Nýjasta trendið er draugur fortíðar Sigmar Guðmundsson skrifar 27. janúar 2023 12:00 Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni. Fólk flýr í þau til að komast í skjól úr vaxtabrjálæðinu. Það er mjög skiljanlegt enda ráða fæst heimili við 150 þúsund króna útgjaldaauka á mánuði til lengri tíma. Þá er gott að geta fleytt vandanum inn í framtíðina og skiljanlegt að fólk geri það þegar afborganir sliga heimilisbókhaldið. Það hefur ekkert val. Þótt þetta sé skiljanlegt er ein afleiðingin sú að vaxtatæki Seðlabankans virkar verr. Háir vextir eru tæki sem á að slá á verðbólgu en þeir neyða fólk líka í verðtryggð lán. Verðtryggðu lánin vinna svo gegn vaxtatækinu sem þá missir bitið sitt gegn verðbólgunni. Í þessari hringavitleysu erum við föst áratugum saman. Við erum með stjórnvöld sem vilja endilega grafa skurð og hafa ræst út tvö vinnuflokka þar sem annar mokar upp úr skurðinum en hinn ryður ofan í hann jafnharðan. Síðustu áratugi hafa forystumenn ríkisstjórnar hverju sinni staðhæft að það sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu í krónuhagkerfinu. Samt hefur engum þeirra tekist það. Engum. Þessir stjórnmálamenn eru mjög einlægir á svip þegar þeir reyna að fullvissa þjóðina um að nú sé að renna upp stöðugleikaskeið í efnahagsmálunum. Langvarandi og langþráður stöðugleiki. Sennilega trúa þeir þessu sjálfir. Þegar það reynist tálsýn, sem oftast kemur í ljós á fáeinum mánuðum, skipta þeir um plötu. Þá kyrja þeir gamla hittarann um að krónan sé nú að fara að bjarga okkur úr hremmingunum sem krónan kom okkur í. Brennuvargurinn er sem sagt mættur á vettvang með slökkvitæki. Næstu misseri eru fyrirsjáanleg. Fólk flykkist yfir í verðtryggð lán. Eftir nokkra mánuði af því fer fólk að taka blönduð lán. Síðan taka óverðtryggðu lánin við í einhvern tíma og svo rennur upp gullaldarskeið verðtryggðra lána á ný. Þetta endurtekur sig svo út í hið óendanlega. Og sömu stjórnmálamennirnir rökstyðja svo hringavitleysuna með því að fjölbreytt lánaform séu til marks um valfrelsi neytenda. Þetta meinta frelsi er hins vegar ekkert skárra en að geta valið á milli þess að vera með höfuðverk, hálsbólgu eða beinverki. Með hlaðna byssu við höfuðið. Stærri gjaldmiðill er ekki töfralausn. En hann mun klárlega spara heimilum, fyrirtækjum og ríkissjóði óheyrilega fjármuni. Og minnka þörf heimila á stöðugri og streituvaldandi áhættustýringu með húsnæðið sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Alþingi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta fjármálatrend heimila landsins eru verðtryggð húsnæðislán. Þessi lán, sem voru hverfandi fyrir fáeinum mánuðum, eru nú 86 prósent nýrra lána. Þau eru eins og fjárans axlapúðarnir sem eru ekki fyrr dottnir úr tísku en þeir dúkka upp aftur eins og draugur úr fortíðinni. Fólk flýr í þau til að komast í skjól úr vaxtabrjálæðinu. Það er mjög skiljanlegt enda ráða fæst heimili við 150 þúsund króna útgjaldaauka á mánuði til lengri tíma. Þá er gott að geta fleytt vandanum inn í framtíðina og skiljanlegt að fólk geri það þegar afborganir sliga heimilisbókhaldið. Það hefur ekkert val. Þótt þetta sé skiljanlegt er ein afleiðingin sú að vaxtatæki Seðlabankans virkar verr. Háir vextir eru tæki sem á að slá á verðbólgu en þeir neyða fólk líka í verðtryggð lán. Verðtryggðu lánin vinna svo gegn vaxtatækinu sem þá missir bitið sitt gegn verðbólgunni. Í þessari hringavitleysu erum við föst áratugum saman. Við erum með stjórnvöld sem vilja endilega grafa skurð og hafa ræst út tvö vinnuflokka þar sem annar mokar upp úr skurðinum en hinn ryður ofan í hann jafnharðan. Síðustu áratugi hafa forystumenn ríkisstjórnar hverju sinni staðhæft að það sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu í krónuhagkerfinu. Samt hefur engum þeirra tekist það. Engum. Þessir stjórnmálamenn eru mjög einlægir á svip þegar þeir reyna að fullvissa þjóðina um að nú sé að renna upp stöðugleikaskeið í efnahagsmálunum. Langvarandi og langþráður stöðugleiki. Sennilega trúa þeir þessu sjálfir. Þegar það reynist tálsýn, sem oftast kemur í ljós á fáeinum mánuðum, skipta þeir um plötu. Þá kyrja þeir gamla hittarann um að krónan sé nú að fara að bjarga okkur úr hremmingunum sem krónan kom okkur í. Brennuvargurinn er sem sagt mættur á vettvang með slökkvitæki. Næstu misseri eru fyrirsjáanleg. Fólk flykkist yfir í verðtryggð lán. Eftir nokkra mánuði af því fer fólk að taka blönduð lán. Síðan taka óverðtryggðu lánin við í einhvern tíma og svo rennur upp gullaldarskeið verðtryggðra lána á ný. Þetta endurtekur sig svo út í hið óendanlega. Og sömu stjórnmálamennirnir rökstyðja svo hringavitleysuna með því að fjölbreytt lánaform séu til marks um valfrelsi neytenda. Þetta meinta frelsi er hins vegar ekkert skárra en að geta valið á milli þess að vera með höfuðverk, hálsbólgu eða beinverki. Með hlaðna byssu við höfuðið. Stærri gjaldmiðill er ekki töfralausn. En hann mun klárlega spara heimilum, fyrirtækjum og ríkissjóði óheyrilega fjármuni. Og minnka þörf heimila á stöðugri og streituvaldandi áhættustýringu með húsnæðið sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun