Ólýðræðisleg og huglaus Sæþór Randalsson skrifar 16. mars 2023 08:30 Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra. Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum. Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína. Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar. Höfundur er í stjórn Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra. Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum. Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína. Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar. Höfundur er í stjórn Eflingar.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar