Gott að eldast Willum Þór Þórsson skrifar 21. desember 2022 16:01 Það að eldast er gæfa og við sem á eftir komum eigum fyrri kynslóðum margt að þakka. Aldursamsetning þjóðarinnar er að breytast vegna þess að velferðarkerfið okkar er gott. Þessi breyting er því ekki aðeins jákvæð heldur líka fyrirsjáanleg og það er okkur sem samfélagi mikilvægt að undirbúa hana vel. Við þurfum að byggja upp aldursvænt samfélag þar sem borin er virðing fyrir einstaklingnum og þörfum hans á öllum æviskeiðum. Við þurfum að gera öllum kleift að viðhalda færni, virkni og sjálfstæði um leið og við þurfum að vera tilbúin að grípa einstaklinga sem þurfa á auknum stuðningi velferðarkerfisins að halda. En hvernig náum við því markmiði? Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk Í sumar var viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð af heilbrigðisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambandi eldri borgara. Verkefnastjórn, skipuð af heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra, var falið að leiða heildarendurskoðunina og leggja fram aðgerðaráætlun eftir ár sem næði til fjögurra ára. Hefur verkefnið hlotið nafnið: Gott að eldast. Það er ekki einfalt verkefni sem verkefnastjórnin fékk í hendurnar en nú, aðeins nokkrum mánuðum síðar, hafa drög að metnaðarfullri þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun verið sett í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru opin öllum til umsagnar. Áherslurnar sem birtast í aðgerðaráætluninni eru bæði í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og alþjóðlegar áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna sem saman hafa tileinkað áratuginum heilbrigðri öldrun. Samvinna Verkefnastjórnin hefur lagt ríka áherslu á samvinnu og samráð í sinni vinnu þar sem málaflokkurinn hefur marga snertifleti. Sú áhersla endurspeglast vel í aðgerðaráætluninni sem byggir á fimm stoðum sem snúa að samþættingu, virkni, upplýsingum, þróun og heimili. Lagt er upp með ýmis þróunarverkefni í áætluninni þar sem árangur nýjunga og umbóta er metinn kerfisbundið. Þannig munu verkefnin nýtast sem best við ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við elda fólk. Það er mikilvægt að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru og ábyrgð á þjónustuþáttum milli aðila sé skýr. Nálgun ólíkra fagstétta og fjölbreytt úrræði eru nauðsynleg en til þess að kerfið vinni sem ein heild þarf gott upplýsingaflæði. Með skilvirkri og öruggri upplýsingagjöf aukast gæði þjónustunnar og á því er sérstaklega tekið í aðgerðaáætluninni. Í því samhengi er nýsköpun ásamt starfrænum lausnum mikilvæg. Skýr framtíðarsýn Gott að eldast er verkefni þjóðarinnar. Einstaklingurinn er þungamiðjan sem verkefnið og velferðarkerfið snýst um. Einstaklingurinn á að hafa aðgang að fjölbreyttri og samþættri þjónustu. Hvort sem það er heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta eða önnur stuðningsþjónusta. Heima eða í öðrum búsetuúrræðum. Við vitum hvert við viljum stefna en til þess að ákvarða hvaða leiðir eru best til þess fallnar er verkefni eins og þetta mikilvæg varða. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Willum Þór Þórsson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það að eldast er gæfa og við sem á eftir komum eigum fyrri kynslóðum margt að þakka. Aldursamsetning þjóðarinnar er að breytast vegna þess að velferðarkerfið okkar er gott. Þessi breyting er því ekki aðeins jákvæð heldur líka fyrirsjáanleg og það er okkur sem samfélagi mikilvægt að undirbúa hana vel. Við þurfum að byggja upp aldursvænt samfélag þar sem borin er virðing fyrir einstaklingnum og þörfum hans á öllum æviskeiðum. Við þurfum að gera öllum kleift að viðhalda færni, virkni og sjálfstæði um leið og við þurfum að vera tilbúin að grípa einstaklinga sem þurfa á auknum stuðningi velferðarkerfisins að halda. En hvernig náum við því markmiði? Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk Í sumar var viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð af heilbrigðisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambandi eldri borgara. Verkefnastjórn, skipuð af heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra, var falið að leiða heildarendurskoðunina og leggja fram aðgerðaráætlun eftir ár sem næði til fjögurra ára. Hefur verkefnið hlotið nafnið: Gott að eldast. Það er ekki einfalt verkefni sem verkefnastjórnin fékk í hendurnar en nú, aðeins nokkrum mánuðum síðar, hafa drög að metnaðarfullri þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun verið sett í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru opin öllum til umsagnar. Áherslurnar sem birtast í aðgerðaráætluninni eru bæði í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og alþjóðlegar áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna sem saman hafa tileinkað áratuginum heilbrigðri öldrun. Samvinna Verkefnastjórnin hefur lagt ríka áherslu á samvinnu og samráð í sinni vinnu þar sem málaflokkurinn hefur marga snertifleti. Sú áhersla endurspeglast vel í aðgerðaráætluninni sem byggir á fimm stoðum sem snúa að samþættingu, virkni, upplýsingum, þróun og heimili. Lagt er upp með ýmis þróunarverkefni í áætluninni þar sem árangur nýjunga og umbóta er metinn kerfisbundið. Þannig munu verkefnin nýtast sem best við ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við elda fólk. Það er mikilvægt að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru og ábyrgð á þjónustuþáttum milli aðila sé skýr. Nálgun ólíkra fagstétta og fjölbreytt úrræði eru nauðsynleg en til þess að kerfið vinni sem ein heild þarf gott upplýsingaflæði. Með skilvirkri og öruggri upplýsingagjöf aukast gæði þjónustunnar og á því er sérstaklega tekið í aðgerðaáætluninni. Í því samhengi er nýsköpun ásamt starfrænum lausnum mikilvæg. Skýr framtíðarsýn Gott að eldast er verkefni þjóðarinnar. Einstaklingurinn er þungamiðjan sem verkefnið og velferðarkerfið snýst um. Einstaklingurinn á að hafa aðgang að fjölbreyttri og samþættri þjónustu. Hvort sem það er heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta eða önnur stuðningsþjónusta. Heima eða í öðrum búsetuúrræðum. Við vitum hvert við viljum stefna en til þess að ákvarða hvaða leiðir eru best til þess fallnar er verkefni eins og þetta mikilvæg varða. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun