Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar 7. október 2025 11:01 Ég lenti í dómsmáli fyrir nokkrum árum síðan. Í því lenti ég í margs konar uppákomum, sumum svo skringilegum og bera fulltrúum dómskerfisins svo slæma sögu að meira að segja er erfitt að segja frá því. Ein slík fer hér á eftir: Ekki er óalgengt í dómsmáli að það þurfi að fá sérfræðinga að málinu til þess að meta eitthvað eða rannsaka. Þegar um rannsókn er að ræða þarf stundum að framkvæma hana á rannsóknarstofu, jafnvel erlendis. Svo var í þessu tilfelli. Ein krafa hins aðilans í málinu af mörgum setti málið í það skringilega stöðu að það fór um langan tíma beinlínis á hliðina og kostaði mig mikið fé. Það gerðist vegna þess að dómarinn tók undir kröfuna og gerði að sinni. Nánar tiltekið samþykkti dómarinn kröfu hins aðilans um að gögnin sem rannsóknaraðilinn þurfti til rannsóknarinnar mættu ekki fara úr dómshúsinu. Þess vegna yrði rannsóknin að fara þar fram. Matsmaðurinn yrði að ferðast til landsins og einnig þyrfti að koma þeim tækjum sem þurfti til rannsóknarinnar í dómsal og setja þau þar upp. Þetta var náttúrulega galið. Minn lögmaður tjáði mér að dómarinn hefði ákveðið þetta án aðkomu hans. Ég hafði verið settur í þá stöðu að hafa fengið samþykkt dómara fyrir því að rannsóknin færi fram en í raun bann hans við því að hún gæti farið fram. Lengi vel virtist það kosta margar milljónir að fá tækin send og setja rannsóknarstofuna upp í dómsal. Við héldum um tíma að okkur hefði tekist gera hið ómögulega og halda kostnaðinum við eina milljón króna en á síðustu stundu reyndist það tálsýn. Þá ákvað dómarinn að liðka fyrir þannig að á endanum kom rannsóknarmaðurinn til landsins. Nokkrum klukkutímum eftir komuna gaf dómarinn hins vegar leyfi til þess að hann mætti taka rannsóknargögnin með sér úr landi og gera rannsóknina á sinni rannsóknarstofu. Ég var ekki viðstaddur þinghaldið þar sem ákvörðunin var tekin. Lögmaður minn tjáði mér að dómarinn hefði viðurkennt að í kröfunni hefði verið vísað til laga sem ekki áttu við í þessu máli. Ríkið varð ekki einu sinni skaðabótaskylt og mikið held ég að hafi verið hlegið í herbúðum hins aðilans hvernig þetta bragð heppnaðist, það er hvernig tókst að leika á dómarann. Ef að var þá þannig? Mér finnst að það hafi verið ótrúlega auðvelt. Ég sá einu sinni gamanmynd í bíó um mann sem þurfti að flytjast búferlum milli fylkja í landinu sem hann bjó í. Þegar hann var kominn á áfangastað var hann á þönum milli skrifstofa til þess að fá dvalarleyfi og vinnu til þess að framfæra sér. Hann fékk ekki dvalarleyfi vegna þess að hann hafði ekki vinnu og fékk ekki vinnu vegna þess að hann hafði ekki dvalarleyfi. Hann var að lokum dæmdur í fangelsi fyrir að skamma opinberan embættismann blóðugum skömmum. Það bjargaði honum að vísu frá algjöru svelti. Mér fannst ofangreind kvikmynd afskaplega fyndin þegar ég sá hana en núna sé ég hana í ljósi íslenska dómskerfisins. Þarna var um að ræða fulltrúa úr röðum almennings rétt eins og mig. Ég verð að segja að ég hef lent í ýmsu um ævina, stundum verið kallaður til þegar fyrirtæki hafa átt við ýmis konar rekstrarvanda að stríða en þó aldrei áður kynnst jafn mikilli endemis vitleysu og ég hef lýst hér á undan. Auðvitað þurfti ég að greiða matsmanninum fyrir ferðalagið til og frá Íslandi, veru hans hér og heilmikinn lögmannskostnað að auki þannig að ég varð ofan á allt saman eitthvað um einni milljón krónum fátækari. Nokkur ár eru síðan þannig að upphæðin væri töluvert hærri og í dag. Mér skilst á lögmönnum að svona uppákomur þekkist í dómskerfinu. Sá úr röðum almennings sem er að íhuga að fara í mál við sér sterkari aðila þarf að hafa það í huga að áhættan getur verið miklu meiri en virðist í fyrstu. Ótrúlega auðvelt er að bregða fyrir þig fæti. Þú veist yfirleitt aldrei hvort það er gert vegna mistaka eða af ásettu ráði og hverjir eigi þar hlut að máli. Þar fyrir utan eiga að mínu mati vinnubrögð innan dómskerfisins að vera þannig að álíka alvarleg mistök komi ekki oftar fyrir en möguleiki er á að vinna stóra vinninginn í happdrætti. Allt annað finnst mér bera vott um spillingu ekki síst þegar það virðist loða við að fólk úr röðum almennings verði skotspónninn. Spillingu sem dómsmálsráðherrann og fleiri ráðamenn virðast telja að ekki megi gagnrýna. Það finnst mér einnig bera vott um spillingu, að minnsta kosti í lýðræðisríki. Hvað finnst þér? Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Ég lenti í dómsmáli fyrir nokkrum árum síðan. Í því lenti ég í margs konar uppákomum, sumum svo skringilegum og bera fulltrúum dómskerfisins svo slæma sögu að meira að segja er erfitt að segja frá því. Ein slík fer hér á eftir: Ekki er óalgengt í dómsmáli að það þurfi að fá sérfræðinga að málinu til þess að meta eitthvað eða rannsaka. Þegar um rannsókn er að ræða þarf stundum að framkvæma hana á rannsóknarstofu, jafnvel erlendis. Svo var í þessu tilfelli. Ein krafa hins aðilans í málinu af mörgum setti málið í það skringilega stöðu að það fór um langan tíma beinlínis á hliðina og kostaði mig mikið fé. Það gerðist vegna þess að dómarinn tók undir kröfuna og gerði að sinni. Nánar tiltekið samþykkti dómarinn kröfu hins aðilans um að gögnin sem rannsóknaraðilinn þurfti til rannsóknarinnar mættu ekki fara úr dómshúsinu. Þess vegna yrði rannsóknin að fara þar fram. Matsmaðurinn yrði að ferðast til landsins og einnig þyrfti að koma þeim tækjum sem þurfti til rannsóknarinnar í dómsal og setja þau þar upp. Þetta var náttúrulega galið. Minn lögmaður tjáði mér að dómarinn hefði ákveðið þetta án aðkomu hans. Ég hafði verið settur í þá stöðu að hafa fengið samþykkt dómara fyrir því að rannsóknin færi fram en í raun bann hans við því að hún gæti farið fram. Lengi vel virtist það kosta margar milljónir að fá tækin send og setja rannsóknarstofuna upp í dómsal. Við héldum um tíma að okkur hefði tekist gera hið ómögulega og halda kostnaðinum við eina milljón króna en á síðustu stundu reyndist það tálsýn. Þá ákvað dómarinn að liðka fyrir þannig að á endanum kom rannsóknarmaðurinn til landsins. Nokkrum klukkutímum eftir komuna gaf dómarinn hins vegar leyfi til þess að hann mætti taka rannsóknargögnin með sér úr landi og gera rannsóknina á sinni rannsóknarstofu. Ég var ekki viðstaddur þinghaldið þar sem ákvörðunin var tekin. Lögmaður minn tjáði mér að dómarinn hefði viðurkennt að í kröfunni hefði verið vísað til laga sem ekki áttu við í þessu máli. Ríkið varð ekki einu sinni skaðabótaskylt og mikið held ég að hafi verið hlegið í herbúðum hins aðilans hvernig þetta bragð heppnaðist, það er hvernig tókst að leika á dómarann. Ef að var þá þannig? Mér finnst að það hafi verið ótrúlega auðvelt. Ég sá einu sinni gamanmynd í bíó um mann sem þurfti að flytjast búferlum milli fylkja í landinu sem hann bjó í. Þegar hann var kominn á áfangastað var hann á þönum milli skrifstofa til þess að fá dvalarleyfi og vinnu til þess að framfæra sér. Hann fékk ekki dvalarleyfi vegna þess að hann hafði ekki vinnu og fékk ekki vinnu vegna þess að hann hafði ekki dvalarleyfi. Hann var að lokum dæmdur í fangelsi fyrir að skamma opinberan embættismann blóðugum skömmum. Það bjargaði honum að vísu frá algjöru svelti. Mér fannst ofangreind kvikmynd afskaplega fyndin þegar ég sá hana en núna sé ég hana í ljósi íslenska dómskerfisins. Þarna var um að ræða fulltrúa úr röðum almennings rétt eins og mig. Ég verð að segja að ég hef lent í ýmsu um ævina, stundum verið kallaður til þegar fyrirtæki hafa átt við ýmis konar rekstrarvanda að stríða en þó aldrei áður kynnst jafn mikilli endemis vitleysu og ég hef lýst hér á undan. Auðvitað þurfti ég að greiða matsmanninum fyrir ferðalagið til og frá Íslandi, veru hans hér og heilmikinn lögmannskostnað að auki þannig að ég varð ofan á allt saman eitthvað um einni milljón krónum fátækari. Nokkur ár eru síðan þannig að upphæðin væri töluvert hærri og í dag. Mér skilst á lögmönnum að svona uppákomur þekkist í dómskerfinu. Sá úr röðum almennings sem er að íhuga að fara í mál við sér sterkari aðila þarf að hafa það í huga að áhættan getur verið miklu meiri en virðist í fyrstu. Ótrúlega auðvelt er að bregða fyrir þig fæti. Þú veist yfirleitt aldrei hvort það er gert vegna mistaka eða af ásettu ráði og hverjir eigi þar hlut að máli. Þar fyrir utan eiga að mínu mati vinnubrögð innan dómskerfisins að vera þannig að álíka alvarleg mistök komi ekki oftar fyrir en möguleiki er á að vinna stóra vinninginn í happdrætti. Allt annað finnst mér bera vott um spillingu ekki síst þegar það virðist loða við að fólk úr röðum almennings verði skotspónninn. Spillingu sem dómsmálsráðherrann og fleiri ráðamenn virðast telja að ekki megi gagnrýna. Það finnst mér einnig bera vott um spillingu, að minnsta kosti í lýðræðisríki. Hvað finnst þér? Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar