Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 23:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á ríkisstjórnarfundi fyrr í kvöld. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. „Landið þeirra er ekki ömurlegt að ástæðulausu. Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi,“ sagði Trump undir lokin á löngum ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þá kallaði hann Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins frá Minnesota sem kemur upprunalega frá Sómalíu en hefur verið bandarískur ríkisborgari í 25 ár, „rusl“ og sagði hann Bandaríkin á rangri leið ef hleypa ætti svona „rusli“ inn í landið áfram. „Ilhan Omar er rusl. Hún er rusl. Vinir hennar, rusl. Þetta er ekki fólk sem vinnur. Þetta er ekki fólk sem segir: „Jæja, brettum upp ermar og gerum þennan stað frábæran“,“ sagði Trump. „Þetta er fólk sem gerir ekkert nema að kvarta,“ sagði hann einnig. „Þau kvarta, og þaðan sem þau koma, eiga þau ekkert.“ Þá bætti hann við: „Sko, ef þau kæmu frá paradís og segðu: „Þetta er ekki paradís“, en þegar þau koma frá helvíti og þau kvarta og gera ekkert nema væla, við viljum þau ekki í landinu okkar. Leyfum þeim að fara til síns heima og laga þann stað.“ Við það bankaði JD Vance, varaforseti, í borðið til að taka undir með forsetanum. Ein af opinberum síðum Hvíta hússins á X deildi hluta af ummælum Trumps með þeim texta að forsetinn hefði verið að „segja sannleikann“ um vanþakkláta flóttamenn frá Sómalíu. .@POTUS tells it like it is about ungrateful Somali refugees amid the Minnesota fraud scandal:"When they come from hell and they complain and do nothing but bitch — we don't want them in our country. Let 'em go back to where they came from and fix it." 🔥 pic.twitter.com/fuaAKP8VsW— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) December 2, 2025 Reiður yfir stóru fjársvikamáli Áður en Trump fór að tala um Sómala í Bandaríkjunum var hann að tala um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og umfangsmikið svikamál sem hefur litið dagsins ljós þar. Saksóknarar hafa ákært tugi manna fyrir að svíkja hundruð milljóna dala úr styrkjaverkefnum tengdum Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu. Í nýlegri frétt New York Times segir að 59 hafi verið dæmdir vegna þessara svika. Um þrjú mismunandi mál sé að ræða og að rúmum milljarði dala hafi verið stolið, samtals. Það er meira en Minnesota ver til fangelsismála á hverju ári. Tim Walz hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa auk annarra Demókrata í Minnesota. Margir Bandaríkjamenn frá Sómalíu í Minnesota segja að svikin hafi komið verulega niður á orðspori þeirra allra. Um áttatíu þúsund manns sem rekja uppruna sinn til Sómalíu búa í Minnesota. Þeir segja ósanngjarnt að þeir standi allir gagnvart fordómum og grunsemdum vegna aðgerða tiltölulega fámenns hóps. Þá tilkynnti Trump fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að stöðva allar hælisumsóknir í Bandaríkjunum eftir að fyrrverandi hermaður frá Afganistan, sem aðstoðaði bandaríska herinn þar í landi, skaut tvo hermenn í Washington DC. Á ríkisstjórnarfundinum þakkaði Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Trump fyrir það að enginn fellibylur hefði náð landi í Bandaríkjunum í haust. Hún sagði hann hafa haldið þeim fjarri og þau væru þakklát. Noem: You made it through the hurricane season without a hurricane—you kept the hurricanes away. We appreciate that. pic.twitter.com/Lh2nLj2eBc— Acyn (@Acyn) December 2, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sómalía Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
„Landið þeirra er ekki ömurlegt að ástæðulausu. Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi,“ sagði Trump undir lokin á löngum ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þá kallaði hann Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins frá Minnesota sem kemur upprunalega frá Sómalíu en hefur verið bandarískur ríkisborgari í 25 ár, „rusl“ og sagði hann Bandaríkin á rangri leið ef hleypa ætti svona „rusli“ inn í landið áfram. „Ilhan Omar er rusl. Hún er rusl. Vinir hennar, rusl. Þetta er ekki fólk sem vinnur. Þetta er ekki fólk sem segir: „Jæja, brettum upp ermar og gerum þennan stað frábæran“,“ sagði Trump. „Þetta er fólk sem gerir ekkert nema að kvarta,“ sagði hann einnig. „Þau kvarta, og þaðan sem þau koma, eiga þau ekkert.“ Þá bætti hann við: „Sko, ef þau kæmu frá paradís og segðu: „Þetta er ekki paradís“, en þegar þau koma frá helvíti og þau kvarta og gera ekkert nema væla, við viljum þau ekki í landinu okkar. Leyfum þeim að fara til síns heima og laga þann stað.“ Við það bankaði JD Vance, varaforseti, í borðið til að taka undir með forsetanum. Ein af opinberum síðum Hvíta hússins á X deildi hluta af ummælum Trumps með þeim texta að forsetinn hefði verið að „segja sannleikann“ um vanþakkláta flóttamenn frá Sómalíu. .@POTUS tells it like it is about ungrateful Somali refugees amid the Minnesota fraud scandal:"When they come from hell and they complain and do nothing but bitch — we don't want them in our country. Let 'em go back to where they came from and fix it." 🔥 pic.twitter.com/fuaAKP8VsW— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) December 2, 2025 Reiður yfir stóru fjársvikamáli Áður en Trump fór að tala um Sómala í Bandaríkjunum var hann að tala um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og umfangsmikið svikamál sem hefur litið dagsins ljós þar. Saksóknarar hafa ákært tugi manna fyrir að svíkja hundruð milljóna dala úr styrkjaverkefnum tengdum Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu. Í nýlegri frétt New York Times segir að 59 hafi verið dæmdir vegna þessara svika. Um þrjú mismunandi mál sé að ræða og að rúmum milljarði dala hafi verið stolið, samtals. Það er meira en Minnesota ver til fangelsismála á hverju ári. Tim Walz hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa auk annarra Demókrata í Minnesota. Margir Bandaríkjamenn frá Sómalíu í Minnesota segja að svikin hafi komið verulega niður á orðspori þeirra allra. Um áttatíu þúsund manns sem rekja uppruna sinn til Sómalíu búa í Minnesota. Þeir segja ósanngjarnt að þeir standi allir gagnvart fordómum og grunsemdum vegna aðgerða tiltölulega fámenns hóps. Þá tilkynnti Trump fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að stöðva allar hælisumsóknir í Bandaríkjunum eftir að fyrrverandi hermaður frá Afganistan, sem aðstoðaði bandaríska herinn þar í landi, skaut tvo hermenn í Washington DC. Á ríkisstjórnarfundinum þakkaði Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Trump fyrir það að enginn fellibylur hefði náð landi í Bandaríkjunum í haust. Hún sagði hann hafa haldið þeim fjarri og þau væru þakklát. Noem: You made it through the hurricane season without a hurricane—you kept the hurricanes away. We appreciate that. pic.twitter.com/Lh2nLj2eBc— Acyn (@Acyn) December 2, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sómalía Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent