Sósíalisti að morgni, kapítalisti að kveldi Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. nóvember 2022 09:00 Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun