Heilbrigðismál í Suðurnesjabæ Anton Guðmundsson skrifar 9. mars 2023 22:31 Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Sandgerði og Garður. Á árum áður voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einnig hafa átt sér stað samtöl við Heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor hefur verið settur aukinn þrýstingur á ríkið að bæta úr þessari stöðu í sveitarfélaginu. En í málefnasamningi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks seigir að áfram verði unnið að því að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Suðurnesjabær er tæplega 4.000 manna sveitarfélag sem er næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum á jafnframt það eina á svæðinusem hefur hvorki heilbrigðisþjónustu né hjúkrunarheimili. Jóhann Friðrik Friðriksson ásamt öðrum þingmönnum í Suðurkjördæmi lögðu fram þingsályktunartillögu þann 08.11.2022 um Heilsugæslusel í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt gott samstarf við HSS enda verkefnið til þess fallið að auka þjónustu við íbúa og um leið draga úr álagi á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ, aukið álag má einkum rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar á Suðurnesjum auk álags vegna komu ferðamanna og flóttamanna sem njóta þjónustu ríkisins á svæðinu. Samkvæmt viðmiðum um heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að heilsugæslu þjónustu á bilinu 8.000–12.000 manns. Heilsugæslusel sem sinna takmarkaðri þjónustu má finna víða um land og er starfseminni stýrt af heilbrigðisstofnunum á viðkomandi þjónustusvæði. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næst stærsta sveitarfélag Suðurnesja og hafa stjórnendur HSS tekið undir þau sjónarmið. Eins og málið blasir nú við eru þrír byggðarkjarnar á landinu sem hafa enga heilbrigðisþjónustu þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur, tveir af þessum byggðarkjörnum eru staðsettir í Suðurnesjabæ, Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við. Eftir þau uppbyggilegu samtöl sem við höfum átt við Heilbrigðisráðherra og þingmenn í kjördæminu er það staðfest trú mín að þetta mál verði klárað, um er að ræða stórt réttlætismál fyrir hag og velferð íbúa Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Anton Guðmundsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Sandgerði og Garður. Á árum áður voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einnig hafa átt sér stað samtöl við Heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor hefur verið settur aukinn þrýstingur á ríkið að bæta úr þessari stöðu í sveitarfélaginu. En í málefnasamningi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks seigir að áfram verði unnið að því að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Suðurnesjabær er tæplega 4.000 manna sveitarfélag sem er næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum á jafnframt það eina á svæðinusem hefur hvorki heilbrigðisþjónustu né hjúkrunarheimili. Jóhann Friðrik Friðriksson ásamt öðrum þingmönnum í Suðurkjördæmi lögðu fram þingsályktunartillögu þann 08.11.2022 um Heilsugæslusel í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt gott samstarf við HSS enda verkefnið til þess fallið að auka þjónustu við íbúa og um leið draga úr álagi á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ, aukið álag má einkum rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar á Suðurnesjum auk álags vegna komu ferðamanna og flóttamanna sem njóta þjónustu ríkisins á svæðinu. Samkvæmt viðmiðum um heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að heilsugæslu þjónustu á bilinu 8.000–12.000 manns. Heilsugæslusel sem sinna takmarkaðri þjónustu má finna víða um land og er starfseminni stýrt af heilbrigðisstofnunum á viðkomandi þjónustusvæði. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næst stærsta sveitarfélag Suðurnesja og hafa stjórnendur HSS tekið undir þau sjónarmið. Eins og málið blasir nú við eru þrír byggðarkjarnar á landinu sem hafa enga heilbrigðisþjónustu þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur, tveir af þessum byggðarkjörnum eru staðsettir í Suðurnesjabæ, Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við. Eftir þau uppbyggilegu samtöl sem við höfum átt við Heilbrigðisráðherra og þingmenn í kjördæminu er það staðfest trú mín að þetta mál verði klárað, um er að ræða stórt réttlætismál fyrir hag og velferð íbúa Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar