Dýralæknar á Íslandi Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 23. febrúar 2023 13:31 Dýralæknar gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi við umönnun dýra. Margar áskoranir hafa verið til staðar þar sem erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknaþjónustu en síðustu ár hefur hörgull á dýralæknum hér á landi verið mikið í umræðunni. Tengist sú umræða sérstaklega þeirri miklu umræðu um fæðuöryggi þjóðarinnar. Skortur á dýralæknum getur m.a. haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir aðgengi bænda og almennings að dýralæknaþjónustu sem gætu haft alvarleg og óafturkræf áhrif á heilsu og velferð dýra, auk fjárhagslegs tjóns fyrir bændur. Að þessu tilefni hef ég nú lagt fram tvær þingsályktunartillögur sem snúa að mönnun og starfsaðstæðum dýralækna hér á landi. Skortur á dýralæknum og ívilnanir Fyrri tillagan snýr að því að fela háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samráði við matvælaráðherra og innviðaráðherra, að vinna skýrslu með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar um sérstakar tímabundnar ívilnanir um endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi. En í 27. gr. laga um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020, er að finna heimild til ráðherra til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er ætluð til þess að gefa ráðherra tækifæri til þess að bregðast við ástandi þar sem skortur er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur á fólki með tiltekna menntun með því að skapa sérstakan hvata fyrir fólk til þess að sækja sér téða menntun, eða til að starfa í tiltekinni starfsgrein. Til þess að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra geti ákveðið sérstaka tímabundna ívilnun þurfa að liggja fyrir upplýsingar um viðvarandi skort í ákveðinni starfsstétt eða að hann sé fyrirsjáanlegur. Þar með er gert ráð fyrir að undirbúin sé skýrsla sem byggi meðal annars á framangreindum upplýsingum; unnin af stjórnvöldum í samráði við hlutaðeigandi atvinnurekendur eða samtök atvinnurekenda. Tilgangur skýrslunnar er að varpa ljósi á aðstæður og greina þörf á viðbrögðum við skorti eða fyrirsjáanlegum skorti innan starfsstétta dýralækna. Þá er í 28. gr. sömu laga að finna heimild til ráðherra til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána hjá lánþegum búsettum á svæðum skilgreindum í samráði við Byggðastofnun, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er af sama meiði og að framan hefur verið rakinn, þ.e. til að gefa ráðherra tækifæri til að bregðast við ástandi þar sem skortur er á sérmenntuðum einstaklingum á ákveðnum svæðum. Má rekja fyrirmyndina til Noregs þar sem kennarar sem starfa í hinum dreifðari byggðum, Finnmörk eða Norður-Tromsfylki, eiga möguleika á að fá afskrifaðan hluta af námslánum sínum ef þeir starfa sem kennarar í 50% starfi samfellt í a.m.k. tólf mánuði. Til þess að ráðherra geti ákveðið sérstaka tímabundna ívilnun þarf að liggja fyrir tillaga frá sveitarfélagi eða sveitarfélögum um þörf á menntuðu fólki í byggð sinni. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að undirbúin sé skýrsla unnin af Byggðastofnun í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Markmið og efni tillögunnar snýr að því að gerð verði skýrsla sem tiltekur upplýsingar um það hvaða áhrif skortur á dýralæknum muni hafa á íslenskan landbúnað og atvinnuhætti í íslenskum landbúnaði á næstunni sem og til framtíðar. Þá er markmiðið jafnframt að varpa ljósi á aðstæður í hinum dreifðari byggðum þar sem skortur er á dýralæknum og stór eftirlitssvæði eru á höndum fárra. Full þörf er á að löggjafinn gæti þess að ívilnandi aðgerðir stjórnvalda nýtist öllum á grundvelli sjónarmiða um jafnræði og að þær tali beint inn í byggða- og atvinnustefnu út um allt land. Vaktakerfi dýralækna Seinni tillagan fjallar um stofnun starfshóps um heildarendurskoðun á vaktakerfi dýralækna en í tillögunni er lagt til að fela matvælaráðherra að setja af stað vinnu til að greina þjónustu dýralækna hér á landi. Á meðal dýralækna er almenn óánægja með vaktafyrirkomulag og bakvaktaálag starfsstéttarinnar og hefur svo verið um allnokkra hríð. Á það við um allt land og einskorðast ekki við eitt svæði eða dreifðari byggðir. Stórdýravaktin, sem m.a. snertir á fæðuöryggi þjóðarinnar og eins velferð dýra, hefur verið rekin með miklum halla undanfarin ár þar sem greiðslur úr vaktasjóðum duga skammt. Þetta hefur gert það verkum að ekki hefur tekist að manna t.a.m. höfuðborgarsvæðið, og leita þarf til umdæma í næsta nágrenni til að manna bakvaktir. Í hinum dreifðari byggðum eru einstaka svæði einungis með einn dýralækni á vakt allt árið um kring með því gríðarlega bakvaktarálagi sem því fylgir. Sum staðar á landinu eru eftirlitssvæðin svo stór að einn dýralæknir getur með engu móti sinnt starfi sínu. Skipulag vaktamála er á ábyrgð Matvælastofnunar. Það er hins vegar ljóst að stofnuninni hefur ekki tekist að uppfylla hlutverk sitt í að skipuleggja bakvaktir í samráði við dýralækna á öllum svæðum, og þar með tryggja nauðsynlega grunnþjónustu um land allt. Dýralæknar eru meðvitaðir um skyldur sínar þegar kemur að því að hjálpa dýrum í neyð. Hins vegar séu tilfellin of mörg þar sem dýralæknar eru settir í vonlausa stöðu gagnvart þeim starfsskyldum sem á herðar þeirra eru lagðar. Nágrannaþjóðir okkar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa öll sett af stað umfangsmikla vinnu við að greina vandann og þær áskoranir sem fylgja því að færri dýralæknar fást í störf úti á landi, og um leið færri dýralæknar sem gefi kost á sér í bakvaktaþjónustu. Það er því afar mikilvægt að farið verði í þá vinnu og snýr markmið og efni tillögunnar þar með að því að hrundið verði af stað heildarendurskoðun á dýralæknaþjónustu hér á landi. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Dýraheilbrigði Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Dýralæknar gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi við umönnun dýra. Margar áskoranir hafa verið til staðar þar sem erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknaþjónustu en síðustu ár hefur hörgull á dýralæknum hér á landi verið mikið í umræðunni. Tengist sú umræða sérstaklega þeirri miklu umræðu um fæðuöryggi þjóðarinnar. Skortur á dýralæknum getur m.a. haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir aðgengi bænda og almennings að dýralæknaþjónustu sem gætu haft alvarleg og óafturkræf áhrif á heilsu og velferð dýra, auk fjárhagslegs tjóns fyrir bændur. Að þessu tilefni hef ég nú lagt fram tvær þingsályktunartillögur sem snúa að mönnun og starfsaðstæðum dýralækna hér á landi. Skortur á dýralæknum og ívilnanir Fyrri tillagan snýr að því að fela háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samráði við matvælaráðherra og innviðaráðherra, að vinna skýrslu með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar um sérstakar tímabundnar ívilnanir um endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi. En í 27. gr. laga um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020, er að finna heimild til ráðherra til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er ætluð til þess að gefa ráðherra tækifæri til þess að bregðast við ástandi þar sem skortur er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur á fólki með tiltekna menntun með því að skapa sérstakan hvata fyrir fólk til þess að sækja sér téða menntun, eða til að starfa í tiltekinni starfsgrein. Til þess að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra geti ákveðið sérstaka tímabundna ívilnun þurfa að liggja fyrir upplýsingar um viðvarandi skort í ákveðinni starfsstétt eða að hann sé fyrirsjáanlegur. Þar með er gert ráð fyrir að undirbúin sé skýrsla sem byggi meðal annars á framangreindum upplýsingum; unnin af stjórnvöldum í samráði við hlutaðeigandi atvinnurekendur eða samtök atvinnurekenda. Tilgangur skýrslunnar er að varpa ljósi á aðstæður og greina þörf á viðbrögðum við skorti eða fyrirsjáanlegum skorti innan starfsstétta dýralækna. Þá er í 28. gr. sömu laga að finna heimild til ráðherra til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána hjá lánþegum búsettum á svæðum skilgreindum í samráði við Byggðastofnun, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er af sama meiði og að framan hefur verið rakinn, þ.e. til að gefa ráðherra tækifæri til að bregðast við ástandi þar sem skortur er á sérmenntuðum einstaklingum á ákveðnum svæðum. Má rekja fyrirmyndina til Noregs þar sem kennarar sem starfa í hinum dreifðari byggðum, Finnmörk eða Norður-Tromsfylki, eiga möguleika á að fá afskrifaðan hluta af námslánum sínum ef þeir starfa sem kennarar í 50% starfi samfellt í a.m.k. tólf mánuði. Til þess að ráðherra geti ákveðið sérstaka tímabundna ívilnun þarf að liggja fyrir tillaga frá sveitarfélagi eða sveitarfélögum um þörf á menntuðu fólki í byggð sinni. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að undirbúin sé skýrsla unnin af Byggðastofnun í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Markmið og efni tillögunnar snýr að því að gerð verði skýrsla sem tiltekur upplýsingar um það hvaða áhrif skortur á dýralæknum muni hafa á íslenskan landbúnað og atvinnuhætti í íslenskum landbúnaði á næstunni sem og til framtíðar. Þá er markmiðið jafnframt að varpa ljósi á aðstæður í hinum dreifðari byggðum þar sem skortur er á dýralæknum og stór eftirlitssvæði eru á höndum fárra. Full þörf er á að löggjafinn gæti þess að ívilnandi aðgerðir stjórnvalda nýtist öllum á grundvelli sjónarmiða um jafnræði og að þær tali beint inn í byggða- og atvinnustefnu út um allt land. Vaktakerfi dýralækna Seinni tillagan fjallar um stofnun starfshóps um heildarendurskoðun á vaktakerfi dýralækna en í tillögunni er lagt til að fela matvælaráðherra að setja af stað vinnu til að greina þjónustu dýralækna hér á landi. Á meðal dýralækna er almenn óánægja með vaktafyrirkomulag og bakvaktaálag starfsstéttarinnar og hefur svo verið um allnokkra hríð. Á það við um allt land og einskorðast ekki við eitt svæði eða dreifðari byggðir. Stórdýravaktin, sem m.a. snertir á fæðuöryggi þjóðarinnar og eins velferð dýra, hefur verið rekin með miklum halla undanfarin ár þar sem greiðslur úr vaktasjóðum duga skammt. Þetta hefur gert það verkum að ekki hefur tekist að manna t.a.m. höfuðborgarsvæðið, og leita þarf til umdæma í næsta nágrenni til að manna bakvaktir. Í hinum dreifðari byggðum eru einstaka svæði einungis með einn dýralækni á vakt allt árið um kring með því gríðarlega bakvaktarálagi sem því fylgir. Sum staðar á landinu eru eftirlitssvæðin svo stór að einn dýralæknir getur með engu móti sinnt starfi sínu. Skipulag vaktamála er á ábyrgð Matvælastofnunar. Það er hins vegar ljóst að stofnuninni hefur ekki tekist að uppfylla hlutverk sitt í að skipuleggja bakvaktir í samráði við dýralækna á öllum svæðum, og þar með tryggja nauðsynlega grunnþjónustu um land allt. Dýralæknar eru meðvitaðir um skyldur sínar þegar kemur að því að hjálpa dýrum í neyð. Hins vegar séu tilfellin of mörg þar sem dýralæknar eru settir í vonlausa stöðu gagnvart þeim starfsskyldum sem á herðar þeirra eru lagðar. Nágrannaþjóðir okkar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa öll sett af stað umfangsmikla vinnu við að greina vandann og þær áskoranir sem fylgja því að færri dýralæknar fást í störf úti á landi, og um leið færri dýralæknar sem gefi kost á sér í bakvaktaþjónustu. Það er því afar mikilvægt að farið verði í þá vinnu og snýr markmið og efni tillögunnar þar með að því að hrundið verði af stað heildarendurskoðun á dýralæknaþjónustu hér á landi. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun