Innlent

Samfylkingin stærsti flokkur landsins

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Fylgi Samfylkingarinnar hefur stóraukist undanfarið en Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í október.
Fylgi Samfylkingarinnar hefur stóraukist undanfarið en Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í október. Vísir/Vilhelm

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er með tæplega 24 prósenta fylgi.

Fylgi flokksins hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og mælist Samfylkingin nú tveimur prósentum yfir Sjálfstæðisflokknum, sem er næst stærstur með tæplega 22 prósent.

Samfylkingin hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en flokkurinn mældist með um fimmtán prósenta fylgi þegar Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í október.

Fylgi Framsóknar stendur aftur á móti í stað í um tólf prósentum og Vinstri Græn hækka lítillega í rúm átta prósent. Samanlagt mælast ríkisstjórnarflokkarnir með um 42 prósenta stuðning.

Fylgi Viðreisnar hækkar aðeins og fer upp í níu prósent en Píratar dala og mælast í um tíu prósentum. Flokkur fólksins er með um fimm prósenta fylgi samkvæmt könnun Maskínu og Miðflokkurinn með sex prósenta. Fylgi Sósíalista dalar og dregst saman í tæp fjögur prósent.

Könnunin fór fram dagana 13. til 18. janúar og 804 svarendur tóku afstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×