10 ár frá lögfestingu Barnasáttmálans Þóra Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:01 13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar! Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Drjúgur þáttur í starfsemi Barnaheilla er fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum. Samtökin byggja þá vinnu aðallega á 19. og 34. grein Barnasáttmálans, sem báðar kveða á um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi, en margar aðrar greinar sáttmálans skipta miklu máli svo börn njóti réttar síns til að vera vernduð gegn ofbeldi. Á 10 ára lögfestingarafmæli Barnasáttmálans má spyrja hvað hafi áunnist. Fyrir fólk almennt úti í samfélaginu kann það að virðast harla lítið, því enn má heyra og lesa erfiðar sögur af ofbeldi sem börn verða fyrir, hvort sem er á heimilum sínum, í skólum, á stofnunum öðrum, eða annars staðar. En ef litið er til breytinga sem hafa orðið og eru að verða á lögum og framkvæmd á þjónustu við börn er augljóst að mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í garð réttinda barna. Því ber að fagna og það ákaft. Með breyttum og jákvæðari viðhorfum til barna og réttinda þeirra skapast frjósamur jarðvegur til að rækta betra umhverfi fyrir börn til að vaxa og þroskast í, blómstra! Það sem mestu skiptir er aukin meðvitund á meðal starfsfólks skóla, foreldra og ekki síst barnanna sjálfra. Fræðslu- og forvarnaverkefni Barnaheilla; Verndarar barna, Vinátta og Skoh fræðslan, hafa náð til fjölda skólastarfsfólks, foreldra og barna. Öll verkefnin veita fræðslu um hvernig megi koma auga á merki um að ofbeldi eigi sér stað, hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og jafnframt hvernig megi bregðast við á styðjandi hátt ef barn segir frá ofbeldi. Það er til mikils að vinna ef hægt er að koma í veg fyrir að barn verði fyrir ofbeldi eða beiti önnur börn ofbeldi. Munum við einhvern tímann geta skapað ofbeldislaust samfélag? Það mun eflaust taka einhverjar kynslóðir í viðbót. En við erum komin á sporið. Þegar við öll höfum lært að iðka mannréttindi barna í daglegu lífi verðum við farin að nálgast það að hlífa börnum með öllu við ofbeldi. Það er falleg framtíðarsýn. Barnaheill hvetja öll sem umgangast börn og ekki síður börnin sjálf að fræðast um Barnasáttmálann og læra að tileinka sér hugmyndir hans og viðhorf og sameinast þannig um vernd barna gegn ofbeldi. Á vefsíðunni www.barnasattmali.is má fræðast um mannréttindi barna, allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar! Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Drjúgur þáttur í starfsemi Barnaheilla er fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum. Samtökin byggja þá vinnu aðallega á 19. og 34. grein Barnasáttmálans, sem báðar kveða á um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi, en margar aðrar greinar sáttmálans skipta miklu máli svo börn njóti réttar síns til að vera vernduð gegn ofbeldi. Á 10 ára lögfestingarafmæli Barnasáttmálans má spyrja hvað hafi áunnist. Fyrir fólk almennt úti í samfélaginu kann það að virðast harla lítið, því enn má heyra og lesa erfiðar sögur af ofbeldi sem börn verða fyrir, hvort sem er á heimilum sínum, í skólum, á stofnunum öðrum, eða annars staðar. En ef litið er til breytinga sem hafa orðið og eru að verða á lögum og framkvæmd á þjónustu við börn er augljóst að mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í garð réttinda barna. Því ber að fagna og það ákaft. Með breyttum og jákvæðari viðhorfum til barna og réttinda þeirra skapast frjósamur jarðvegur til að rækta betra umhverfi fyrir börn til að vaxa og þroskast í, blómstra! Það sem mestu skiptir er aukin meðvitund á meðal starfsfólks skóla, foreldra og ekki síst barnanna sjálfra. Fræðslu- og forvarnaverkefni Barnaheilla; Verndarar barna, Vinátta og Skoh fræðslan, hafa náð til fjölda skólastarfsfólks, foreldra og barna. Öll verkefnin veita fræðslu um hvernig megi koma auga á merki um að ofbeldi eigi sér stað, hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og jafnframt hvernig megi bregðast við á styðjandi hátt ef barn segir frá ofbeldi. Það er til mikils að vinna ef hægt er að koma í veg fyrir að barn verði fyrir ofbeldi eða beiti önnur börn ofbeldi. Munum við einhvern tímann geta skapað ofbeldislaust samfélag? Það mun eflaust taka einhverjar kynslóðir í viðbót. En við erum komin á sporið. Þegar við öll höfum lært að iðka mannréttindi barna í daglegu lífi verðum við farin að nálgast það að hlífa börnum með öllu við ofbeldi. Það er falleg framtíðarsýn. Barnaheill hvetja öll sem umgangast börn og ekki síður börnin sjálf að fræðast um Barnasáttmálann og læra að tileinka sér hugmyndir hans og viðhorf og sameinast þannig um vernd barna gegn ofbeldi. Á vefsíðunni www.barnasattmali.is má fræðast um mannréttindi barna, allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar