Á að fækka húsum? Jónas Elíasson skrifar 18. nóvember 2022 13:00 Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Orkumál Jónas Elíasson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar