Þróun leikskólastarfsins; Tímamótaskref í leikskólum Hafnarfjarðar Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 6. febrúar 2023 14:01 Framsókn í Hafnarfirði hefur síðan í upphafi síðasta kjörtímabils lagt áherslur á að endurskoða þurfi starfsumhverfi í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Við höfum talað fyrir því og haft trú á að það myndi hvetja fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og auka nýliðun í stétt leikskólakennara.Leikskólaárin eru mikil mótunarár í þroska og menntun barna og er leikskólinn fyrsta skólastigið. Þar er lagður grunnur að áframhaldandi námi og starfi barna til framtíðar. Inni á leikskólum starfar öflugur hópur fagmenntaðra kennara ásamt mikilvægum hópi ófaglærðra eða leiðbeinenda og markmið okkar hefur verið og er að skilgreina betur, styðja við og styrkja starf þeirra og bæta starfsaðstæður. Þverfagleg samvinna Í Hafnarfirði, í samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er verið að stíga tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar. Markmið okkar eru að fjölga fagfólki í leikskólum sveitarfélagsins og efla faglegt starf þeirra, styðja við og styrkja ófaglærða starfsmenn og auka sveigjanleika í starfi og vistunartíma. Þessi mikilvæga þróun leiðir m.a. til aukins samræmis á milli fyrstu skólastiganna og mótunar á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum skólasamfélagsins.Stór hópur fólks vann að þessari nýju nálgun í leikskólamálum í Hafnarfirði sem er þó bara fyrsta skrefið í vinnu starfshópsins að þróun leikskólastarfs og bættum starfsaðstæðum. Starfshópurinn samanstendur af fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, leikskólastjórum, leikskólakennurum, ófaglærðum starfsmönnum, foreldrum og Hlíf stéttarfélagi ásamt starfsfólki frá mennta- og lýðheilsusviði og fulltrúum frá pólitíkinni. Í svona stóru og mikilvægu verkefni er nauðsynlegt að fá alla sem hlut eiga að máli að borðinu til að fá yfirsýn yfir ólík sjónarmið en enginn þekkir starfsumhverfi leikskólans betur en sá sem þar starfar. Í hverju felst þróunin? Það sem búið er að gera:Í þróun leikskólastarfsins felst m.a. útfærsla á styttingu vinnuvikunnar. Hjá leikskólakennurum verður vinnuvikan 36 stundir á viku en viðvera áfram 40 stundir á viku yfir árið. Með þessari uppsöfnun verða 26 dagar á ári teknir út í svokölluðum ,,Betri vinnutíma í leikskólum” um jól, páska, sumar og í vetrarfríi auk daga sem veittir verða til endurmenntunar og færist því skólaár leikskólans nær því sem tíðkast í grunnskólum.Ófaglærðir taka sína vinnutímastyttingu út vikulega en þeir geta nú valið að skrifa undir nýtt starfsheiti, leikskóla- og frístundaliði. Með því hækka laun þeirra um nokkra launaflokka og verða því í samræmi við starfsheiti í grunnskólum. Einnig munu ófaglærðir í leikskóla halda föstum yfirvinnutímum sínum áfram. Starf þeirra verður það sama en þeir þurfa þó að taka námskeið í haust, á launum, sem styrkir þá í starfi sem leikskóla- og frístundaliðar. Þennan hóp viljum við efla og nú þegar er töluverður stuðningur í boði fyrir þá sem vilja fara og nema leikskólakennarafræðin meðfram vinnu. Það sem er framundan: Í þróun leikskólastarfsins felst einnig skýrari mótun og styrking á faglegu starfi innan leikskólans með áherslu á námið í gegnum leik og starf fyrri hluta dags en skipulagt frístundastarf seinni hluta dags. Skipulag leikskóladagsins verður þá í svipaðri mynd og í grunnskólanum þar sem nemendur á yngsta stigi eru í kennslustundum fram yfir hádegi en býðst að þeim loknum að fara í frístund. Með þessu stillum við af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færum þannig starfsumhverfi skólanna nær hvort öðru og höldum jöfnu flæði á milli skólastiga. Góða ferð í átt til framtíðar Það hefur lengi verið hjartans mál hjá okkur í Framsókn að bæta starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar og hlúa að bæði starfsfólki og börnum. Okkur þykir því mjög vænt um og erum afar stolt af því að á dögunum hlaut Hafnarfjarðarbær Orðsporið 2023, hvatningarverðlaun leikskólans, fyrir að “stíga það framsækna skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla og vera öðrum sveitarfélögum fyrirmynd með því að sýna gott fordæmi”, eins og segir á viðurkenningarskjalinu. Við erum farin af stað í vegferð og eru hvatningarverðlaun leikskólans svo sannarlega gott veganesti fyrir okkur í þá ferð og jafnframt staðfesting á því að við erum á réttri leið. Leið til góðra verka, sem munu gera hafnfirska leikskóla framúrskarandi og setja þá í flokk með eftirsóttustu leikskólum landsins að starfa í. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, varaformaður fræðsluráðs í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Framsókn í Hafnarfirði hefur síðan í upphafi síðasta kjörtímabils lagt áherslur á að endurskoða þurfi starfsumhverfi í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Við höfum talað fyrir því og haft trú á að það myndi hvetja fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og auka nýliðun í stétt leikskólakennara.Leikskólaárin eru mikil mótunarár í þroska og menntun barna og er leikskólinn fyrsta skólastigið. Þar er lagður grunnur að áframhaldandi námi og starfi barna til framtíðar. Inni á leikskólum starfar öflugur hópur fagmenntaðra kennara ásamt mikilvægum hópi ófaglærðra eða leiðbeinenda og markmið okkar hefur verið og er að skilgreina betur, styðja við og styrkja starf þeirra og bæta starfsaðstæður. Þverfagleg samvinna Í Hafnarfirði, í samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er verið að stíga tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar. Markmið okkar eru að fjölga fagfólki í leikskólum sveitarfélagsins og efla faglegt starf þeirra, styðja við og styrkja ófaglærða starfsmenn og auka sveigjanleika í starfi og vistunartíma. Þessi mikilvæga þróun leiðir m.a. til aukins samræmis á milli fyrstu skólastiganna og mótunar á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum skólasamfélagsins.Stór hópur fólks vann að þessari nýju nálgun í leikskólamálum í Hafnarfirði sem er þó bara fyrsta skrefið í vinnu starfshópsins að þróun leikskólastarfs og bættum starfsaðstæðum. Starfshópurinn samanstendur af fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, leikskólastjórum, leikskólakennurum, ófaglærðum starfsmönnum, foreldrum og Hlíf stéttarfélagi ásamt starfsfólki frá mennta- og lýðheilsusviði og fulltrúum frá pólitíkinni. Í svona stóru og mikilvægu verkefni er nauðsynlegt að fá alla sem hlut eiga að máli að borðinu til að fá yfirsýn yfir ólík sjónarmið en enginn þekkir starfsumhverfi leikskólans betur en sá sem þar starfar. Í hverju felst þróunin? Það sem búið er að gera:Í þróun leikskólastarfsins felst m.a. útfærsla á styttingu vinnuvikunnar. Hjá leikskólakennurum verður vinnuvikan 36 stundir á viku en viðvera áfram 40 stundir á viku yfir árið. Með þessari uppsöfnun verða 26 dagar á ári teknir út í svokölluðum ,,Betri vinnutíma í leikskólum” um jól, páska, sumar og í vetrarfríi auk daga sem veittir verða til endurmenntunar og færist því skólaár leikskólans nær því sem tíðkast í grunnskólum.Ófaglærðir taka sína vinnutímastyttingu út vikulega en þeir geta nú valið að skrifa undir nýtt starfsheiti, leikskóla- og frístundaliði. Með því hækka laun þeirra um nokkra launaflokka og verða því í samræmi við starfsheiti í grunnskólum. Einnig munu ófaglærðir í leikskóla halda föstum yfirvinnutímum sínum áfram. Starf þeirra verður það sama en þeir þurfa þó að taka námskeið í haust, á launum, sem styrkir þá í starfi sem leikskóla- og frístundaliðar. Þennan hóp viljum við efla og nú þegar er töluverður stuðningur í boði fyrir þá sem vilja fara og nema leikskólakennarafræðin meðfram vinnu. Það sem er framundan: Í þróun leikskólastarfsins felst einnig skýrari mótun og styrking á faglegu starfi innan leikskólans með áherslu á námið í gegnum leik og starf fyrri hluta dags en skipulagt frístundastarf seinni hluta dags. Skipulag leikskóladagsins verður þá í svipaðri mynd og í grunnskólanum þar sem nemendur á yngsta stigi eru í kennslustundum fram yfir hádegi en býðst að þeim loknum að fara í frístund. Með þessu stillum við af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færum þannig starfsumhverfi skólanna nær hvort öðru og höldum jöfnu flæði á milli skólastiga. Góða ferð í átt til framtíðar Það hefur lengi verið hjartans mál hjá okkur í Framsókn að bæta starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar og hlúa að bæði starfsfólki og börnum. Okkur þykir því mjög vænt um og erum afar stolt af því að á dögunum hlaut Hafnarfjarðarbær Orðsporið 2023, hvatningarverðlaun leikskólans, fyrir að “stíga það framsækna skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla og vera öðrum sveitarfélögum fyrirmynd með því að sýna gott fordæmi”, eins og segir á viðurkenningarskjalinu. Við erum farin af stað í vegferð og eru hvatningarverðlaun leikskólans svo sannarlega gott veganesti fyrir okkur í þá ferð og jafnframt staðfesting á því að við erum á réttri leið. Leið til góðra verka, sem munu gera hafnfirska leikskóla framúrskarandi og setja þá í flokk með eftirsóttustu leikskólum landsins að starfa í. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, varaformaður fræðsluráðs í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar í Hafnarfirði
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun