar er til þess fallin að auka verðbólgu. Þetta forystufólk þarf að grípa inn í og hjálpa til við að tala verðbólguna niður! Seðlabanki á villigötum Seðlabanki Íslands er á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggt lánaumhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þannig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar