Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar 6. október 2025 12:31 Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar