Raunhagkerfið, landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 28. febrúar 2023 06:02 Við þingmenn Framsóknar nýttum nýliðna kjördæmaviku vel og fórum í góða fundarferð um landið þar sem við héldum fjölda opinna funda ásamt því að heimsækja fólk og fyrirtæki um allt land. Ég hef ávallt lagt mikið upp úr því, hvort sem það er sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn líkt og ég var árin 2018-2022 eða sem kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga, að vera í góðu sambandi við kjósendur og nýta þann tíma sem ég hef til að hitta fólk og heimsækja fyrirtæki. Þetta finnst mér alveg sérstaklega mikilvægt, þó ekki sé nema að sjá og kynnast í raun hvað það er sem brennur á fólki og hvar það er sem gera þarf betur. Í byrjun janúar héldum við Willum Þór, heilbrigðisráðherra, opna fundi í okkar kjördæmi, suðvestur, sem voru góðir og vel sóttir. Þar kom ýmislegt gagnlegt fram og margt sem við gátum og getum tekið með inn í okkar störf. Nú var það hins vegar landsbyggðin sem var heimsótt var 14. – 17. febrúar síðastliðinn. Ólíkir hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis? Ég hef alltaf sagt að það er mikilvægt fyrir okkur þingmenn á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja landsbyggðina. Það er ekki bara mikilvægt, því það er líka hollt að sækja íbúa annarra kjördæma heim og heyra hvernig hjartað slær í samfélögum víða um land og hvað það er sem skiptir fólki raunverulegu máli á hverju svæði fyrir sig. Dagskráin var þétt alla þessa daga og var vel skipulögð af okkar góða starfsfólki í samvinnu við fólk í heimabyggð. Það sem hefði kannski ekki átt að koma mér neitt sérstaklega á óvart, en gerði það þó að nokkur leyti, er hversu samofnir hagsmunir íbúa um land allt raunverulega eru. Mér hefur oft fundist af umræðunni að dæma að þessum hópum, það er að segja íbúa landsbyggðar og höfuðborgar sé oft stillt upp sem einhvers konar andstæðingum þegar kemur að stórum málum, líkt og þegar kemur til dæmis að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Í lok dags, er staðan einfaldlega þannig að hagsmunirnir eru um margt mjög líkir og ég varð sérstaklega var við það þegar kemur að umræðum um stór mál líkt og orkumál, samgöngur, málefni eldra fólks, uppbyggingu hjúkrunarheimila, vexti og verðbólgu og svo mætti áfram telja. Þetta eru mál sem snerta okkur öll, sama hvar á landinu við búum, bæði í nútíð og til framtíðar. Það eru verðmæti í því að halda landinu í blómlegri byggð Þá var það sérstaklega gaman að sjá þá allt það kröftuga atvinnulíf sem býr á landsbyggðinni og það má með sanni segja að raunhagkerfið búi á landsbyggðinni en þar spilar sjávarútvegurinn auðvitað stórt hlutverk. Enda kemur lang stærsti hluti atvinnutekna í sjávarútvegi, það er veiðum og vinnslu, í hlut einstaklinga á landsbyggðinni. Sjávarútvegurinn er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og honum fylgja mörg afleidd störf, hvort sem það eru hefðbundinn störf í hliðargreinum sjávarútvegs eða í nýsköpun tengdum sjávarútvegi. Þá liggja ótal tækifæri fyrir ungt fólk í nýsköpuninni tengdri greininni, þar sem hefðbundnum störfum hefur fækkað í sjávarútvegi en í þeirra stað hafa skapast eftirsóknarverð hátæknistörf. Þá skiptir laxeldi einnig verulegu máli fyrir þjóðarbúið, mikilvægi þess fer einungis vaxandi á komandi árum enda lax einn besti próteingjafinn fyrir ört fjölgandi mannkyn. Fjöldi starfa fylgir laxeldinu, bæði tengdri greininni sjálfri en þá verða einnig verða til mörg afleidd störf með tilheyrandi tækifærum fyrir sveitarfélög sem mörg hver hafa átt undir höggi að sækja. Allt helst þetta í hendur og styður við uppbyggingu fleiri starfa á hverju svæði fyrir sig. Ungt fólk snýr aftur í byggðirnar og aldurspýramídinn hefur tekið jákvæðum breytingum. Mikil gróska er í atvinnu, ferðaþjónustu og menningarstarfsemi á landsbyggðinni en þar er býr einnig landbúnaðurinn sem er undirstöðu atvinnugrein sem styður við fjölda annarra atvinnugreina eins og t.d. ferðaþjónustu. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu gerum okkur ef til vill ekki alltaf nægilega vel grein fyrir mikilvægi allra þeirra starfa sem eru á landsbyggðinni og skapa raunveruleg verðmæti fyrir land og þjóð. Ég vil þakka kærlega fyrir góða kjördæmaviku og þeim fjölmörgu sem mættu á opna fundi okkar og þeim fyrirtækjum sem tóku vel á móti okkur. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Samgöngur Sjávarútvegur Nýsköpun Orkumál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Við þingmenn Framsóknar nýttum nýliðna kjördæmaviku vel og fórum í góða fundarferð um landið þar sem við héldum fjölda opinna funda ásamt því að heimsækja fólk og fyrirtæki um allt land. Ég hef ávallt lagt mikið upp úr því, hvort sem það er sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn líkt og ég var árin 2018-2022 eða sem kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga, að vera í góðu sambandi við kjósendur og nýta þann tíma sem ég hef til að hitta fólk og heimsækja fyrirtæki. Þetta finnst mér alveg sérstaklega mikilvægt, þó ekki sé nema að sjá og kynnast í raun hvað það er sem brennur á fólki og hvar það er sem gera þarf betur. Í byrjun janúar héldum við Willum Þór, heilbrigðisráðherra, opna fundi í okkar kjördæmi, suðvestur, sem voru góðir og vel sóttir. Þar kom ýmislegt gagnlegt fram og margt sem við gátum og getum tekið með inn í okkar störf. Nú var það hins vegar landsbyggðin sem var heimsótt var 14. – 17. febrúar síðastliðinn. Ólíkir hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis? Ég hef alltaf sagt að það er mikilvægt fyrir okkur þingmenn á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja landsbyggðina. Það er ekki bara mikilvægt, því það er líka hollt að sækja íbúa annarra kjördæma heim og heyra hvernig hjartað slær í samfélögum víða um land og hvað það er sem skiptir fólki raunverulegu máli á hverju svæði fyrir sig. Dagskráin var þétt alla þessa daga og var vel skipulögð af okkar góða starfsfólki í samvinnu við fólk í heimabyggð. Það sem hefði kannski ekki átt að koma mér neitt sérstaklega á óvart, en gerði það þó að nokkur leyti, er hversu samofnir hagsmunir íbúa um land allt raunverulega eru. Mér hefur oft fundist af umræðunni að dæma að þessum hópum, það er að segja íbúa landsbyggðar og höfuðborgar sé oft stillt upp sem einhvers konar andstæðingum þegar kemur að stórum málum, líkt og þegar kemur til dæmis að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Í lok dags, er staðan einfaldlega þannig að hagsmunirnir eru um margt mjög líkir og ég varð sérstaklega var við það þegar kemur að umræðum um stór mál líkt og orkumál, samgöngur, málefni eldra fólks, uppbyggingu hjúkrunarheimila, vexti og verðbólgu og svo mætti áfram telja. Þetta eru mál sem snerta okkur öll, sama hvar á landinu við búum, bæði í nútíð og til framtíðar. Það eru verðmæti í því að halda landinu í blómlegri byggð Þá var það sérstaklega gaman að sjá þá allt það kröftuga atvinnulíf sem býr á landsbyggðinni og það má með sanni segja að raunhagkerfið búi á landsbyggðinni en þar spilar sjávarútvegurinn auðvitað stórt hlutverk. Enda kemur lang stærsti hluti atvinnutekna í sjávarútvegi, það er veiðum og vinnslu, í hlut einstaklinga á landsbyggðinni. Sjávarútvegurinn er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og honum fylgja mörg afleidd störf, hvort sem það eru hefðbundinn störf í hliðargreinum sjávarútvegs eða í nýsköpun tengdum sjávarútvegi. Þá liggja ótal tækifæri fyrir ungt fólk í nýsköpuninni tengdri greininni, þar sem hefðbundnum störfum hefur fækkað í sjávarútvegi en í þeirra stað hafa skapast eftirsóknarverð hátæknistörf. Þá skiptir laxeldi einnig verulegu máli fyrir þjóðarbúið, mikilvægi þess fer einungis vaxandi á komandi árum enda lax einn besti próteingjafinn fyrir ört fjölgandi mannkyn. Fjöldi starfa fylgir laxeldinu, bæði tengdri greininni sjálfri en þá verða einnig verða til mörg afleidd störf með tilheyrandi tækifærum fyrir sveitarfélög sem mörg hver hafa átt undir höggi að sækja. Allt helst þetta í hendur og styður við uppbyggingu fleiri starfa á hverju svæði fyrir sig. Ungt fólk snýr aftur í byggðirnar og aldurspýramídinn hefur tekið jákvæðum breytingum. Mikil gróska er í atvinnu, ferðaþjónustu og menningarstarfsemi á landsbyggðinni en þar er býr einnig landbúnaðurinn sem er undirstöðu atvinnugrein sem styður við fjölda annarra atvinnugreina eins og t.d. ferðaþjónustu. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu gerum okkur ef til vill ekki alltaf nægilega vel grein fyrir mikilvægi allra þeirra starfa sem eru á landsbyggðinni og skapa raunveruleg verðmæti fyrir land og þjóð. Ég vil þakka kærlega fyrir góða kjördæmaviku og þeim fjölmörgu sem mættu á opna fundi okkar og þeim fyrirtækjum sem tóku vel á móti okkur. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar