Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 22:29 Júrí Úsjakóv og Vladimír Pútín á fundinum í kvöld. Steve Witkoff er á milli þeirra. AP/Alexander Kazakov, Sputnik Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur. Fundurinn stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir í Kreml í kvöld en fyrstu ummæli Úsjakóvs gefa til kynna að lítill árangur hafi náðst. Eftir hann sagði Újsakóv, samkvæmt rússneskum fjölmiðlum, að ekkert samkomulag lægi fyrir að svo stöddu og ekki stæði til að Pútín og Trump funduðu. Það gæti þó gerst seinna. Hann sagði einnig að einhverjir hlutar nýrrar friðaráætlunar væru ásættanlegir og aðrir alls ekki. Heilt yfir hafi fundurinn verið gagnlegur en ekki hefði verið talað um einstaka liði heldur heildarinnihald áætlunarinnar, sem hefur tekið nokkrum breytingum frá því hún var fyrst opinberuð. Þá var henni lýst sem óskalista Pútíns og er Dmitríev sagður hafa spilað stórt hlutverk í gerð áætlunarinnar. Í kjölfarið áttu ráðamenn í Evrópu og Úkraínu í viðræðum við Bandaríkjamenn um áætlunina og var henni þá breytt. Úsjakóv sagði þörf á frekari viðræðum varðandi Úkraínu en hann sagði einnig að á fundinum hefðu þeir talað um þörfina á efnahagslegri samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands. Sjá einnig: Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Kirill Dmitríev, rússneskur auðjöfur og sérstakur erindreki Pútíns sem sat einnig fundinn, sagði á X að fundurinn hafi verið skilvirkur. Dmitríev og Witkoff hafa átt í miklum samskiptum að undanförnu. Sjá einnig: Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Áætlunin fól að miklu leyti í sér að ríki Evrópu áttu að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu og útvega Úkraínu öryggistryggingar en ráðamenn í Evrópu komu ekkert að því að semja áætlunina. Þeir liðir upprunalegu friðaráætlunarinnar sem féllu hvað verst í kramið í Kænugarði sneru að landsvæðum og öryggistryggingum. Áætlunin þótti loðin þegar kæmi að því að tryggja fullveldi Úkraínu til framtíðar. Í stuttu máli sagt fól upprunalega áætlunin í sér að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið og víggirt svæði í Dónetsk-héraði og að í staðinn myndu Rússar halda yfirráðasvæðum sínum í Lúhansk, Kerson og Spórisjía, auk Krímskaga. Þeir ættu þó að hörfa frá einhverjum hernumdum svæðum eins og í Súmí og Karkív en þeir liðir voru nokkuð óljósir varðandi hvenær og hvernig það ætti að gerast. Witkoff og Kushner funduðu með úkraínskum erindrekum áður en þeir fóru til Moskvu og eru sagðir ætla að hitta Úkraínumenn aftur í kjölfar fundarins með Pútín. Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56 Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Fundurinn stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir í Kreml í kvöld en fyrstu ummæli Úsjakóvs gefa til kynna að lítill árangur hafi náðst. Eftir hann sagði Újsakóv, samkvæmt rússneskum fjölmiðlum, að ekkert samkomulag lægi fyrir að svo stöddu og ekki stæði til að Pútín og Trump funduðu. Það gæti þó gerst seinna. Hann sagði einnig að einhverjir hlutar nýrrar friðaráætlunar væru ásættanlegir og aðrir alls ekki. Heilt yfir hafi fundurinn verið gagnlegur en ekki hefði verið talað um einstaka liði heldur heildarinnihald áætlunarinnar, sem hefur tekið nokkrum breytingum frá því hún var fyrst opinberuð. Þá var henni lýst sem óskalista Pútíns og er Dmitríev sagður hafa spilað stórt hlutverk í gerð áætlunarinnar. Í kjölfarið áttu ráðamenn í Evrópu og Úkraínu í viðræðum við Bandaríkjamenn um áætlunina og var henni þá breytt. Úsjakóv sagði þörf á frekari viðræðum varðandi Úkraínu en hann sagði einnig að á fundinum hefðu þeir talað um þörfina á efnahagslegri samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands. Sjá einnig: Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Kirill Dmitríev, rússneskur auðjöfur og sérstakur erindreki Pútíns sem sat einnig fundinn, sagði á X að fundurinn hafi verið skilvirkur. Dmitríev og Witkoff hafa átt í miklum samskiptum að undanförnu. Sjá einnig: Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Áætlunin fól að miklu leyti í sér að ríki Evrópu áttu að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu og útvega Úkraínu öryggistryggingar en ráðamenn í Evrópu komu ekkert að því að semja áætlunina. Þeir liðir upprunalegu friðaráætlunarinnar sem féllu hvað verst í kramið í Kænugarði sneru að landsvæðum og öryggistryggingum. Áætlunin þótti loðin þegar kæmi að því að tryggja fullveldi Úkraínu til framtíðar. Í stuttu máli sagt fól upprunalega áætlunin í sér að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið og víggirt svæði í Dónetsk-héraði og að í staðinn myndu Rússar halda yfirráðasvæðum sínum í Lúhansk, Kerson og Spórisjía, auk Krímskaga. Þeir ættu þó að hörfa frá einhverjum hernumdum svæðum eins og í Súmí og Karkív en þeir liðir voru nokkuð óljósir varðandi hvenær og hvernig það ætti að gerast. Witkoff og Kushner funduðu með úkraínskum erindrekum áður en þeir fóru til Moskvu og eru sagðir ætla að hitta Úkraínumenn aftur í kjölfar fundarins með Pútín. Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56 Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56
Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila