Sósíalisti að morgni, kapítalisti að kveldi Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. nóvember 2022 09:00 Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar