Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 15:30 Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar