Seðlabanki Íslands Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 15:02 Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar. Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta stofnun landsins. Ef þar fer eitthvað úrskeiðis verða afleiðingarnar afgerandi fyrir land og þjóð. Við eigum öll mikið undir því að bankinn sé traustsins verður og standi undir því mikilvæga hlutverki sem hann gegnir. Seðlabankinn er gríðarlega valdamikil sjálfstæð stofnun þar sem reglur um fjármálamarkaði eru settar, eftirlit haft með hegðun fyrirtækja á markaði og rekstur fjármálastofnana skoðaður sé talin þörf á því, t.d. sé rekstur talinn of áhættusamur. Sama stofnun fer með peningastefnuna, ákveður vexti og bindiskyldu og getur haft áhrif á gengi krónunnar með kaupum og sölu á gjaldeyri. Það er grundvallaratrið fyrir starfsemina að sjálfstæði sé tryggt gagnvart ríkisstjórn hverju sinni. Ekki er ólíklegt að stjórnmálamenn vilji hafa áhrif á starfsemi svo valdamikillar stofnunar. Til dæmis geta skapast hvatar fyrir stjórnmálamenn að láta flokkspólitíska hagsmuni frekar en faglegt mat ráða för við ráðningu embættismanna eða láti pólitíska hagsmuni ráða með því að reyna að hafa áhrif á eftirlitshlutverk Seðlabankans. Með lögum sem samþykkt voru á alþingi 2019 var ákveðið að bæta við tveimur varabankastjórum í Seðlabankann. Þeir urðu þá þrír samtals. Á sama tíma var tillaga minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að á fimm ára fresti skuli forsætisráðherra fela þremur óháðum sérfræðingum á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits að gera úttekt um hvernig Seðlabanka Íslands hafi tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Jafnframt skuli litið til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Fyrsta úttektin yrði í lok árs 2022. Fyrsta úttektin er komin. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Þar er líka að finna samantekt á íslensku. Þar kemur m.a. þetta fram: „Það fyrirkomulag æðstu stjórnunar sem valið var í kjölfar sameiningarinnar kann að hafa verið gagnlegt til að tryggja að fyrstu skref sameiningarinnar væru tekin með eins skilvirkum hætti og kostur var, en þjónar ekki vel hlutverki sínu til lengri tíma litið og þarfnast endurskoðunar. Einnig ber að endurhugsa hvar valdheimildum er komið fyrir sem ekki eru sérstaklega faldar nefndum eða yfirstjórn bankans sameiginlega í lögum (e. residual powers).“ Tiltekið er að fyrirkomulag æðstu stjórnunar bankans feli í sér of vítt valdsvið og áhættu vegna lykilmanns, sem er seðlabankastjórinn. Skýrsluhöfundar taka frama að þeir hafi ekki í öðrum seðlabönkum sem fella eftirlit inn í starfsemi sína, kynnst fyrirkomulagi stjórnunar sem víkur í jafn ríkum mæli frá stjórnunarháttum. „Við álítum ekki að þeir muni reynast vel til lengri tíma litið. Farsælla yrði að taka upp hefðbundnara stjórnunarfyrirkomulag“ segir í skýrslunni. Frumvarp forsætisráðherra Í efnahags- og viðskiptanefnd er til vinnslu frumvarp forsætisráðherra um Seðlabankann (þingskjal 683—541. mál) og breytingar á fyrirkomulagi innan fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Sérfræðingarnir benda á í skýrslunni að það stjórnskipulag og sú umgjörð sem sett var til að tryggja viðeigandi valddreifingu við ákvarðanatöku í Seðlabankanum hafi ekki gengið eftir í framkvæmd. Í skýrslunni er einnig bent á að verði frumvarp forsætisráðherra að lögum muni enn aukast á samþjöppun valds sem sérfræðingarnir vara sérstaklega við. Sérfræðingarnir taka fram að það skipulag sem nú sé í bankanum sé vart í takti við það sem löggjafinn hafi ætlað sér við setningu laganna 2019 og að skipulag bankans sé mjög óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði. Vald til töku ákvarðana hafi þjappast óeðlilega saman hjá seðlabankastjóra og vara þau sérstaklega við frekari samþjöppun þess. Umfjöllun skýrslunnar að þessu leyti nær reyndar ekki aðeins til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits heldur til varaseðlabankstjóranna þriggja og velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort þau geti rækt skyldur sínar við núverandi aðstæður. Einnig telja þau gagnrýnivert að deildarstjórar bankans heyri beint undir seðlabankastjóra en ekki varaseðlabankastjórana. Á það er bent að meðlimir peningastefnunefndar, og virðist þar einkum átt við seðlabankastjóra, verði að gera greinarmun á eigin skoðunum og ákvörðunum nefnda þegar ákvarðanir eru kynntar. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að spyrja hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar að Ísland væri orðið lágvaxtaland þegar seðlabankastjóri tilkynnti það sumarið 2020 með hugsanlega skaðlegum áhrifum fyrir ákvarðanir heimila í eigin fjármálum? Og hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar í október að vextir yrðu ekki hækkaðir frekar? Vaxtahækkunin í nóvember leiddi í ljós hið gagnstæða. Var það einnig álit peningastefnunefndar að nýlegir kjarasamningar myndu ekki auka verðbólgu eða var það persónulegt álit seðlabankastjóra þegar hann talaði um það? Og á Seðlabankinn að segja til um hvort óverðtryggð eða verðtryggð lán séu hagkvæmari sem síðan fer eftir ákvörðun bankans sjálfs? Hverju sem öðru líður er það eindregin niðurstaða sérfræðinganna að þörf sé á öðru fyrirkomulagi ábyrgðarskila innan bankans en nú er viðhaft, ekki síst til að forðast óþarfa samþjöppun ákvarðanatöku. Ef forsætisráðherra tekur mark á skýrslunni leggst hún gegn eigin frumvarpi sem þjappar valdi innan bankans enn frekar til eins einstaklings, seðlabankastjóra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Seðlabankinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar. Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta stofnun landsins. Ef þar fer eitthvað úrskeiðis verða afleiðingarnar afgerandi fyrir land og þjóð. Við eigum öll mikið undir því að bankinn sé traustsins verður og standi undir því mikilvæga hlutverki sem hann gegnir. Seðlabankinn er gríðarlega valdamikil sjálfstæð stofnun þar sem reglur um fjármálamarkaði eru settar, eftirlit haft með hegðun fyrirtækja á markaði og rekstur fjármálastofnana skoðaður sé talin þörf á því, t.d. sé rekstur talinn of áhættusamur. Sama stofnun fer með peningastefnuna, ákveður vexti og bindiskyldu og getur haft áhrif á gengi krónunnar með kaupum og sölu á gjaldeyri. Það er grundvallaratrið fyrir starfsemina að sjálfstæði sé tryggt gagnvart ríkisstjórn hverju sinni. Ekki er ólíklegt að stjórnmálamenn vilji hafa áhrif á starfsemi svo valdamikillar stofnunar. Til dæmis geta skapast hvatar fyrir stjórnmálamenn að láta flokkspólitíska hagsmuni frekar en faglegt mat ráða för við ráðningu embættismanna eða láti pólitíska hagsmuni ráða með því að reyna að hafa áhrif á eftirlitshlutverk Seðlabankans. Með lögum sem samþykkt voru á alþingi 2019 var ákveðið að bæta við tveimur varabankastjórum í Seðlabankann. Þeir urðu þá þrír samtals. Á sama tíma var tillaga minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að á fimm ára fresti skuli forsætisráðherra fela þremur óháðum sérfræðingum á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits að gera úttekt um hvernig Seðlabanka Íslands hafi tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Jafnframt skuli litið til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Fyrsta úttektin yrði í lok árs 2022. Fyrsta úttektin er komin. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Þar er líka að finna samantekt á íslensku. Þar kemur m.a. þetta fram: „Það fyrirkomulag æðstu stjórnunar sem valið var í kjölfar sameiningarinnar kann að hafa verið gagnlegt til að tryggja að fyrstu skref sameiningarinnar væru tekin með eins skilvirkum hætti og kostur var, en þjónar ekki vel hlutverki sínu til lengri tíma litið og þarfnast endurskoðunar. Einnig ber að endurhugsa hvar valdheimildum er komið fyrir sem ekki eru sérstaklega faldar nefndum eða yfirstjórn bankans sameiginlega í lögum (e. residual powers).“ Tiltekið er að fyrirkomulag æðstu stjórnunar bankans feli í sér of vítt valdsvið og áhættu vegna lykilmanns, sem er seðlabankastjórinn. Skýrsluhöfundar taka frama að þeir hafi ekki í öðrum seðlabönkum sem fella eftirlit inn í starfsemi sína, kynnst fyrirkomulagi stjórnunar sem víkur í jafn ríkum mæli frá stjórnunarháttum. „Við álítum ekki að þeir muni reynast vel til lengri tíma litið. Farsælla yrði að taka upp hefðbundnara stjórnunarfyrirkomulag“ segir í skýrslunni. Frumvarp forsætisráðherra Í efnahags- og viðskiptanefnd er til vinnslu frumvarp forsætisráðherra um Seðlabankann (þingskjal 683—541. mál) og breytingar á fyrirkomulagi innan fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Sérfræðingarnir benda á í skýrslunni að það stjórnskipulag og sú umgjörð sem sett var til að tryggja viðeigandi valddreifingu við ákvarðanatöku í Seðlabankanum hafi ekki gengið eftir í framkvæmd. Í skýrslunni er einnig bent á að verði frumvarp forsætisráðherra að lögum muni enn aukast á samþjöppun valds sem sérfræðingarnir vara sérstaklega við. Sérfræðingarnir taka fram að það skipulag sem nú sé í bankanum sé vart í takti við það sem löggjafinn hafi ætlað sér við setningu laganna 2019 og að skipulag bankans sé mjög óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði. Vald til töku ákvarðana hafi þjappast óeðlilega saman hjá seðlabankastjóra og vara þau sérstaklega við frekari samþjöppun þess. Umfjöllun skýrslunnar að þessu leyti nær reyndar ekki aðeins til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits heldur til varaseðlabankstjóranna þriggja og velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort þau geti rækt skyldur sínar við núverandi aðstæður. Einnig telja þau gagnrýnivert að deildarstjórar bankans heyri beint undir seðlabankastjóra en ekki varaseðlabankastjórana. Á það er bent að meðlimir peningastefnunefndar, og virðist þar einkum átt við seðlabankastjóra, verði að gera greinarmun á eigin skoðunum og ákvörðunum nefnda þegar ákvarðanir eru kynntar. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að spyrja hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar að Ísland væri orðið lágvaxtaland þegar seðlabankastjóri tilkynnti það sumarið 2020 með hugsanlega skaðlegum áhrifum fyrir ákvarðanir heimila í eigin fjármálum? Og hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar í október að vextir yrðu ekki hækkaðir frekar? Vaxtahækkunin í nóvember leiddi í ljós hið gagnstæða. Var það einnig álit peningastefnunefndar að nýlegir kjarasamningar myndu ekki auka verðbólgu eða var það persónulegt álit seðlabankastjóra þegar hann talaði um það? Og á Seðlabankinn að segja til um hvort óverðtryggð eða verðtryggð lán séu hagkvæmari sem síðan fer eftir ákvörðun bankans sjálfs? Hverju sem öðru líður er það eindregin niðurstaða sérfræðinganna að þörf sé á öðru fyrirkomulagi ábyrgðarskila innan bankans en nú er viðhaft, ekki síst til að forðast óþarfa samþjöppun ákvarðanatöku. Ef forsætisráðherra tekur mark á skýrslunni leggst hún gegn eigin frumvarpi sem þjappar valdi innan bankans enn frekar til eins einstaklings, seðlabankastjóra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun