Styrkleikar eru öflugt verkfæri Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 17. nóvember 2022 08:00 Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ingrid Kuhlman Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun