Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 19:45 Oleg Artemíev hefur varið 560 dögum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni í þremur mismunandi ferðum. Til stóð að hann myndi fara þangað í fjórða sinn í febrúar. Getty/Bill Ingalls, NASA Rússneski geimfarinn Oleg Artemíev var á dögunum fjarlægður úr teymi geimfara sem átti að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í upphafi næsta árs. Hann er sagður hafa brotið gegn þjóðaröryggislögum í Bandaríkjunum með því að hafa tekið myndir af skjölum og eldflaugahreyflum í starfsstöð SpaceX í Kaliforníu. Forsvarsmenn rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscocmos tilkynntu í gær að Artemíev væri ekki lengur í geimfarahópnum og að annar rússneskur geimfari hefði tekið við af honum. Slíkt þykir mjög óhefðbundið, um það bil tveimur og hálfum mánuði fyrir geimskot. Í tilkynningunni segir að Artemíev væri að fara í annað verkefni og því hefði þurft að skipta honum út. Rannsóknarmiðillinn The Insider hafði eftir heimildarmönnum í gær að Artemíev hefði tekið áðurnefndar myndir á síma sinn í síðustu viku, þegar hann var við æfingar í Kaliforníu. Hann hafi tekið myndir af leynilegum skjölum, eldflaugahreyflum og annarri leynilegri tækni. Hann hafi svo farið með síma sinn og myndirnar og þar með brotið bandarísk lög. Einn heimildarmaður rússneska útlagamiðilsins Meduza segir að Artemíev hafi í kjölfarið verið vísað frá Bandaríkjunum og meinað að fara með geimflaug SpaceX til geimstöðvarinnar í febrúar. Forsvarsmenn NASA og SpaceX hafa enn sem komið er ekkert sagt um mál Artemíevs. Lýsti yfir stuðningi við innrásina frá geimstöðinni Artemíev er 54 ára gamall og reynslumikill geimfari. Hann hefur þrisvar sinnum áður farið til geimstöðvarinnar og varið þar 560 dögum. Síðast fór hann til geimstöðvarinnar í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Síðar það ár birti Roscoosmos myndir af honum og tveimur öðrum rússneskum geimförum um borð í geimstöðinni, þar sem þeir héldu á fánum aðskilnaðarsinna í Lúhansk-, og Dónetskhéruðum Úkraínu og lýstu yfir stuðningi við innrásina. Sú myndbirting var fordæmd af samstarfsaðilum Rússa í Evrópu og Bandaríkjunum, sem sögðu að ekki ætti að nota geimstöðina í svo pólitískum og umdeildum tilgangi. Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu og mjög versnandi samband Rússlands við aðrar þjóðir sem koma að geimstöðinni, hefur það samstarf haldist nánast óbreytt í gegnum árin. Þessar nýjustu vendingar gætu varpað skugga á það samstarf, á sama tíma og geimiðnaður Rússa á undir högg að sækja. Helsti skotpallurinn skemmdur Helsti skotpallur Rússa fyrir Soyuz-eldflaugarnar, sem er í Baikonur í Kasakstan, sem þeir nota til að flytja menn út í geim skemmdist verulega í geimskoti í lok síðasta mánaðar. Ríkismiðlar Rússlands segja að stuttan tíma muni taka að laga skemmdirnar á skotpallinum, sem smíðaður var árið 1961, en aðrar fregnir gefa til kynna að það gæti tekið allt að tvö ár, samkvæmt frétt Gizmodo. Í millitíðinni geta Rússar ekki sent menn út í geim né birgðir til geimstöðvarinnar, samkvæmt frétt Meduza. Sífellt versnandi staða Staða geimiðnaðar Rússlands hefur versnað töluvert á undanförnum árum. Forsvarsmenn stærsta rússneska fyrirtækisins í geiranum lýstu í sumar yfir neyðarástandi og sögðu að það gæti farið í þrot. Það fyrirtæki heitir RSC Energia og framleiðir meðal annars Soyuz-geimfarið (ekki eldflaugarnar) sem notað er til að flytja menn til geimstöðvarinnar. Rússneska ríkið hefur misst alla sína erlendu viðskiptavini frá því innrásin var gerð í Úkraínu. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins og hefur geimferðum frá Rússlandi, bæði mönnuðum og ómönnuðum, fækkað verulega. Mörg ár eru síðan Roscosmos stóð við áætlanir sínar um fjölda geimskota á ári. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra langflestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu SpaceX Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscocmos tilkynntu í gær að Artemíev væri ekki lengur í geimfarahópnum og að annar rússneskur geimfari hefði tekið við af honum. Slíkt þykir mjög óhefðbundið, um það bil tveimur og hálfum mánuði fyrir geimskot. Í tilkynningunni segir að Artemíev væri að fara í annað verkefni og því hefði þurft að skipta honum út. Rannsóknarmiðillinn The Insider hafði eftir heimildarmönnum í gær að Artemíev hefði tekið áðurnefndar myndir á síma sinn í síðustu viku, þegar hann var við æfingar í Kaliforníu. Hann hafi tekið myndir af leynilegum skjölum, eldflaugahreyflum og annarri leynilegri tækni. Hann hafi svo farið með síma sinn og myndirnar og þar með brotið bandarísk lög. Einn heimildarmaður rússneska útlagamiðilsins Meduza segir að Artemíev hafi í kjölfarið verið vísað frá Bandaríkjunum og meinað að fara með geimflaug SpaceX til geimstöðvarinnar í febrúar. Forsvarsmenn NASA og SpaceX hafa enn sem komið er ekkert sagt um mál Artemíevs. Lýsti yfir stuðningi við innrásina frá geimstöðinni Artemíev er 54 ára gamall og reynslumikill geimfari. Hann hefur þrisvar sinnum áður farið til geimstöðvarinnar og varið þar 560 dögum. Síðast fór hann til geimstöðvarinnar í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Síðar það ár birti Roscoosmos myndir af honum og tveimur öðrum rússneskum geimförum um borð í geimstöðinni, þar sem þeir héldu á fánum aðskilnaðarsinna í Lúhansk-, og Dónetskhéruðum Úkraínu og lýstu yfir stuðningi við innrásina. Sú myndbirting var fordæmd af samstarfsaðilum Rússa í Evrópu og Bandaríkjunum, sem sögðu að ekki ætti að nota geimstöðina í svo pólitískum og umdeildum tilgangi. Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu og mjög versnandi samband Rússlands við aðrar þjóðir sem koma að geimstöðinni, hefur það samstarf haldist nánast óbreytt í gegnum árin. Þessar nýjustu vendingar gætu varpað skugga á það samstarf, á sama tíma og geimiðnaður Rússa á undir högg að sækja. Helsti skotpallurinn skemmdur Helsti skotpallur Rússa fyrir Soyuz-eldflaugarnar, sem er í Baikonur í Kasakstan, sem þeir nota til að flytja menn út í geim skemmdist verulega í geimskoti í lok síðasta mánaðar. Ríkismiðlar Rússlands segja að stuttan tíma muni taka að laga skemmdirnar á skotpallinum, sem smíðaður var árið 1961, en aðrar fregnir gefa til kynna að það gæti tekið allt að tvö ár, samkvæmt frétt Gizmodo. Í millitíðinni geta Rússar ekki sent menn út í geim né birgðir til geimstöðvarinnar, samkvæmt frétt Meduza. Sífellt versnandi staða Staða geimiðnaðar Rússlands hefur versnað töluvert á undanförnum árum. Forsvarsmenn stærsta rússneska fyrirtækisins í geiranum lýstu í sumar yfir neyðarástandi og sögðu að það gæti farið í þrot. Það fyrirtæki heitir RSC Energia og framleiðir meðal annars Soyuz-geimfarið (ekki eldflaugarnar) sem notað er til að flytja menn til geimstöðvarinnar. Rússneska ríkið hefur misst alla sína erlendu viðskiptavini frá því innrásin var gerð í Úkraínu. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins og hefur geimferðum frá Rússlandi, bæði mönnuðum og ómönnuðum, fækkað verulega. Mörg ár eru síðan Roscosmos stóð við áætlanir sínar um fjölda geimskota á ári. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra langflestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi.
Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu SpaceX Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira