Ekki humma fram af þér heilsuna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2023 07:00 Flestir þekkja frestunaráráttuna, tilfinninguna að vilja ýta á undan sér einhverju verkefni sem manni hugnast ekki að sinna. Skila einhverju af sér á síðustu stundu og kannski ekki í þeim gæðaflokki sem maður hefði viljað. Að fresta einhverju og fresta því svo aftur, og finna kvíðann magnast þangað til að það er orðið óumflýjanlegt að ljúka verkinu. Að telja sér trú um að allt verði í lagi, þrátt fyrir að í mælaborðinu blikki rautt merki með þeim skilaboðum að við eigum tafarlaust að láta fagaðila yfirfara vélina. Í Mottumars beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að krabbameinum hjá körlum, en einn af hverjum þremur karlmönnum getur búist við að greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að líkt og með blikkandi viðvörunarljósið eiga sumir karlmenn með einkenni það til að bíða í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár. Þessu viljum við hjá Krabbameinsfélaginu breyta og tileinkum átakið í ár því einkennum krabbameina hjá körlum og hvetjum til þess að þeir hummi ekki fram af sér heilsuna. Verum vakandi fyrir einkennum Þótt gríðarlegar framfarir hafi átt sér stað í meðferð krabbameina á undanförnum árum og fimm ára lífshorfur hafi meira en tvöfaldast frá því að skráning hófst, búum við enn við þann veruleika að yfir fjórðungur dánarmeina er af völdum krabbameina. Samkvæmt samantekt frá árunum 2017-2021 greindust árlega 892 karlmenn með krabbamein. Á sama tímabili létust 317 karlmenn úr krabbameinum ár hvert. Það jafngildir því að við missum rúmlega sex feður, afa, bræður, syni, frændur og vini í hverri viku. Það er allt of mikið. Í Mottumars hvetjum við karlmenn til að kynna sér möguleg einkenni krabbameina og vera vakandi fyrir breytingum á líkama sínum sem geti verið vísbendingar um krabbamein. Slík einkenni geta til dæmis verið óvenjuleg blæðing, hnútar eða þykkildi, óútskýrt þyngdartap, þrálátur hósti eða hæsi, kyngingarerfiðleikar, breyting á meltingu, hægðum eða þvaglátum, sár sem ekki grær, breytingar á fæðingarblettum, óvenjuleg þreyta eða verkir sem sem eiga sér ekki augljósa skýringu. Mikilvægi öflugra forvarna Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Skimun fyrir þeim er ein af þremur skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með og eina skimunin sem býðst karlmönnum. Hún hefur ekki verið innleidd á Íslandi, en fyrr í mánuðinum bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimunina á þessu ári. Til að árangur verði af verkefninu er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og fresti því ekki að taka þátt í skimuninni. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að fækka þeim sem fá krabbamein og bætum lífslíkur þeirra sem greinast. Það er einnig til mikils að vinna með því að temja sér lífsstíl sem dregur úr áhættu á að fá krabbamein, en heilbrigður lífsstíll hefur mikið forvarnagildi. Þekktir verndandi þættir gegn krabbameinum eru meðal annars regluleg líkamleg hreyfing, hæfileg líkamsþyngd, tóbaksleysi, takmörkuð neysla á áfengi, söltuðum og reyktum mat, sykruðum drykkjum og rauðu kjöti og mikil neysla á trefjaríkum mat eins og heilkornavörum, ávöxtum, grænmeti og baunum. Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að kynna sér þær leiðir sem eru færar og stjórnvöld til að vinna að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífstíl í öndvegi. Róðurinn þyngist Stöðunni í krabbameinsmálum má líkja við straumharða á í leysingum og í því samhengi erum við stödd í ánni miðri. Búast má við 52% fjölgun nýrra krabbameinstilvika á næstu árum. Almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast, en aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og róðurinn mun þyngjast jafnt og þétt fram til ársins 2040. Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina fjölgar einnig hratt í hópi lifenda, þeirra sem eru á lífi og hafa greinst með krabbamein, en gert er ráð fyrir að árið 2035 verði þeir að lágmarki 24.300. Í þeim hópi eru fjölmargir einstaklingar sem þurfa á langtímameðferð að halda og sérhæfðri þjónustu vegna langvinnra aukaverkana eða síðbúinna fylgikvilla. Á Íslandi eigum við krabbameinsáætlun sem var samþykkt 2019 og gildir til ársins 2030. Hins vegar hefur ekki verið gefin út aðgerðaáætlun eða veitt til hennar nauðsynlegu fjármagni. Þá er óleystur húsnæðisvandi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga, sem brýnt er að bregðast við. Þessu má ekki skjóta á frest mikið lengur. Ómetanlegur stuðningur Krabbameinsfélagið leggur sitt af mörkum með öflugu forvarnar- og fræðslustarfi, þýðingarmiklu framlagi til krabbameinsrannsókna, hagsmunagæslu og endurgjaldslausum stuðningi og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Fjárhagslegur stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átak á borð við Mottumars er því ómetanlegt framlag í baráttunni við krabbamein og undirstaða þess að félagið geti áfram sinnt þessum mikilvægu verkefnum. Krabbameinsfélagið þakkar Velunnurum félagsins og kaupendum Mottumarssokka um land allt af alhug fyrir stuðninginn. Í sameiningu tökumst við á við þær áskoranir sem eru framundan. Höfundur er læknir og formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Flestir þekkja frestunaráráttuna, tilfinninguna að vilja ýta á undan sér einhverju verkefni sem manni hugnast ekki að sinna. Skila einhverju af sér á síðustu stundu og kannski ekki í þeim gæðaflokki sem maður hefði viljað. Að fresta einhverju og fresta því svo aftur, og finna kvíðann magnast þangað til að það er orðið óumflýjanlegt að ljúka verkinu. Að telja sér trú um að allt verði í lagi, þrátt fyrir að í mælaborðinu blikki rautt merki með þeim skilaboðum að við eigum tafarlaust að láta fagaðila yfirfara vélina. Í Mottumars beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að krabbameinum hjá körlum, en einn af hverjum þremur karlmönnum getur búist við að greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að líkt og með blikkandi viðvörunarljósið eiga sumir karlmenn með einkenni það til að bíða í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár. Þessu viljum við hjá Krabbameinsfélaginu breyta og tileinkum átakið í ár því einkennum krabbameina hjá körlum og hvetjum til þess að þeir hummi ekki fram af sér heilsuna. Verum vakandi fyrir einkennum Þótt gríðarlegar framfarir hafi átt sér stað í meðferð krabbameina á undanförnum árum og fimm ára lífshorfur hafi meira en tvöfaldast frá því að skráning hófst, búum við enn við þann veruleika að yfir fjórðungur dánarmeina er af völdum krabbameina. Samkvæmt samantekt frá árunum 2017-2021 greindust árlega 892 karlmenn með krabbamein. Á sama tímabili létust 317 karlmenn úr krabbameinum ár hvert. Það jafngildir því að við missum rúmlega sex feður, afa, bræður, syni, frændur og vini í hverri viku. Það er allt of mikið. Í Mottumars hvetjum við karlmenn til að kynna sér möguleg einkenni krabbameina og vera vakandi fyrir breytingum á líkama sínum sem geti verið vísbendingar um krabbamein. Slík einkenni geta til dæmis verið óvenjuleg blæðing, hnútar eða þykkildi, óútskýrt þyngdartap, þrálátur hósti eða hæsi, kyngingarerfiðleikar, breyting á meltingu, hægðum eða þvaglátum, sár sem ekki grær, breytingar á fæðingarblettum, óvenjuleg þreyta eða verkir sem sem eiga sér ekki augljósa skýringu. Mikilvægi öflugra forvarna Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Skimun fyrir þeim er ein af þremur skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með og eina skimunin sem býðst karlmönnum. Hún hefur ekki verið innleidd á Íslandi, en fyrr í mánuðinum bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimunina á þessu ári. Til að árangur verði af verkefninu er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og fresti því ekki að taka þátt í skimuninni. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að fækka þeim sem fá krabbamein og bætum lífslíkur þeirra sem greinast. Það er einnig til mikils að vinna með því að temja sér lífsstíl sem dregur úr áhættu á að fá krabbamein, en heilbrigður lífsstíll hefur mikið forvarnagildi. Þekktir verndandi þættir gegn krabbameinum eru meðal annars regluleg líkamleg hreyfing, hæfileg líkamsþyngd, tóbaksleysi, takmörkuð neysla á áfengi, söltuðum og reyktum mat, sykruðum drykkjum og rauðu kjöti og mikil neysla á trefjaríkum mat eins og heilkornavörum, ávöxtum, grænmeti og baunum. Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að kynna sér þær leiðir sem eru færar og stjórnvöld til að vinna að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífstíl í öndvegi. Róðurinn þyngist Stöðunni í krabbameinsmálum má líkja við straumharða á í leysingum og í því samhengi erum við stödd í ánni miðri. Búast má við 52% fjölgun nýrra krabbameinstilvika á næstu árum. Almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast, en aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og róðurinn mun þyngjast jafnt og þétt fram til ársins 2040. Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina fjölgar einnig hratt í hópi lifenda, þeirra sem eru á lífi og hafa greinst með krabbamein, en gert er ráð fyrir að árið 2035 verði þeir að lágmarki 24.300. Í þeim hópi eru fjölmargir einstaklingar sem þurfa á langtímameðferð að halda og sérhæfðri þjónustu vegna langvinnra aukaverkana eða síðbúinna fylgikvilla. Á Íslandi eigum við krabbameinsáætlun sem var samþykkt 2019 og gildir til ársins 2030. Hins vegar hefur ekki verið gefin út aðgerðaáætlun eða veitt til hennar nauðsynlegu fjármagni. Þá er óleystur húsnæðisvandi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga, sem brýnt er að bregðast við. Þessu má ekki skjóta á frest mikið lengur. Ómetanlegur stuðningur Krabbameinsfélagið leggur sitt af mörkum með öflugu forvarnar- og fræðslustarfi, þýðingarmiklu framlagi til krabbameinsrannsókna, hagsmunagæslu og endurgjaldslausum stuðningi og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Fjárhagslegur stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átak á borð við Mottumars er því ómetanlegt framlag í baráttunni við krabbamein og undirstaða þess að félagið geti áfram sinnt þessum mikilvægu verkefnum. Krabbameinsfélagið þakkar Velunnurum félagsins og kaupendum Mottumarssokka um land allt af alhug fyrir stuðninginn. Í sameiningu tökumst við á við þær áskoranir sem eru framundan. Höfundur er læknir og formaður Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar