Okkur er ekki sama – saman gegn ofbeldi Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 14. desember 2022 11:01 Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar