Skellt í lás í Siglunesi? – Tengsl barna og náttúru í höfuðborg Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar 5. desember 2022 07:30 Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siglingaíþróttir Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar