Nýjasta trendið er draugur fortíðar Sigmar Guðmundsson skrifar 27. janúar 2023 12:00 Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni. Fólk flýr í þau til að komast í skjól úr vaxtabrjálæðinu. Það er mjög skiljanlegt enda ráða fæst heimili við 150 þúsund króna útgjaldaauka á mánuði til lengri tíma. Þá er gott að geta fleytt vandanum inn í framtíðina og skiljanlegt að fólk geri það þegar afborganir sliga heimilisbókhaldið. Það hefur ekkert val. Þótt þetta sé skiljanlegt er ein afleiðingin sú að vaxtatæki Seðlabankans virkar verr. Háir vextir eru tæki sem á að slá á verðbólgu en þeir neyða fólk líka í verðtryggð lán. Verðtryggðu lánin vinna svo gegn vaxtatækinu sem þá missir bitið sitt gegn verðbólgunni. Í þessari hringavitleysu erum við föst áratugum saman. Við erum með stjórnvöld sem vilja endilega grafa skurð og hafa ræst út tvö vinnuflokka þar sem annar mokar upp úr skurðinum en hinn ryður ofan í hann jafnharðan. Síðustu áratugi hafa forystumenn ríkisstjórnar hverju sinni staðhæft að það sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu í krónuhagkerfinu. Samt hefur engum þeirra tekist það. Engum. Þessir stjórnmálamenn eru mjög einlægir á svip þegar þeir reyna að fullvissa þjóðina um að nú sé að renna upp stöðugleikaskeið í efnahagsmálunum. Langvarandi og langþráður stöðugleiki. Sennilega trúa þeir þessu sjálfir. Þegar það reynist tálsýn, sem oftast kemur í ljós á fáeinum mánuðum, skipta þeir um plötu. Þá kyrja þeir gamla hittarann um að krónan sé nú að fara að bjarga okkur úr hremmingunum sem krónan kom okkur í. Brennuvargurinn er sem sagt mættur á vettvang með slökkvitæki. Næstu misseri eru fyrirsjáanleg. Fólk flykkist yfir í verðtryggð lán. Eftir nokkra mánuði af því fer fólk að taka blönduð lán. Síðan taka óverðtryggðu lánin við í einhvern tíma og svo rennur upp gullaldarskeið verðtryggðra lána á ný. Þetta endurtekur sig svo út í hið óendanlega. Og sömu stjórnmálamennirnir rökstyðja svo hringavitleysuna með því að fjölbreytt lánaform séu til marks um valfrelsi neytenda. Þetta meinta frelsi er hins vegar ekkert skárra en að geta valið á milli þess að vera með höfuðverk, hálsbólgu eða beinverki. Með hlaðna byssu við höfuðið. Stærri gjaldmiðill er ekki töfralausn. En hann mun klárlega spara heimilum, fyrirtækjum og ríkissjóði óheyrilega fjármuni. Og minnka þörf heimila á stöðugri og streituvaldandi áhættustýringu með húsnæðið sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Alþingi Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni. Fólk flýr í þau til að komast í skjól úr vaxtabrjálæðinu. Það er mjög skiljanlegt enda ráða fæst heimili við 150 þúsund króna útgjaldaauka á mánuði til lengri tíma. Þá er gott að geta fleytt vandanum inn í framtíðina og skiljanlegt að fólk geri það þegar afborganir sliga heimilisbókhaldið. Það hefur ekkert val. Þótt þetta sé skiljanlegt er ein afleiðingin sú að vaxtatæki Seðlabankans virkar verr. Háir vextir eru tæki sem á að slá á verðbólgu en þeir neyða fólk líka í verðtryggð lán. Verðtryggðu lánin vinna svo gegn vaxtatækinu sem þá missir bitið sitt gegn verðbólgunni. Í þessari hringavitleysu erum við föst áratugum saman. Við erum með stjórnvöld sem vilja endilega grafa skurð og hafa ræst út tvö vinnuflokka þar sem annar mokar upp úr skurðinum en hinn ryður ofan í hann jafnharðan. Síðustu áratugi hafa forystumenn ríkisstjórnar hverju sinni staðhæft að það sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu í krónuhagkerfinu. Samt hefur engum þeirra tekist það. Engum. Þessir stjórnmálamenn eru mjög einlægir á svip þegar þeir reyna að fullvissa þjóðina um að nú sé að renna upp stöðugleikaskeið í efnahagsmálunum. Langvarandi og langþráður stöðugleiki. Sennilega trúa þeir þessu sjálfir. Þegar það reynist tálsýn, sem oftast kemur í ljós á fáeinum mánuðum, skipta þeir um plötu. Þá kyrja þeir gamla hittarann um að krónan sé nú að fara að bjarga okkur úr hremmingunum sem krónan kom okkur í. Brennuvargurinn er sem sagt mættur á vettvang með slökkvitæki. Næstu misseri eru fyrirsjáanleg. Fólk flykkist yfir í verðtryggð lán. Eftir nokkra mánuði af því fer fólk að taka blönduð lán. Síðan taka óverðtryggðu lánin við í einhvern tíma og svo rennur upp gullaldarskeið verðtryggðra lána á ný. Þetta endurtekur sig svo út í hið óendanlega. Og sömu stjórnmálamennirnir rökstyðja svo hringavitleysuna með því að fjölbreytt lánaform séu til marks um valfrelsi neytenda. Þetta meinta frelsi er hins vegar ekkert skárra en að geta valið á milli þess að vera með höfuðverk, hálsbólgu eða beinverki. Með hlaðna byssu við höfuðið. Stærri gjaldmiðill er ekki töfralausn. En hann mun klárlega spara heimilum, fyrirtækjum og ríkissjóði óheyrilega fjármuni. Og minnka þörf heimila á stöðugri og streituvaldandi áhættustýringu með húsnæðið sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun