Jafnrétti – bara ekki fyrir allar Sabine Leskopf skrifar 8. mars 2023 13:00 Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Jafnréttismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun