Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 17:57 Henry Cuellar, hefur setið lengi á þingi og þykir íhaldssamur Demókrati sem hefur ítrekað greitt atkvæði með Repúblikönum þegar kemur að skotvopnalöggjöf og málefnum innflytjenda. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað þingmann Demókrataflokksins frá Texas og eiginkonu hans en þau höfðu verið ákærð fyrir mútþægni og svik. Forsetinn segir í yfirlýsingu um náðunina að Joe Biden, forveri hans í embætti, hafi vopnvætt dómskerfið gegn pólitískum andstæðingum sínum sem hafi talað gegn opnum landamærum. Henry Cuellar, umræddur þingmaður, og Imelda, eiginkona hans, hafi verið þeirra á meðal. Hann hefur setið á þingi í fulltrúadeildinni í meira en tuttugu ár. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sakar Trump Demókrata um að reyna að rústa Bandaríkjunum og segir þá tilbúna til að ráðast á og ræna fólk, ljúga og svindla til að ná því markmiði þeirra. „Vegna þessara staðreynda, og annarra, tilkynni ég hér með fulla og skilyrðislausa náðun mína á heittelskuðum þingmanni, Henry Cuellar og Imeldu. Henry, ég þekki þig ekki, en þú getur sofið vel í nótt. Martröð þinni er loksins lokið,“ sagði Trump. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir að taka við um sex hundrað þúsundum dala í mútugreiðslur frá orkufyrirtæki frá Aserbaísjan og mexíkóskum banka. Cuellar er sagður hafa einnig talað máli Aserbaísjan á þingi og reynt að hafa áhrif á lagafrumvörp, með hagsmuni ríkisins í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þau hafa lýst yfir sakleysi sínu en réttarhöldin gegn þeim áttu að hefjast í apríl. I want to thank President Trump for his tremendous leadership and for taking the time to look at the facts. I thank God for standing with my family and I during this difficult time. This decision clears the air and lets us move forward for South Texas.This pardon gives us a… pic.twitter.com/ajNvHq6rG0— Rep. Henry Cuellar (@RepCuellar) December 3, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja að Cuellar hafi strax í dag boðið sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Enn sem Demókrati en hann er þekktur fyrir að greiða atkvæði með Repúblikönum og þá sérstaklega þegar kemur að löggjöf varðandi skotvopn og málefni innflytjenda. Þó hann hafi verið náðaður stendur þingmaðurinn enn frammi fyrir rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar. Sú rannsókn hófst í maí í fyrra, skömmu eftir að Cuellar var fyrst ákærður. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21 Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Henry Cuellar, umræddur þingmaður, og Imelda, eiginkona hans, hafi verið þeirra á meðal. Hann hefur setið á þingi í fulltrúadeildinni í meira en tuttugu ár. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sakar Trump Demókrata um að reyna að rústa Bandaríkjunum og segir þá tilbúna til að ráðast á og ræna fólk, ljúga og svindla til að ná því markmiði þeirra. „Vegna þessara staðreynda, og annarra, tilkynni ég hér með fulla og skilyrðislausa náðun mína á heittelskuðum þingmanni, Henry Cuellar og Imeldu. Henry, ég þekki þig ekki, en þú getur sofið vel í nótt. Martröð þinni er loksins lokið,“ sagði Trump. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir að taka við um sex hundrað þúsundum dala í mútugreiðslur frá orkufyrirtæki frá Aserbaísjan og mexíkóskum banka. Cuellar er sagður hafa einnig talað máli Aserbaísjan á þingi og reynt að hafa áhrif á lagafrumvörp, með hagsmuni ríkisins í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þau hafa lýst yfir sakleysi sínu en réttarhöldin gegn þeim áttu að hefjast í apríl. I want to thank President Trump for his tremendous leadership and for taking the time to look at the facts. I thank God for standing with my family and I during this difficult time. This decision clears the air and lets us move forward for South Texas.This pardon gives us a… pic.twitter.com/ajNvHq6rG0— Rep. Henry Cuellar (@RepCuellar) December 3, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja að Cuellar hafi strax í dag boðið sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Enn sem Demókrati en hann er þekktur fyrir að greiða atkvæði með Repúblikönum og þá sérstaklega þegar kemur að löggjöf varðandi skotvopn og málefni innflytjenda. Þó hann hafi verið náðaður stendur þingmaðurinn enn frammi fyrir rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar. Sú rannsókn hófst í maí í fyrra, skömmu eftir að Cuellar var fyrst ákærður.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21 Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21
Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38