Biden sagður munu leggja blessun sína yfir umfangsmikla olíuborun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 10:23 Heimildarmenn NYT segja stjórnvöld ekki telja sig hafa heimild til að koma í veg fyrir boranir ConocoPhillips. AP/ConocoPhillips New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfis Bandaríkjanna að stjórnvöld muni í dag samþykkja umfangsmiklar olíuboranir í Alaska, sem munu mögulega gefa af sér 600 milljón tunnur af hráolíu á 30 ára tímabili. Ákvörðun stjórnvalda um að heimila olíuvinnsluna hefur verið harðlega gagnrýnd en áætlað er að nýting olíunnar muni leiða til losunar nærri 280 milljón tonna af kolefnum í andrúmsloftið, sem jafngildir 9,2 milljón tonnum af kolefnismengun árlega. Um er að ræða losun á við tvær milljónir bifreiða. Samkvæmt New York Times munu stjórnvöld einnig tilkynna um verulegar takmarkanir á olíuborun í Norður-Íshafi og gefa út nýjar reglur til að vernda um það bil 16 milljón ekrur í National Petroleum Reserve-Alaska. Gagnrýnendur segja fyrirhugaðar aðgerðir hins vegar ekki munu draga úr áhyggjum manna vegna svokallaðs Willow-verkefnis, þar sem olíurisinn ConocoPhillips er í fararbroddi. Talsmenn olíuiðnaðarins og þingmenn í Alaska eru sagðir hafa verið duglegir við að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að samþykkja olíuborunina, sem mun fara fram innan National Petroleum Reserve-Alaska. Þá segja talsmenn stéttarfélaga og fleiri að framkvæmdirnar muni skapa 2.500 störf og afla stjórnvöldum 17 milljarða dala í tekjur. Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar frumbyggja hafa hins vegar mótmælt harðlega og segja samþykki forsetans svik við loforð hans um að draga úr þörf Bandaríkjanna á jarðefnaeldsneyti. Þá hefur Alþjóðaorkumálastofnunin sagt að stjórnvöld vestanhafs verði að hætta að samþykkja ný olíu-, gas- og kolaverkefni ef heimsbyggðinni á að takast að milda áhrif loftslagsbreytinga. Samkvæmt New York Times hyggjast stjórnvöld samþykkja heimildir til borunar á þremur svæðum en hafna umsóknum um tvö svæði en annað liggur að votlendinu Teshekpuk Lake. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fregnir af málinu fyrir helgi að öðru leyti en að segja að engin ákvörðun hefði verið tekin. Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Joe Biden Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda um að heimila olíuvinnsluna hefur verið harðlega gagnrýnd en áætlað er að nýting olíunnar muni leiða til losunar nærri 280 milljón tonna af kolefnum í andrúmsloftið, sem jafngildir 9,2 milljón tonnum af kolefnismengun árlega. Um er að ræða losun á við tvær milljónir bifreiða. Samkvæmt New York Times munu stjórnvöld einnig tilkynna um verulegar takmarkanir á olíuborun í Norður-Íshafi og gefa út nýjar reglur til að vernda um það bil 16 milljón ekrur í National Petroleum Reserve-Alaska. Gagnrýnendur segja fyrirhugaðar aðgerðir hins vegar ekki munu draga úr áhyggjum manna vegna svokallaðs Willow-verkefnis, þar sem olíurisinn ConocoPhillips er í fararbroddi. Talsmenn olíuiðnaðarins og þingmenn í Alaska eru sagðir hafa verið duglegir við að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að samþykkja olíuborunina, sem mun fara fram innan National Petroleum Reserve-Alaska. Þá segja talsmenn stéttarfélaga og fleiri að framkvæmdirnar muni skapa 2.500 störf og afla stjórnvöldum 17 milljarða dala í tekjur. Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar frumbyggja hafa hins vegar mótmælt harðlega og segja samþykki forsetans svik við loforð hans um að draga úr þörf Bandaríkjanna á jarðefnaeldsneyti. Þá hefur Alþjóðaorkumálastofnunin sagt að stjórnvöld vestanhafs verði að hætta að samþykkja ný olíu-, gas- og kolaverkefni ef heimsbyggðinni á að takast að milda áhrif loftslagsbreytinga. Samkvæmt New York Times hyggjast stjórnvöld samþykkja heimildir til borunar á þremur svæðum en hafna umsóknum um tvö svæði en annað liggur að votlendinu Teshekpuk Lake. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fregnir af málinu fyrir helgi að öðru leyti en að segja að engin ákvörðun hefði verið tekin.
Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Joe Biden Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira