Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 7. október 2025 14:02 Í velferðarsamfélagi er grundvallarforsenda að opinber kerfi séu hönnuð til að þjóna fólki á þeirra eigin forsendum. Sérstaklega á þetta við um þá sem standa höllum fæti, glíma við geðrænan vanda eða eru í viðkvæmri stöðu. Þegar kerfin bregðast þessum hópum, verður ekki aðeins um kerfislægt vandamál að ræða – heldur mannréttindabrot. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 2025, föstudaginn 10.október, erum við minnt á að það sé sérstaklega mikilvægt að styðja við geðheilsu fólks í viðkvæmum aðstæðum. Áföll í æsku tengjast aukinni hættu á geðrænum vandamálum síðar á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun og stuðningur geta dregið úr áhrifum áfallasögu og styrkt geðheilsu barna og ungmenna til framtíðar. Snemmtæk íhlutun er ekki bara slagorð Samkvæmt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023–2027 er lögð áhersla á snemmtæk úrræði og samþætta þjónustu. Með því að grípa inn í snemma má draga úr alvarlegum afleiðingum geðraskana og styðja einstaklinga til betra lífs. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni, þar sem snemmtæk íhlutun getur haft afgerandi áhrif á líðan og framtíð þeirra. Sem dæmi, ífrétt á Vísi kemur fram að um 2.500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna, og að bið eftir ADHD-greiningu geti verið allt að fimm ár. Slík bið er ekki aðeins óásættanleg – hún er brot á lögum um farsæld barna en farsældarkerfið á að mæta geðheilbrigðisvanda barna með snemmtækri, samþættri og samfelldri þjónustu. Grímur Atlason , framkvæmdastjóri Geðhjálpar, bendir á í aðsendri grein að 752 Íslendingar hafi látist á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda, þar af vegna sjálfsvíga og lyfjaeitrunar. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Grímur bendir á að heilbrigðiskerfið ráði ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir, og kallar eftir nýrri sýn á geðheilbrigði sem tekur mið af efnaskiptaheilbrigði heilans, næringu og forvörnum. Hlutverk sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í þjónustu við fullorðna með geðrænan vanda, þrátt fyrir að þau gegni lykilhlutverki í félagslegri þjónustu. Þetta getur leitt til þess að einstaklingar með flókin vandamál falli á milli kerfa, fá ekki viðunandi þjónustu og eru oft heilu fjölskyldurnar þarna undir. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 er bent á að skilgreina þurfi betur hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega á fyrsta stigi. Skortur á skýrri verkaskiptingu, samhæfingu og sérhæfðum úrræðum, ásamt takmörkuðu aðgengi og ófullnægjandi fjármögnun, getur leitt til þess að einstaklingar falli á milli kerfa og fái ekki nauðsynlega aðstoð. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í velferðarþjónustu og eru oft fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar hjálpar. Því er mikilvægt að kerfin séu hönnuð með þarfir fólks í forgrunni, þar sem samhæfing, aðgengi og mannvirðing ráða för. Stefna sveitarfélaga skiptir þar miklu máli, ekki síst í húsnæðismálum, þar sem öruggt og viðeigandi húsnæði er oft lykilforsenda þess að fólk með geðrænan vanda geti nýtt sér önnur úrræði. Þegar kerfið þjónar tilgangi sínum, stuðlar það að virkni, sjálfstæði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu. „Þetta snertir okkur öll – á bak við hvert mál er heil fjölskylda sem lifir með afleiðingum kerfisins, hvort sem það styður eða bregst.“ Jóhanna Þorsteinsdóttir, systir mín, hefur sagt frá reynslu sinni af íslenska kerfinu eftir að hún flutti heim í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda í kjölfar áfalla. Hún fékk aðeins fjórðung af þeim örorkubótum sem hún átti rétt á, vegna reglna sem ekki taka nægilegt tillit til aðstæðna fólks. Slík kerfi ýta undir félagslega einangrun og vantraust á opinbera þjónustu. „Það sló mig mjög hvað það var torvelt fyrir mig að fá aðstoð við að leita minna réttinda á sínum tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð við bæði að skilja kerfið og fá það sem ég átti réttilega rétt á. Það sem ég áorkaði með ómetanlegri aðstoð Öryrkjabandalagsins á sínum tíma hafði stóra þýðingu fyrir á annað þúsund manns á Íslandi. Á annað þúsund manns fékk ekki það sem þau áttu lagalegan rétt á vegna þess að kerfið er of þungt og flókið, það flókið að fólkið sem er að vinna með það dags daglega skilur það varla sjálft.“ Þegar kerfin eru of flókin, ósveigjanleg og ekki hönnuð með notandann í huga, þá verða þau hindrun frekar en stuðningur. Það er ekki nóg að þjónustan sé til – hún þarf að vera aðgengileg. Þessi kerfisgallar hafa bein áhrif á líf fólks – þar á meðal í minni eigin fjölskyldu. Jóhanna flutti aftur til Íslands í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda, en kerfið gat ekki mætt henni. Hún býr nú erlendis og hefur misst traust á íslenska velferðarkerfinu. Eins og hún segir sjálf: „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Þetta er ekki einstakt dæmi – þetta er raunveruleikinn fyrir marga. Stöðug barátta við kerfi. Og það er á ábyrgð okkar allra að breyta kerfinu þannig að það virki – fyrir alla. Höfundur er lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í velferðarsamfélagi er grundvallarforsenda að opinber kerfi séu hönnuð til að þjóna fólki á þeirra eigin forsendum. Sérstaklega á þetta við um þá sem standa höllum fæti, glíma við geðrænan vanda eða eru í viðkvæmri stöðu. Þegar kerfin bregðast þessum hópum, verður ekki aðeins um kerfislægt vandamál að ræða – heldur mannréttindabrot. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 2025, föstudaginn 10.október, erum við minnt á að það sé sérstaklega mikilvægt að styðja við geðheilsu fólks í viðkvæmum aðstæðum. Áföll í æsku tengjast aukinni hættu á geðrænum vandamálum síðar á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun og stuðningur geta dregið úr áhrifum áfallasögu og styrkt geðheilsu barna og ungmenna til framtíðar. Snemmtæk íhlutun er ekki bara slagorð Samkvæmt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023–2027 er lögð áhersla á snemmtæk úrræði og samþætta þjónustu. Með því að grípa inn í snemma má draga úr alvarlegum afleiðingum geðraskana og styðja einstaklinga til betra lífs. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni, þar sem snemmtæk íhlutun getur haft afgerandi áhrif á líðan og framtíð þeirra. Sem dæmi, ífrétt á Vísi kemur fram að um 2.500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna, og að bið eftir ADHD-greiningu geti verið allt að fimm ár. Slík bið er ekki aðeins óásættanleg – hún er brot á lögum um farsæld barna en farsældarkerfið á að mæta geðheilbrigðisvanda barna með snemmtækri, samþættri og samfelldri þjónustu. Grímur Atlason , framkvæmdastjóri Geðhjálpar, bendir á í aðsendri grein að 752 Íslendingar hafi látist á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda, þar af vegna sjálfsvíga og lyfjaeitrunar. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Grímur bendir á að heilbrigðiskerfið ráði ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir, og kallar eftir nýrri sýn á geðheilbrigði sem tekur mið af efnaskiptaheilbrigði heilans, næringu og forvörnum. Hlutverk sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í þjónustu við fullorðna með geðrænan vanda, þrátt fyrir að þau gegni lykilhlutverki í félagslegri þjónustu. Þetta getur leitt til þess að einstaklingar með flókin vandamál falli á milli kerfa, fá ekki viðunandi þjónustu og eru oft heilu fjölskyldurnar þarna undir. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 er bent á að skilgreina þurfi betur hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega á fyrsta stigi. Skortur á skýrri verkaskiptingu, samhæfingu og sérhæfðum úrræðum, ásamt takmörkuðu aðgengi og ófullnægjandi fjármögnun, getur leitt til þess að einstaklingar falli á milli kerfa og fái ekki nauðsynlega aðstoð. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í velferðarþjónustu og eru oft fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar hjálpar. Því er mikilvægt að kerfin séu hönnuð með þarfir fólks í forgrunni, þar sem samhæfing, aðgengi og mannvirðing ráða för. Stefna sveitarfélaga skiptir þar miklu máli, ekki síst í húsnæðismálum, þar sem öruggt og viðeigandi húsnæði er oft lykilforsenda þess að fólk með geðrænan vanda geti nýtt sér önnur úrræði. Þegar kerfið þjónar tilgangi sínum, stuðlar það að virkni, sjálfstæði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu. „Þetta snertir okkur öll – á bak við hvert mál er heil fjölskylda sem lifir með afleiðingum kerfisins, hvort sem það styður eða bregst.“ Jóhanna Þorsteinsdóttir, systir mín, hefur sagt frá reynslu sinni af íslenska kerfinu eftir að hún flutti heim í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda í kjölfar áfalla. Hún fékk aðeins fjórðung af þeim örorkubótum sem hún átti rétt á, vegna reglna sem ekki taka nægilegt tillit til aðstæðna fólks. Slík kerfi ýta undir félagslega einangrun og vantraust á opinbera þjónustu. „Það sló mig mjög hvað það var torvelt fyrir mig að fá aðstoð við að leita minna réttinda á sínum tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð við bæði að skilja kerfið og fá það sem ég átti réttilega rétt á. Það sem ég áorkaði með ómetanlegri aðstoð Öryrkjabandalagsins á sínum tíma hafði stóra þýðingu fyrir á annað þúsund manns á Íslandi. Á annað þúsund manns fékk ekki það sem þau áttu lagalegan rétt á vegna þess að kerfið er of þungt og flókið, það flókið að fólkið sem er að vinna með það dags daglega skilur það varla sjálft.“ Þegar kerfin eru of flókin, ósveigjanleg og ekki hönnuð með notandann í huga, þá verða þau hindrun frekar en stuðningur. Það er ekki nóg að þjónustan sé til – hún þarf að vera aðgengileg. Þessi kerfisgallar hafa bein áhrif á líf fólks – þar á meðal í minni eigin fjölskyldu. Jóhanna flutti aftur til Íslands í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda, en kerfið gat ekki mætt henni. Hún býr nú erlendis og hefur misst traust á íslenska velferðarkerfinu. Eins og hún segir sjálf: „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Þetta er ekki einstakt dæmi – þetta er raunveruleikinn fyrir marga. Stöðug barátta við kerfi. Og það er á ábyrgð okkar allra að breyta kerfinu þannig að það virki – fyrir alla. Höfundur er lýðheilsufræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun