Styrkleikar eru öflugt verkfæri Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 17. nóvember 2022 08:00 Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ingrid Kuhlman Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun